Viðskipti innlent

Kortavelta erlendra ferðamanna jókst um rúma 20 milljarða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sé kortaveltan sett á fast gengi krónunnar sést að veltan jókst um 10,4% milli áranna 2017 og 2018 borið saman við 33,5% aukningu árið áður, segir í Hagsjá Landsbankans.
Sé kortaveltan sett á fast gengi krónunnar sést að veltan jókst um 10,4% milli áranna 2017 og 2018 borið saman við 33,5% aukningu árið áður, segir í Hagsjá Landsbankans. vísir/vilhelm
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 237 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um rúma 20 milljarða, eða um 9,4 prósent, frá árinu 2017.Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans en þar segir að til samanburðar fjölgaði erlendum ferðamönnum um 5,5 prósent á milli 2017 og 2018.Neyslan á hvern erlendan ferðamann jókst því um 3,7 prósent á milli ára mælt í krónum þó að það skýrist að nokkru leyti af gengisveikingu krónunnar á milli þessara tveggja ára.„Sé kortaveltan sett á fast gengi krónunnar sést að veltan jókst um 10,4% milli áranna 2017 og 2018 borið saman við 33,5% aukningu árið áður.Mikil aukning árið áður skýrist af því að ferðamönnum var þá enn að fjölga mjög hratt en þeim fjölgaði um 24,2% milli áranna 2016 og 2017,“ segir í Hagsjá Landsbankans.Kortaveltan var langmest hjá Bandaríkjamönnum enda eru þeir fjölmennasti hópur ferðamanna.„Kortavelta Bandaríkjamanna nam þannig 85 mö.kr. en það er svipuð velta og samanlögð velta þeirra 7 þjóða sem koma næstar á eftir Bandaríkjamönnum í röðinni,“ segir í Hagsjánni sem sjá má í heild sinni hér.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.