Guðmundur vonsvikinn með tapið en hrósar strákunum fyrir „framúrskarandi frammistöðu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 11. janúar 2019 19:16 vísir/getty Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segist vera ósáttur að hafa tapað leiknum gegn Króatíu því hann segir íslenska liðið hafi ekki verið slakara liðið í kvöld. „Það er svekkjandi að tapa og þá sérstaklega þegar maður er inn í leiknum. Við spiluðum frábærlega megnið af fyrri hálfleik en svo kom þessi fimm mínútna kafli þar sem við hleypum þeim fram úr okkur og við þurfum að skoða,“ sagði Guðmundur við Tómas Þór Þórðarson í Munchen. „Við tökum ekki réttar ákvarðanir og skjótum illa. Síðan byrjar síðari hálfleikurinn og við náðum að átta okkur. Við eigum frábæran kafla þar sem við komumst yfir og gríðarlega sterkt. Þá spiluðum við stórkostlegan handbolta bæði í vörn og sókn.“ „Við vorum að vinna boltann í vörninni og vorum að keyra á þá. Svo gekk sóknarleikurinn alveg eins og við höfðum planað. Síðan kemur því miður aftur slæmur kafli þar sem þeir landa sigrinum. Við þurfum að skoða þetta og fara yfir þetta.“ „Maður vill vinna en ég get ekki annað en hrósað leikmönnunum fyrir alveg framúrskarandi frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón. Við vorum að máta okkur við eitt besta lið í heimi. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir þetta.“ Elvar Örn Jónsson, Selfyssingurinn, átti frábæran leik í sínum fyrsta leik á stórmóti og Guðmundur var ánægður með hann á báðum enda vallarins. „Hann stendur sig mjög vel og er með stórt hlutverk allan tímann. Hann er einnig að spila varnarhlutverk hægra megin og gerði það frábærlega megnið af leiknum. Hann stóð sig frábærlega sem leikstjórnandi. Hann er með góða skotógnun og það var ánægjulegt.“ „Sóknarleikurinn í heild sinni var mjög ánægjulegur. Þetta er búið að vera ofboðsleg yfirlega að fá réttu hlutina í gang gegn þessari mjög svo erfiðu vörn. Það er erfitt að brjóta hana á bak aftur en mér fannst okkur takast það ótrúlega vel.“ „Það eru svo nokkur skot sem eru illa ígrunduð sem færði þeim sigurinn finnst mér. Auðvitað fengum við líka brottvísanir sem við þurfum að skoða. Við gerðum mistök þar en mér fannst dómararnir harðir við okkur tvisvar sinnum.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á varnarleikinn síðan að Guðmundur tók við og hann segir að drengirnir færist nær og nær því að ná honum upp á tíu. „Þeir eru nokkuð nálægt því. Við erum að fá á okkur bestu maður á mann leikmenn í heimi. Þetta eru engar smá árasir sem koma og við þurfum að klára það. Það vantaði á köflum að við náðum ekki að loka á Cindric.“ „Stephanic var að fá of góða braut inn á miðjuna sem olli okkur vandræðum en við erum alls ekki eina liðið sem hefur glímt við þetta,“ en nú eru fjórir leikir eftir af riðlinum. „Mér finnst við getað tekið mjög margt jákvætt úr þessum leik. Ég held á endanum, þó við höfum tapað, þá gefur þetta ákveðið sjálfstraust. Þetta sýnir okkur hvar við stöndum gegn þeim bestu. Mér fannst við ekki síðra liðið, þó við höfum tapað,“ sagði Guðmundur.Klippa: Guðmundur: Get ekki annað en hrósað leikmönnunum HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segist vera ósáttur að hafa tapað leiknum gegn Króatíu því hann segir íslenska liðið hafi ekki verið slakara liðið í kvöld. „Það er svekkjandi að tapa og þá sérstaklega þegar maður er inn í leiknum. Við spiluðum frábærlega megnið af fyrri hálfleik en svo kom þessi fimm mínútna kafli þar sem við hleypum þeim fram úr okkur og við þurfum að skoða,“ sagði Guðmundur við Tómas Þór Þórðarson í Munchen. „Við tökum ekki réttar ákvarðanir og skjótum illa. Síðan byrjar síðari hálfleikurinn og við náðum að átta okkur. Við eigum frábæran kafla þar sem við komumst yfir og gríðarlega sterkt. Þá spiluðum við stórkostlegan handbolta bæði í vörn og sókn.“ „Við vorum að vinna boltann í vörninni og vorum að keyra á þá. Svo gekk sóknarleikurinn alveg eins og við höfðum planað. Síðan kemur því miður aftur slæmur kafli þar sem þeir landa sigrinum. Við þurfum að skoða þetta og fara yfir þetta.“ „Maður vill vinna en ég get ekki annað en hrósað leikmönnunum fyrir alveg framúrskarandi frammistöðu. Þeir börðust eins og ljón. Við vorum að máta okkur við eitt besta lið í heimi. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir þetta.“ Elvar Örn Jónsson, Selfyssingurinn, átti frábæran leik í sínum fyrsta leik á stórmóti og Guðmundur var ánægður með hann á báðum enda vallarins. „Hann stendur sig mjög vel og er með stórt hlutverk allan tímann. Hann er einnig að spila varnarhlutverk hægra megin og gerði það frábærlega megnið af leiknum. Hann stóð sig frábærlega sem leikstjórnandi. Hann er með góða skotógnun og það var ánægjulegt.“ „Sóknarleikurinn í heild sinni var mjög ánægjulegur. Þetta er búið að vera ofboðsleg yfirlega að fá réttu hlutina í gang gegn þessari mjög svo erfiðu vörn. Það er erfitt að brjóta hana á bak aftur en mér fannst okkur takast það ótrúlega vel.“ „Það eru svo nokkur skot sem eru illa ígrunduð sem færði þeim sigurinn finnst mér. Auðvitað fengum við líka brottvísanir sem við þurfum að skoða. Við gerðum mistök þar en mér fannst dómararnir harðir við okkur tvisvar sinnum.“ Mikil áhersla hefur verið lögð á varnarleikinn síðan að Guðmundur tók við og hann segir að drengirnir færist nær og nær því að ná honum upp á tíu. „Þeir eru nokkuð nálægt því. Við erum að fá á okkur bestu maður á mann leikmenn í heimi. Þetta eru engar smá árasir sem koma og við þurfum að klára það. Það vantaði á köflum að við náðum ekki að loka á Cindric.“ „Stephanic var að fá of góða braut inn á miðjuna sem olli okkur vandræðum en við erum alls ekki eina liðið sem hefur glímt við þetta,“ en nú eru fjórir leikir eftir af riðlinum. „Mér finnst við getað tekið mjög margt jákvætt úr þessum leik. Ég held á endanum, þó við höfum tapað, þá gefur þetta ákveðið sjálfstraust. Þetta sýnir okkur hvar við stöndum gegn þeim bestu. Mér fannst við ekki síðra liðið, þó við höfum tapað,“ sagði Guðmundur.Klippa: Guðmundur: Get ekki annað en hrósað leikmönnunum
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48 Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53 Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44 Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Fótbolti Fleiri fréttir Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Sjá meira
Ólafur: Ef einhverjir voru búnir á því þá voru það þeir Ólafur Gústafsson, varnarmaður, fór yfir leikinn gegn Króötum. 11. janúar 2019 18:48
Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00
Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum Vísir fer yfir þá leikmenn íslenska handboltalandsliðsins sem sköruðu fram úr í tölfræðinni í tapinu á móti Króatíu í kvöld. 11. janúar 2019 18:53
Twitter eftir tapið gegn Króatíu: „Ef við spilum áfram svona vel þá þarf ekkert að breyta klukkunni“ Twitter var líflegur vettvangur í kvöld og margt skemmtilegt kom þar fram. 11. janúar 2019 18:44