Umfjöllun um stórsigur á Barein: Fullkomin gönguferð í garðinum Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 14. janúar 2019 17:15 Elvar Örn Jónsson átti auðvelt með að skora eins og fleiri Íslendingar í dag. vísir/Getty Íslenska landsliðið í handbolta nældi í sín fyrstu stig á HM 2019 í handbolta í dag þegar að liðið rúllaði yfir Persaflóaríkið Barein í Ólympíuhöllinni með 18 mörkum, 36-18. Vitað var að Ísland myndi hafa sigur í leiknum en hann var á endanum gríðarlega sannfærandi og strákunum til mikils hróss hvernig þeir keyrðu á fullum hraða allan seinni hálfleikinn og gjörsamlega völtuðu yfir ráðþrota Bareinmenn. Sigurhrinan er vonandi hafin því íslenska liðið þarf að vinna næstu tvo leiki til að komast í milliriðilinn en allt minna en það væru mikil vonbrigði fyrir Guðmund og strákana. Nú tekur við eins dags pása áður en spilað verður við Japan og Makedóníu á miðvikudag og fimmtudag.Björgvin Páll var frábær í dag.vísir/tomBolti í andlit og Björgvin vaknaði Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í dag og varði fimmtán skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu samkvæmt HB Statz þar sem að hann fékk tíu í markmannseinkunn. Hann varði fjögur af átta vítaköstum sem að hann fékk á sig og var heldur betur í stuði. Snemma leiks skaut leikmaður Barein í andlitið á Björgvini úr vítakasti sem virtist vekja síðhærða markvörðinn. Björgvin breyttist í leiðinlegustu útgáfuna af sér, það er að segja leiðinlegustu fyrir mótherjana. Allir Íslendingar elska þegar að Björgvin er með stæla, rífandi smá kjaft, fá mótherjana upp á tærnar og taka eitt eða tvö dansspor. Varnarleikur íslenska liðsins var góður og hjálpaði Björgvini mikið í markinu en hann var líka að taka sín dauðafæri og er þetta líklega besti leikur sem íslenski landsliðsmarkvörðurinn hefur spilað í langan tíma. Hann brosti út að eyrum allan tímann og fékk heiðursskiptingu þegar að korter var eftir. Björgvin er þó eldri en tvævetur í bransanum og veit að þessi frammistaða skilaði bara tveimur stigum í dag. Nú er að vona að hann geti kafað í reynslubankann og tekið þetta stíganda með sér inn í næstu verkefni.Sigvaldi Guðjónsson stimplaði sig inn.vísir/GettyAllt á fullu Það getur verið erfitt að spila á móti leikmönnum eins og Barein hefur yfir að ráða því stundum virðast þeir ekki sjálfir vita hvað þeir ætla að gera. Okkar menn voru 16-10 yfir í hálfleik en stilltu svo strengina í varnarleiknum í hálfleiknum og byrjuðu þann síðari á 8-2 kafla og gerðu út um leikinn. Á þeim tímapunkti hefði verið auðvelt að hætta og missa leikinn í eitthvað kæruleysi en svo varð ekki. Guðmundur rúllaði vel á liðinu og það góða við að vera með svona ungt lið er að menn eru hungraðir og allir sem komu inn vildu sýna sig í vörn og sókn. Sigvaldi Guðjónsson nýtti öll þrjú færin sín, Gígli Þorgeir var áræðinn eins og í síðasta leik, Teitur Örn Einarsson reif þrisvar sinnum gat á netið með sunnlenskum þrumum og Elvar Örn nýtti sömuleiðis öll sín færi. Það var reyndar ekkert sérstaklega erfitt gegn keilunum í marki Barein sem vörðu samtals heil tvö skot. Á meðan mikið er rætt um þessa nýju stráka má samt ekki gleyma að minnast á enn einn FH-inginn sem er að gera vel á þessu móti en reynsluboltinn Ólafur Guðmundsson hefur nánast spilað fullkomlega í vörn og sókn hverja einustu mínútu sem hann hefur verið inn á. Ólafur lætur ekki mikið fyrir sér fara heldur skilar bara fagmannlegu hlutverki þegar hann kemur inn á.Ólafur Guðmundsson er búinn að vera frábær.vísir/GettyFullkomið fyrir framhaldið Guðmundur Guðmundsson hefði ekki getað beðið um betri leik frá sínum strákum því það gekk gjörsamlega allt upp. Leikurinn vannst stórt, strákarnir komnir á blað og vonandi með smá sjálfstraust, Björgvin varði í markinu og þá náði hann að rúlla vel á liðinu. Strákarnir komust heilir í gegnum þennan leik sem var á endanum gönguferð í garðinum gegn arfaslöku og dauðþreyttu liði Barein en auðvitað spilar enginn betur heldur en andstæðingurinn leyfir. Og Barein var ekki leyft að gera nokkurn skapaðna hlut í dag. Orðið EN verður alltaf notað eftir svona sigur. Góður sigur, EN, þetta var bara Barein. Það má enginn ofmetnast þó frammistaðan hafi verið eins góð og hún mögulega gat verið. Þetta var skref í átt að fyrsta markmiðinu sem er að komast til Kölnar í milliriðilinn en gönguferðirnar verða erfiðari en þetta á þeirri leið. