Að lifa og lifa af Sif Sigmarsdóttir skrifar 12. janúar 2019 10:30 Um síðustu helgi birtist aðsend grein í Morgunblaðinu eftir Hall Hallsson fjölmiðlamann sem valdið hefur fjaðrafoki. Í greininni fjallar Hallur um meint samsæri George Soros og annarra „glóbalista“ gegn vestrænni siðmenningu. „Til þess að breyta lýðsamsetningu hafa milljónir ólöglegra karla streymt til Vesturlanda í nafni opinna landamæra,“ segir Hallur. Sama dag og grein Halls birtist í Morgunblaðinu var frumfluttur heimildarþáttur á útvarpsstöð BBC þar sem meðal annars var fjallað um það sem kalla má eitt fyrsta framlag okkar Íslendinga til hins þokukennda samfélagsmeins sem Hallur kallar glóbalisma. Í þættinum, „History hour“, eða Sögustund, var rifjað upp atvik sem sagt var hafa „snúið á haus hvaða augum við lítum færni mannsins til ferðalaga og ævintýramennsku“. Árið 1926 ákvað ungur Norðmaður, Helge Ingstad að nafni, að selja lögfræðiskrifstofuna sína, leggjast í ferðalög og skrifa bækur um það sem bar fyrir augu. Einn daginn fékk Helge aðdáendabréf frá lesanda. Lesandinn hét Anne Stine Moe og þau Helge gerðust fyrst pennavinir og svo par. Anne Stine var fornleifafræðingur og þegar þau Helge giftu sig árið 1941 urðu þau ekki aðeins hjón heldur líka samstarfsfélagar. Helge hafði lengi haft áhuga á Íslendingasögunum. Eiríks saga rauða var í sérstöku uppáhaldi, einkum frásögnin af Leifi, syni Eiríks, sem fann land vestan við Grænland sem hann kallaði Vínland. Marga dreymdi um að það sem stóð í Eiríks sögu rauða væri satt, að norrænir menn hefðu fundið Ameríku á undan Kristófer Kólumbusi. En enginn gat sýnt fram á það. Helge ákvað að kanna málið. Árið 1960 héldu Helge og Anne Stine til L’Anse aux Meadows, sjávarþorps á norðurodda Nýfundnalands. Þar hittu þau fyrir sjálfskipaðan forystumann þorpsbúa, George Decker, sem vísaði þeim á grasi vaxnar rústir. Anne Stine sagði tóftirnar norrænar í útliti. Næstu átta ár gróf Anne Stine upp fornminjarnar með dyggri aðstoð þorpsbúa. Minjarnar staðfestu loks frásagnir um að norrænir menn fundu og fluttu til Ameríku í kringum árið 1000. Í útvarpsþættinum var rætt við sérfræðing sem starfar á fornminjasvæðinu í L’Anse aux Meadows, Lorette Decker sem einnig er barnabarn George Decker, þess sama og kom Ingstad-hjónunum á sporið. Um ferðalög norrænna manna til Ameríku sagði Loretta: „Það skiptir ekki máli frá hvaða landi fólk kemur, saga mannsins snýst alltaf um sama hlutinn; að lifa, lifa af og sjá fjölskyldu sinni farborða.“Lokaðir pappakassar Fólksflutningar og ferðalög með tilheyrandi útbreiðslu hugmynda, þekkingar, tækni og menningar eiga sér árþúsunda sögu. Eins og fornleifauppgröfturinn í L’Anse aux Meadows sýnir hófst streymi fólks milli heimsálfa töluvert áður en George Soros fæddist. Hallur Hallsson virðist aðhyllast þá söguskýringu að fyrri kynslóðir hafi alið aldur sinn í veröld sem byggð var úr kirfilega lokuðum pappakössum þar sem hver hópur dvaldi prúður í því boxi sem örlögin höfðu náðarsamlegast úthlutað honum; enginn fór út, enginn kom inn, enginn kom neins staðar frá og enginn fór fet, allt var í röð og reglu uns George Soros kom til sögunnar og fólk, hugmyndir, fjármagn og ókunnugir menningarheimar tóku að troða sér ofan í pappakassann hans Halls. En veröldin hefur aldrei verið samansafn lokaðra pappakassa. Sumir segja að íslenska lopapeysan eigi rætur að rekja til Grænlands, aðrir til Svíþjóðar. Einu sinni voru Íslendingar heiðnir. Íslensk tunga á rætur sínar að rekja til frumgermönsku, sömu móðurtungu og danska, enska, þýska og önnur germönsk mál. Fimmtán þúsund vesturfarar fluttu frá Íslandi til Ameríku á síðari hluta 19. aldar, eða 20 prósent þjóðarinnar. Öll erum við einhvers staðar frá – líka Hallur Hallsson – og enginn veit hvert leið okkar liggur á morgun. Það er ekkert samsæri; það er bara fólk „að lifa, lifa af og sjá fjölskyldu sinni