Körfubolti

Þjálfari Stjörnunnar gekk trylltur inn á völlinn í miðjum leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Athyglisvert atvik átti sér stað í fyrsta leikhluta í leik Stjörnunnar og KR sem eigast nú við í Garðabæ en Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, gekk inná völlinn er leikurinn var í fullum gangi.

Arnar var ósáttur við að dómarar leiksins flautuðu ekki villu er Jón Arnór Stefánsson virtist brjóta á Ægi Steinarssyni sem klikkaði sniðskoti.

KR-ingar brunuðu upp völlinn og Arnar ákvað að ganga inn á völlinn algjörlega brjálaður en boltinn var á hinum helmingnum.

Dómarar leiksins tóku sér smá tíma að hugsa sig um hvaða refsingsu Arnar ætti að fá en ákváðu að endingu að gefa Arnari bara óíþróttamannslega villu en ekki reka hann út úr húsinu.

Fylgjast má með leiknum hér en að ofan má sjá atvikið furðulega í stórkostlegri lýsingu Gumma Ben og Svala.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.