Um 300 milljarðar gætu fengist fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. janúar 2019 20:30 Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. Ríkissjóður á 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fram kemur í eigendastefnu ríkisins að lítið hafi verið á eignarhald ríkisins á hlutum í bönkunum sem tímabundið fyrirkomulag þótt ástæða geti verið til að halda einhverjum hlutum áfram í eigu ríkisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vilji draga úr eignarhaldi ríkisins bönkunum en að ríkissjóður verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum þeirra. Bókfært virði eiginfjár Íslandsbanka var 174,6 milljarðar króna í 9 mánaða uppgjöri bankans í lok september 2018. Bókfært virði eiginfjár Landsbankans var 235,8 milljarðar króna á sama tíma samkvæmt 9 mánaða uppgjöri Landsbankans. Ef ríkið myndi selja Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum á bókfærðu virði fengjust 292 milljarðar króna fyrir hlutabréfin. Fyrir þá fjárhæð mætti ljúka byggingu Landspítalans og leggja innri leið Sundabrautar en samt væru 200 milljarðar króna í afgang. Jafnvel þótt notaður sé margfaldarinn 0,8 á eigið fé, sem er ekki óalgengt við sölu á fjármálafyrirtækjum, er um svimandi fjárhæðir að ræða. Það myndi þýða söluverð sem væri 80% af bókfærðu virði eigin fjár í þessum bönkum. „Ef við notum þá tölu og ímyndum okkur að báðir bankarnir yrðu seldir á morgun þá myndi ríkið fá fyrir þá 330 milljarða. Ef ríkið hefði 330 milljarða króna, myndi það kaupa banka? Ég hugsa ekki. Það gefur augaleið að það er ekki mjög skynsamleg ráðstöfun að ríkið sé með svona gríðarlega fjárhæðir bundnar í bankastarfsemi,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Talan sem Konráð nefnir hér miðast við að allur eignarhlutur ríkisins í báðum bönkum yrði seldur en eins og rakið er framar er það stefna ríkisstjórnarinnar að ríkið verði áfram leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum banka. Samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er heimilt að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum. Það þarf því að breyta þessum lögum ef ríkissjóður ætla að selja stærri eignarhlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lögð áhersla á að hefja undirbúning á sölu bankanna en höfundar hennar benda á þrjú atriði sem huga þurfi að. „Það eru í fyrsta lagi sértækir skattar á fjármálafyrirtæki þar sem þeir eru mun hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hins vegar er það svokölluð varnarlína í fjárfestingarbankastarfsemi og síðan er það spurningin um þá heimild sem er til staðar til að selja í Landsbankanum, hvort hún sé of lítil til þess hægt sé að fara í alvöru útboð og hvort það þurfi þá að skoða áður en til útboðs kæmi,“ segir Lárus Blöndal sem var formaður nefndarinnar sem vann hvítbókina. Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Ríkissjóður gæti fengið tæplega 300 milljarða króna fyrir Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum, sé eingöngu miðað við bókfært virði eigin fjár. Fyrir það fé væri hægt að leggja innri leið Sundabrautar og byggja nýjan Landspítala við Hringbraut en samt eiga um 200 milljarða króna í afgang. Ríkissjóður á 98 prósent hlutafjár í Landsbankanum og 100 prósent hlutafjár í Íslandsbanka. Fram kemur í eigendastefnu ríkisins að lítið hafi verið á eignarhald ríkisins á hlutum í bönkunum sem tímabundið fyrirkomulag þótt ástæða geti verið til að halda einhverjum hlutum áfram í eigu ríkisins. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ríkisstjórnin vilji draga úr eignarhaldi ríkisins bönkunum en að ríkissjóður verði leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum þeirra. Bókfært virði eiginfjár Íslandsbanka var 174,6 milljarðar króna í 9 mánaða uppgjöri bankans í lok september 2018. Bókfært virði eiginfjár Landsbankans var 235,8 milljarðar króna á sama tíma samkvæmt 9 mánaða uppgjöri Landsbankans. Ef ríkið myndi selja Íslandsbanka og helmingshlut í Landsbankanum á bókfærðu virði fengjust 292 milljarðar króna fyrir hlutabréfin. Fyrir þá fjárhæð mætti ljúka byggingu Landspítalans og leggja innri leið Sundabrautar en samt væru 200 milljarðar króna í afgang. Jafnvel þótt notaður sé margfaldarinn 0,8 á eigið fé, sem er ekki óalgengt við sölu á fjármálafyrirtækjum, er um svimandi fjárhæðir að ræða. Það myndi þýða söluverð sem væri 80% af bókfærðu virði eigin fjár í þessum bönkum. „Ef við notum þá tölu og ímyndum okkur að báðir bankarnir yrðu seldir á morgun þá myndi ríkið fá fyrir þá 330 milljarða. Ef ríkið hefði 330 milljarða króna, myndi það kaupa banka? Ég hugsa ekki. Það gefur augaleið að það er ekki mjög skynsamleg ráðstöfun að ríkið sé með svona gríðarlega fjárhæðir bundnar í bankastarfsemi,“ segir Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Talan sem Konráð nefnir hér miðast við að allur eignarhlutur ríkisins í báðum bönkum yrði seldur en eins og rakið er framar er það stefna ríkisstjórnarinnar að ríkið verði áfram leiðandi fjárfestir í að minnsta kosti einum banka. Samkvæmt lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er heimilt að selja allt að 30 prósenta hlut í Landsbankanum. Það þarf því að breyta þessum lögum ef ríkissjóður ætla að selja stærri eignarhlut. Í hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er lögð áhersla á að hefja undirbúning á sölu bankanna en höfundar hennar benda á þrjú atriði sem huga þurfi að. „Það eru í fyrsta lagi sértækir skattar á fjármálafyrirtæki þar sem þeir eru mun hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Hins vegar er það svokölluð varnarlína í fjárfestingarbankastarfsemi og síðan er það spurningin um þá heimild sem er til staðar til að selja í Landsbankanum, hvort hún sé of lítil til þess hægt sé að fara í alvöru útboð og hvort það þurfi þá að skoða áður en til útboðs kæmi,“ segir Lárus Blöndal sem var formaður nefndarinnar sem vann hvítbókina.
Hvítbók fyrir fjármálakerfið Íslenskir bankar Tengdar fréttir Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30 Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Telja æskilegt að afnema bankaskattinn áður en bankarnir verða seldir Afnema þarf bankaskattinn áður en bankarnir verða einkavæddir. Þetta er samdóma álit dósents í hagfræði og framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Stefnt er að lækkun bankaskatts í fjórum jöfnum áföngum á næstu árum. 8. janúar 2019 20:30
Telur tímabært að hefja undirbúning á sölu bankanna Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands segir tímabært að ríkisstjórnin hefji undirbúning á sölu á Íslandsbanka og hluta af Landsbankanum nú þegar hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið liggur fyrir. 7. janúar 2019 18:30