Íslenski boltinn

Geir um ummæli Ceferin: Má segja að þetta sé skandall

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson. vísir/anton

Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er allt annað en sáttur við ummæli forseta UEFA, Aleksander Ceferin, á Vísi í morgun.

Þar mærir Ceferin formann KSÍ, Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir. Flestir líta svo á að þetta sé óformleg stuðningsyfirlýsing við Guðna og Geir kann ekki að meta þessa afskiptasemi Slóvenans.

„Þetta eru freklegt afskipti af knattspyrnumálefnum á Íslandi og það er dæmigert hjá Austur-Evrópumanninum að gera þetta,“ sagði Geir illur í Miðjunni hjá fótbolta.net í dag en þátturinn var tekinn upp skömmu eftir að viðtalið við Ceferin birtist á Vísi.

„Svona getur formaður UEFA ekki unnið og það má segja að þetta sé skandall. Hann fer langt út fyrir siðareglur og sitt umboð og vald. Þetta er dálítið í takt við það hvernig menn hafa stjórnað málum í Austur-Evrópu og ég er mjög ósáttur við þetta.“

Heyra má spjallið við Geir og Guðna hér.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.