Handbolti

Patrekur byrjaði HM á sigri og Rússar redduðu stigi í lokin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. Vísir/Getty

Patrekur Jóhannesson stýrði austurríska landsliðinu til sigurs í fyrsta leik á HM í handbolta en strákarnir hans unnu þá sjö marka sigur á Sádí Arabíu.

Þetta var annar leikurinn í C-riðli en Danir unnu 23 marka sigur á Síle í fyrsta leik riðilsins í gær.

Á sama tíma gerðu Serbar og Rússar 30-30 jafntefli í æsispenanndi leik. Rússinn Timur Dibirov skoraði tvö síðustu mörkin í leiknum og alls tólf mörk úr aðeins þrettán skotum.

Serbar voru 23-19 yfir eftir tíu mínútna leik í seinni hálfleik en misstu frá sér sigurinn.

Austurríkismenn voru með gott tak á leiknum frá fyrstu mínútu, komust í 3-1, 11-6 og voru síðan með níu marka forystu í hálfleik, 15-9.

Sádar náðu að minnka muninn aftur niður í þrjú mörk á upphafskafla seinni hálfleiks en þá gaf austurríska liðið aftur í og landaði öruggum sigri.

Mykola Bilyk var markahæstur hjá Austurríki með 7 mörk úr 9 skotum en Raul Santos skoraði fimm mörk. Kristian Pilipovic varði 12 skot í markinu þaf af tvö víti.

Argentínumenn náðu að koma á óvart og gera jafntefli við Ungverja í D-riðli.

Ungverjar höfðu verið með þriggja marka forystu eftir fyrri hálfleikinn en Argentínumenn náðu að koma til baka og tryggja sér 25-25 jafntefli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.