Innrás Arnars þjálfara kveikti á Stjörnuliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2019 13:00 Arnar fór langt inn á völlinn eins og sjá má hér. vísir/skjáskot/s2s Stjarnan hefur unnið níu leiki í röð frá innrás Arnars Guðjónssonar þjálfara inn á völlinn í leik á móti KR í byrjun desembermánaðar.Sjá einnig:Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Karlalið Stjörnunnar hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deildinni í körfubolta í gærkvöldi og er nú búið að koma sér inn í baráttuna um deildarmeistaratitilinn við Njarðvík og Tindastól. Útlitið var hins vegar ekki bjart í Garðabænum í upphafi desember þegar liðið tapaði þremur leikjum í röð og byrjaði illa á heimavelli í þeim fjórða. Eitthvað þurfti að gera og óvenjulegt útspil Arnars Guðjónssonar þjálfara bar heldur betur árangur.Sjá einnig:Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Allt breyttist þetta í lok fyrsta leikhluta í Ásgarði 9. desember síðastliðinn þegar Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum KR í stórleik umferðarinnar sem var í beinni á Stöð 2 Sport. Stjörnumenn voru eins og áður sagði búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir KR-leikinn og byrjunin á honum var það slæm að hún fékk þjálfara Stjörnumanna til að strunsa inn á miðjan völl í miðjum leik til að mótmæla að því virtist dómgæslunni. Dómararnir ráku hann hins vegar ekki út heldur gáfu honum aðeins tæknivíti.Sjá einnig:Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Arnar hefur margspurður um hvað hann var að hugsa en hefur ekki viljað svara. Honum tókst aftur á móti að kveikja á sínu liði og það hefur ekki slokknað á því síðan. Þegar Arnar hljóp inn á miðjan völlinn var staðan 24-18 fyrir KR og þeir komust síðan í 25-18 eftir að hafa nýtt vítaskotið sem þeir fengu í kjölfarið á tæknivítinu. Stjörnuliðið vann restina á leiknum 77-59 og hefur ekki litið til baka eftir það. Sigurinn á Keflavík í gærkvöldi var níundi sigur Stjörnunnar í röð í öllum keppnum.Sjá einnig:Arnar vildi ekki ræða atvikið ótrúlega í leikslok 9. desember var Stjarnan í -25 í þremur síðustu deildarleikjum sínum og einum leikhluta að auki. Síðan þá eru Stjörnumenn búnir að vinna 353 mínútur með 146 stigum, 862-716.Leikir Stjörnunnar frá innrás þjálfarans 9. desember 11 stiga sigur á KR í deild (95-84) 7 stiga sigur á Grindavík í deild (99-92) 15 stiga sigur á Hamar í bikar (104-89) 11 stiga sigur á Haukum í deild (100-89) 23 stiga sigur á ÍR í deild (106-83) 29 stiga sigur á Breiðabliki í deild (102-73) 14 stiga sigur á Skallagrími í deild (94-80) 13 stiga sigur á Tindastól í bikar (81-68) 16 stiga sigur á Keflavík í deild (99-83) Dominos-deild karla Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Stjarnan hefur unnið níu leiki í röð frá innrás Arnars Guðjónssonar þjálfara inn á völlinn í leik á móti KR í byrjun desembermánaðar.Sjá einnig:Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik Karlalið Stjörnunnar hélt sigurgöngu sinni áfram í Domino´s deildinni í körfubolta í gærkvöldi og er nú búið að koma sér inn í baráttuna um deildarmeistaratitilinn við Njarðvík og Tindastól. Útlitið var hins vegar ekki bjart í Garðabænum í upphafi desember þegar liðið tapaði þremur leikjum í röð og byrjaði illa á heimavelli í þeim fjórða. Eitthvað þurfti að gera og óvenjulegt útspil Arnars Guðjónssonar þjálfara bar heldur betur árangur.Sjá einnig:Ingi: Fíaskóið hjá Arnari var klókt Allt breyttist þetta í lok fyrsta leikhluta í Ásgarði 9. desember síðastliðinn þegar Stjarnan tók á móti Íslandsmeisturum KR í stórleik umferðarinnar sem var í beinni á Stöð 2 Sport. Stjörnumenn voru eins og áður sagði búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir KR-leikinn og byrjunin á honum var það slæm að hún fékk þjálfara Stjörnumanna til að strunsa inn á miðjan völl í miðjum leik til að mótmæla að því virtist dómgæslunni. Dómararnir ráku hann hins vegar ekki út heldur gáfu honum aðeins tæknivíti.Sjá einnig:Körfuboltakvöld um innrás Arnars: „Kom mér á óvart að þetta skyldi bara vera tæknivilla“ Arnar hefur margspurður um hvað hann var að hugsa en hefur ekki viljað svara. Honum tókst aftur á móti að kveikja á sínu liði og það hefur ekki slokknað á því síðan. Þegar Arnar hljóp inn á miðjan völlinn var staðan 24-18 fyrir KR og þeir komust síðan í 25-18 eftir að hafa nýtt vítaskotið sem þeir fengu í kjölfarið á tæknivítinu. Stjörnuliðið vann restina á leiknum 77-59 og hefur ekki litið til baka eftir það. Sigurinn á Keflavík í gærkvöldi var níundi sigur Stjörnunnar í röð í öllum keppnum.Sjá einnig:Arnar vildi ekki ræða atvikið ótrúlega í leikslok 9. desember var Stjarnan í -25 í þremur síðustu deildarleikjum sínum og einum leikhluta að auki. Síðan þá eru Stjörnumenn búnir að vinna 353 mínútur með 146 stigum, 862-716.Leikir Stjörnunnar frá innrás þjálfarans 9. desember 11 stiga sigur á KR í deild (95-84) 7 stiga sigur á Grindavík í deild (99-92) 15 stiga sigur á Hamar í bikar (104-89) 11 stiga sigur á Haukum í deild (100-89) 23 stiga sigur á ÍR í deild (106-83) 29 stiga sigur á Breiðabliki í deild (102-73) 14 stiga sigur á Skallagrími í deild (94-80) 13 stiga sigur á Tindastól í bikar (81-68) 16 stiga sigur á Keflavík í deild (99-83)
Dominos-deild karla Mest lesið Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira