Fyrir 10 árum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 Nú þegar tíu ár eru frá því búsáhaldabyltingin náði hámarki er einkennilegt til þess að vita að hópur fólks skuli líta aftur til þess tíma, barmafullt af fortíðarþrá. Þarna er um að ræða einstaklinga sem aðhyllast byltingarkenndar stjórnmálaskoðanir og þeir biðu, að hætti róttæklinga, eftirvæntingarfullir eftir byltingunni. Byltingin virtist þó ætla að láta standa á sér. Þegar hún svo loksins kom í formi búsáhaldabyltingarinnar réði þetta fólk sér ekki fyrir gleði. Loksins fékk það sína mótmælafundi og þá af alls kyns tagi, framboðið var nefnilega ansi gott. Baráttuglaðir foreldrar teymdu jafnvel ung börn sín með á mótmæli í von um að sú lífsreynsla yrði til þess að þau soguðu af ástríðu í sig sannan byltingaranda og yrðu í fyllingu tímans fótgönguliðar vinstri sinnaðrar róttækni. Svo var byltingin allt í einu búin og þá var nánast eins og ekkert hefði gerst. Vitanlega voru það gríðarlega sár vonbrigði fyrir þennan hóp sem í huganum gælir enn við það að búsáhaldabyltingin eigi eftir að endurtaka sig. Já, þetta fólk saknar þessa tíma verulega heitt. Sjálfu virðist því finnast að það hafi aldrei fengið að njóta sín betur en einmitt þá, þegar það leyfði sér að veita reiðinni útrás án þess að taka tillit til nokkurra annarra en sjálfs sín. Þjóðin var langt frá sínu besta í búsáhaldabyltingunni, eins og stærsti hluti hennar áttar sig á. Blessunarlega verður ekki vart við sérlegan áhuga á því að hverfa aftur til tímans þegar það þótti sjálfsagt sport að henda eggjum í þinghúsið, veitast að lögreglu, kveikja elda á Austurvelli og fella jólatré. Þetta voru myrkir tímar þegar umburðarlyndi fékk lítið pláss og sérstök tortryggni ríkti í garð þeirra sem taldir voru velefnaðir. Ekki þurfti meira til en að einstaklingur sæist aka dýrum jeppa; hann var sjálfkrafa talinn siðspilltur og gráðugur og sjálfsagt þótti að berja bíl hans að utan, væri þess einhver kostur. Í þessum mánuði eru einmitt liðin tíu ár frá miklum mótmælum við Alþingishúsið og Stjórnarráðið. Þá dundaði hópur af herskáu fólki sér við það að berja á rúður þinghússins og grjóti og flöskum var kastað í lögreglumenn. Í Stjórnarráðinu braut óður lýður rúður og starfsfólk varð að forða sér út úr húsinu. Ýmsu lauslegu var kastað í lögreglumenn en sjö þeirra slösuðust þennan sólarhring. Þetta var ekki góður dagur í sögu þjóðarinnar og margir höfðu ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt, þótt þeir sæju það engan veginn sjálfir. Þetta voru með sanni erfiðir tímar og engin ástæða er til að réttlæta það versta sem þá var gert. Svo sannarlega hefur fólk rétt á að mótmæla af þunga og enginn á að geta tekið þann rétt af því. Það er hins vegar ekkert aðdáunarvert við það þegar fólk breytist í skríl sem æðir áfram í reiði. Það gerðist of oft í búsáhaldabyltingunni. Vissulega er stórfurðulegt að einhverjir skuli sakna hennar. Hún kenndi okkur einmitt hvernig við eigum ekki að hegða okkur á erfiðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Nú þegar tíu ár eru frá því búsáhaldabyltingin náði hámarki er einkennilegt til þess að vita að hópur fólks skuli líta aftur til þess tíma, barmafullt af fortíðarþrá. Þarna er um að ræða einstaklinga sem aðhyllast byltingarkenndar stjórnmálaskoðanir og þeir biðu, að hætti róttæklinga, eftirvæntingarfullir eftir byltingunni. Byltingin virtist þó ætla að láta standa á sér. Þegar hún svo loksins kom í formi búsáhaldabyltingarinnar réði þetta fólk sér ekki fyrir gleði. Loksins fékk það sína mótmælafundi og þá af alls kyns tagi, framboðið var nefnilega ansi gott. Baráttuglaðir foreldrar teymdu jafnvel ung börn sín með á mótmæli í von um að sú lífsreynsla yrði til þess að þau soguðu af ástríðu í sig sannan byltingaranda og yrðu í fyllingu tímans fótgönguliðar vinstri sinnaðrar róttækni. Svo var byltingin allt í einu búin og þá var nánast eins og ekkert hefði gerst. Vitanlega voru það gríðarlega sár vonbrigði fyrir þennan hóp sem í huganum gælir enn við það að búsáhaldabyltingin eigi eftir að endurtaka sig. Já, þetta fólk saknar þessa tíma verulega heitt. Sjálfu virðist því finnast að það hafi aldrei fengið að njóta sín betur en einmitt þá, þegar það leyfði sér að veita reiðinni útrás án þess að taka tillit til nokkurra annarra en sjálfs sín. Þjóðin var langt frá sínu besta í búsáhaldabyltingunni, eins og stærsti hluti hennar áttar sig á. Blessunarlega verður ekki vart við sérlegan áhuga á því að hverfa aftur til tímans þegar það þótti sjálfsagt sport að henda eggjum í þinghúsið, veitast að lögreglu, kveikja elda á Austurvelli og fella jólatré. Þetta voru myrkir tímar þegar umburðarlyndi fékk lítið pláss og sérstök tortryggni ríkti í garð þeirra sem taldir voru velefnaðir. Ekki þurfti meira til en að einstaklingur sæist aka dýrum jeppa; hann var sjálfkrafa talinn siðspilltur og gráðugur og sjálfsagt þótti að berja bíl hans að utan, væri þess einhver kostur. Í þessum mánuði eru einmitt liðin tíu ár frá miklum mótmælum við Alþingishúsið og Stjórnarráðið. Þá dundaði hópur af herskáu fólki sér við það að berja á rúður þinghússins og grjóti og flöskum var kastað í lögreglumenn. Í Stjórnarráðinu braut óður lýður rúður og starfsfólk varð að forða sér út úr húsinu. Ýmsu lauslegu var kastað í lögreglumenn en sjö þeirra slösuðust þennan sólarhring. Þetta var ekki góður dagur í sögu þjóðarinnar og margir höfðu ástæðu til að skammast sín fyrir framferði sitt, þótt þeir sæju það engan veginn sjálfir. Þetta voru með sanni erfiðir tímar og engin ástæða er til að réttlæta það versta sem þá var gert. Svo sannarlega hefur fólk rétt á að mótmæla af þunga og enginn á að geta tekið þann rétt af því. Það er hins vegar ekkert aðdáunarvert við það þegar fólk breytist í skríl sem æðir áfram í reiði. Það gerðist of oft í búsáhaldabyltingunni. Vissulega er stórfurðulegt að einhverjir skuli sakna hennar. Hún kenndi okkur einmitt hvernig við eigum ekki að hegða okkur á erfiðum tímum.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar