Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. janúar 2019 20:30 Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. Ríkissjóður á 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fram kemur í eigendastefnu ríkisins að lítið hafi verið á eignarhald ríkisins á hlutum í bönkunum sem tímabundið fyrirkomulag þótt ástæða geti verið til að halda einhverjum hlutum áfram í eigu ríkisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vilji draga úr eignarhaldi ríkisins bönkunum en að ríkissjóður verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum þeirra. Bókfært virði eiginfjár Íslandsbanka var 174,6 milljarðar króna í 9 mánaða uppgjöri bankans í lok september 2018. Bókfært virði eiginfjár Landsbankans var 235,8 milljarðar króna á sama tíma samkvæmt 9 mánaða uppgjöri Landsbankans. Ef ríkið myndi selja Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum á bókfærðu virði fengjust 292 milljarðar króna fyrir hlutabréfin. Fyrir þá fjárhæð mætti ljúka byggingu Landspítalans og leggja innri leið Sundabrautar en samt væru 200 milljarðar króna í afgang. Jafnvel þótt notaður sé margfaldarinn 0,8 á eigið fé, sem er ekki óalgengt við sölu á fjármálafyrirtækjum, er um svimandi fjárhæðir að ræða. Það myndi þýða söluverð sem væri 80% af bókfærðu virði eigin fjár í þessum bönkum. „Ef við notum þá tölu og ímyndum okkur að báðir bankarnir yrðu seldir á morgun þá myndi ríkið fá fyrir þá 330 milljarða. Ef ríkið hefði 330 milljarða króna, myndi það kaupa banka? Ég hugsa ekki. Það gefur augaleið að það er ekki mjög skynsamleg ráðstöfun að ríkið sé með svona gríðarlega fjárhæðir bundnar í bankastarfsemi,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Talan sem Konráð nefnir hér miðast við að allur eignarhlutur ríkisins í báðum bönkum yrði seldur en eins og rakið er framar er það stefna ríkisstjórnarinnar að ríkið verði áfram leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum banka. Samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er heimilt að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum. Það þarf því að breyta þessum lögum ef ríkissjóður ætla að selja stærri eignarhlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lögð áhersla á að hefja undirbúning á sölu bankanna en höfundar hennar benda á þrjú atriði sem huga þurfi að. „Það eru í fyrsta lagi sértækir skattar á fjármálafyrirtæki þar sem þeir eru mun hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hins vegar er það svokölluð varnarlína í fjárfestingarbankastarfsemi og síðan er það spurningin um þá heimild sem er til staðar til að selja í Landsbankanum, hvort hún sé of lítil til þess hægt sé að fara í alvöru útboð og hvort það þurfi þá að skoða áður en til útboðs kæmi,“ segir Lárus Blöndal sem var formaður nefndarinnar sem vann hvítbókina. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. Ríkissjóður á 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fram kemur í eigendastefnu ríkisins að lítið hafi verið á eignarhald ríkisins á hlutum í bönkunum sem tímabundið fyrirkomulag þótt ástæða geti verið til að halda einhverjum hlutum áfram í eigu ríkisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vilji draga úr eignarhaldi ríkisins bönkunum en að ríkissjóður verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum þeirra. Bókfært virði eiginfjár Íslandsbanka var 174,6 milljarðar króna í 9 mánaða uppgjöri bankans í lok september 2018. Bókfært virði eiginfjár Landsbankans var 235,8 milljarðar króna á sama tíma samkvæmt 9 mánaða uppgjöri Landsbankans. Ef ríkið myndi selja Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum á bókfærðu virði fengjust 292 milljarðar króna fyrir hlutabréfin. Fyrir þá fjárhæð mætti ljúka byggingu Landspítalans og leggja innri leið Sundabrautar en samt væru 200 milljarðar króna í afgang. Jafnvel þótt notaður sé margfaldarinn 0,8 á eigið fé, sem er ekki óalgengt við sölu á fjármálafyrirtækjum, er um svimandi fjárhæðir að ræða. Það myndi þýða söluverð sem væri 80% af bókfærðu virði eigin fjár í þessum bönkum. „Ef við notum þá tölu og ímyndum okkur að báðir bankarnir yrðu seldir á morgun þá myndi ríkið fá fyrir þá 330 milljarða. Ef ríkið hefði 330 milljarða króna, myndi það kaupa banka? Ég hugsa ekki. Það gefur augaleið að það er ekki mjög skynsamleg ráðstöfun að ríkið sé með svona gríðarlega fjárhæðir bundnar í bankastarfsemi,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Talan sem Konráð nefnir hér miðast við að allur eignarhlutur ríkisins í báðum bönkum yrði seldur en eins og rakið er framar er það stefna ríkisstjórnarinnar að ríkið verði áfram leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum banka. Samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er heimilt að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum. Það þarf því að breyta þessum lögum ef ríkissjóður ætla að selja stærri eignarhlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lögð áhersla á að hefja undirbúning á sölu bankanna en höfundar hennar benda á þrjú atriði sem huga þurfi að. „Það eru í fyrsta lagi sértækir skattar á fjármálafyrirtæki þar sem þeir eru mun hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hins vegar er það svokölluð varnarlína í fjárfestingarbankastarfsemi og síðan er það spurningin um þá heimild sem er til staðar til að selja í Landsbankanum, hvort hún sé of lítil til þess hægt sé að fara í alvöru útboð og hvort það þurfi þá að skoða áður en til útboðs kæmi,“ segir Lárus Blöndal sem var formaður nefndarinnar sem vann hvítbókina.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30