farborða“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi birtist aðsend grein í Morgunblaðinu eftir Hall Hallsson fjölmiðlamann sem valdið hefur fjaðrafoki. Í greininni fjallar Hallur um meint samsæri George Soros og annarra „glóbalista“ gegn vestrænni siðmenningu. „Til þess að breyta lýðsamsetningu hafa milljónir ólöglegra karla streymt til Vesturlanda í nafni opinna landamæra,“ segir Hallur. Sama dag og grein Halls birtist í Morgunblaðinu var frumfluttur heimildarþáttur á útvarpsstöð BBC þar sem meðal annars var fjallað um það sem kalla má eitt fyrsta framlag okkar Íslendinga til hins þokukennda samfélagsmeins sem Hallur kallar glóbalisma. Í þættinum, „History hour“, eða Sögustund, var rifjað upp atvik sem sagt var hafa „snúið á haus hvaða augum við lítum færni mannsins til ferðalaga og ævintýramennsku“. Árið 1926 ákvað ungur Norðmaður, Helge Ingstad að nafni, að selja lögfræðiskrifstofuna sína, leggjast í ferðalög og skrifa bækur um það sem bar fyrir augu. Einn daginn fékk Helge aðdáendabréf frá lesanda. Lesandinn hét Anne Stine Moe og þau Helge gerðust fyrst pennavinir og svo par. Anne Stine var fornleifafræðingur og þegar þau Helge giftu sig árið 1941 urðu þau ekki aðeins hjón heldur líka samstarfsfélagar. Helge hafði lengi haft áhuga á Íslendingasögunum. Eiríks saga rauða var í sérstöku uppáhaldi, einkum frásögnin af Leifi, syni Eiríks, sem fann land vestan við Grænland sem hann kallaði Vínland. Marga dreymdi um að það sem stóð í Eiríks sögu rauða væri satt, að norrænir menn hefðu fundið Ameríku á undan Kristófer Kólumbusi. En enginn gat sýnt fram á það. Helge ákvað að kanna málið. Árið 1960 héldu Helge og Anne Stine til L’Anse aux Meadows, sjávarþorps á norðurodda Nýfundnalands. Þar hittu þau fyrir sjálfskipaðan forystumann þorpsbúa, George Decker, sem vísaði þeim á grasi vaxnar rústir. Anne Stine sagði tóftirnar norrænar í útliti. Næstu átta ár gróf Anne Stine upp fornminjarnar með dyggri aðstoð þorpsbúa. Minjarnar staðfestu loks frásagnir um að norrænir menn fundu og fluttu til Ameríku í kringum árið 1000. Í útvarpsþættinum var rætt við sérfræðing sem starfar á fornminjasvæðinu í L’Anse aux Meadows, Lorette Decker sem einnig er barnabarn George Decker, þess sama og kom Ingstad-hjónunum á sporið. Um ferðalög norrænna manna til Ameríku sagði Loretta: „Það skiptir ekki máli frá hvaða landi fólk kemur, saga mannsins snýst alltaf um sama hlutinn; að lifa, lifa af og sjá fjölskyldu sinni farborða.“Lokaðir pappakassar Fólksflutningar og ferðalög með tilheyrandi útbreiðslu hugmynda, þekkingar, tækni og menningar eiga sér árþúsunda sögu. Eins og fornleifauppgröfturinn í L’Anse aux Meadows sýnir hófst streymi fólks milli heimsálfa töluvert áður en George Soros fæddist. Hallur Hallsson virðist aðhyllast þá söguskýringu að fyrri kynslóðir hafi alið aldur sinn í veröld sem byggð var úr kirfilega lokuðum pappakössum þar sem hver hópur dvaldi prúður í því boxi sem örlögin höfðu náðarsamlegast úthlutað honum; enginn fór út, enginn kom inn, enginn kom neins staðar frá og enginn fór fet, allt var í röð og reglu uns George Soros kom til sögunnar og fólk, hugmyndir, fjármagn og ókunnugir menningarheimar tóku að troða sér ofan í pappakassann hans Halls. En veröldin hefur aldrei verið samansafn lokaðra pappakassa. Sumir segja að íslenska lopapeysan eigi rætur að rekja til Grænlands, aðrir til Svíþjóðar. Einu sinni voru Íslendingar heiðnir. Íslensk tunga á rætur sínar að rekja til frumgermönsku, sömu móðurtungu og danska, enska, þýska og önnur germönsk mál. Fimmtán þúsund vesturfarar fluttu frá Íslandi til Ameríku á síðari hluta 19. aldar, eða 20 prósent þjóðarinnar. Öll erum við einhvers staðar frá – líka Hallur Hallsson – og enginn veit hvert leið okkar liggur á morgun. Það er ekkert samsæri; það er bara fólk „að lifa, lifa af og sjá fjölskyldu sinni farborða“.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar