Handbolti

Topparnir í tölfræðinni á móti Króatíu: Aron kom að átján mörkum í leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld.
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld. Vísir/EPA

Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjaði tuttugasta heimsmeistaramótið sitt í hörkuleik á móti Króatíu í fyrsta leik sínum á HM 2019 en þrátt fyrir góða frammistöðu urðu strákarnir að sætta sig við fjögurra marka tap, 27-31.

Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum fyrsta leik Íslands á mótinu.

Aron Pálmarsson er þar áberandi enda átti hann algjöran stjörnuleik og sýndi það og sannað að þar fer einn besti handboltamaður heims. Elvar Örn Jónsson var líka mjög öflugur í sinum fyrsta leik á stórmóti en gaf eftir í lokin.

Aron Pálmarsson kom alls að átján mörkum í leiknum, hann skoraði sjö mörk sjálfur, átti tíu stoðsendingar og þá gaf ein línusending hans víti sem skilaði marki.

Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.

- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Króatíu á HM 2019 -

Hver skoraði mest:
1. Aron Pálmarsson 7
2. Elvar Örn Jónsson 5
3. Arnór Þór Gunnarsson 5/2
4. Bjarki Már Elísson 4
5. Ómar Ingi Magnússon 3
6. Arnar Freyr Arnarsson 2

Hver varði flest skot:
1. Björgvin Páll Gústavsson 8/1 (27%)
2. Ágúst Elí Björgvinsson 5 (36%)

Hver spilaði mest í leiknum:
1. Arnór Þór Gunnarsson 60:00
2. Bjarki Már Elísson 59:36
3. Arnar Freyr Arnarsson 53:59
4. Elvar Örn Jónsson 51:33
5. Aron Pálmarsson  46:31
6. Björgvin Páll Gústavsson 37:08
7. Ólafur Gústafsson 33:33

Hver skaut oftast á markið:
1. Elvar Örn Jónsson 12
2. Aron Pálmarsson 10
3. Bjarki Már Elísson 6
4. Arnór Þór Gunnarsson 5
4. Ómar Ingi Magnússon 5

Hver gaf flestar stoðsendingar:
1. Aron Pálmarsson 10
2. Elvar Örn Jónsson 4
3. Björgvin Páll Gústavsson 1
3. Ágúst Elí Björgvinsson 1
3. Ómar Ingi Magnússon 1

Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar):
1. Aron Pálmarsson 17 (7+10)
2. Elvar Örn Jónsson 9 (5+4)
3. Arnór Þór Gunnarsson 5 (5+0)
4. Ómar Ingi Magnússon 4 (3+1)
4. Bjarki Már Elísson  4 (4+0)

Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz):
1. Elvar Örn Jónsson 7
1. Ólafur Gústafsson 7
3. Arnar Freyr Arnarsson 4
4. Aron Pálmarsson 2
4. Ólafur Guðmundsson 2

Hver tapaði boltanum oftast:
1. Ómar Ingi Magnússon 3

Hver vann boltann oftast:
1. Ólafur Gústafsson 2

Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum:
11 með langskotum
4 með gegnumbrotum
4 af línu
3 úr hægra horni
3 úr hraðaupphlaupum (7 með seinni bylgju)
2 úr vítum
0 úr vinstra horniAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.