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Teitur: Ég vildi sýna mig Teitur Örn Einarsson minnti á sig í leiknum gegn Barein með rosalegum neglum sem markverðir Barein gátu ekki annað en dáðst af. 14. janúar 2019 16:38 Björgvin Páll: Æðislegt að fá boltann í hausinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn maður leiksins gegn Barein á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:40 Sigvaldi: Draumur fyrir mig Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamður, átti fína innkomu í stórsigrinum á Barein. Sigvaldi skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í átján marka sigrinum í Þýskalandi í dag. 14. janúar 2019 16:46 Sérfræðingurinn: Gríðarlega auðvelt en klárað með sóma Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var ánægður með frammistöðu ungu leikmanna Íslands í auðveldum átján marka sigri á Barein í dag á HM 2019 í handbolta. 14. janúar 2019 16:44 Guðmundur: Tveir erfiðir leikir framundan Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. 14. janúar 2019 16:37 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta nældi í sín fyrstu stig á HM 2019 í handbolta í dag þegar að liðið rúllaði yfir Persaflóaríkið Barein í Ólympíuhöllinni með 18 mörkum, 36-18. Vitað var að Ísland myndi hafa sigur í leiknum en hann var á endanum gríðarlega sannfærandi og strákunum til mikils hróss hvernig þeir keyrðu á fullum hraða allan seinni hálfleikinn og gjörsamlega völtuðu yfir ráðþrota Bareinmenn. Sigurhrinan er vonandi hafin því íslenska liðið þarf að vinna næstu tvo leiki til að komast í milliriðilinn en allt minna en það væru mikil vonbrigði fyrir Guðmund og strákana. Nú tekur við eins dags pása áður en spilað verður við Japan og Makedóníu á miðvikudag og fimmtudag.Björgvin Páll var frábær í dag.vísir/tomBolti í andlit og Björgvin vaknaði Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í dag og varði fimmtán skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu samkvæmt HB Statz þar sem að hann fékk tíu í markmannseinkunn. Hann varði fjögur af átta vítaköstum sem að hann fékk á sig og var heldur betur í stuði. Snemma leiks skaut leikmaður Barein í andlitið á Björgvini úr vítakasti sem virtist vekja síðhærða markvörðinn. Björgvin breyttist í leiðinlegustu útgáfuna af sér, það er að segja leiðinlegustu fyrir mótherjana. Allir Íslendingar elska þegar að Björgvin er með stæla, rífandi smá kjaft, fá mótherjana upp á tærnar og taka eitt eða tvö dansspor. Varnarleikur íslenska liðsins var góður og hjálpaði Björgvini mikið í markinu en hann var líka að taka sín dauðafæri og er þetta líklega besti leikur sem íslenski landsliðsmarkvörðurinn hefur spilað í langan tíma. Hann brosti út að eyrum allan tímann og fékk heiðursskiptingu þegar að korter var eftir. Björgvin er þó eldri en tvævetur í bransanum og veit að þessi frammistaða skilaði bara tveimur stigum í dag. Nú er að vona að hann geti kafað í reynslubankann og tekið þetta stíganda með sér inn í næstu verkefni.Sigvaldi Guðjónsson stimplaði sig inn.vísir/GettyAllt á fullu Það getur verið erfitt að spila á móti leikmönnum eins og Barein hefur yfir að ráða því stundum virðast þeir ekki sjálfir vita hvað þeir ætla að gera. Okkar menn voru 16-10 yfir í hálfleik en stilltu svo strengina í varnarleiknum í hálfleiknum og byrjuðu þann síðari á 8-2 kafla og gerðu út um leikinn. Á þeim tímapunkti hefði verið auðvelt að hætta og missa leikinn í eitthvað kæruleysi en svo varð ekki. Guðmundur rúllaði vel á liðinu og það góða við að vera með svona ungt lið er að menn eru hungraðir og allir sem komu inn vildu sýna sig í vörn og sókn. Sigvaldi Guðjónsson nýtti öll þrjú færin sín, Gígli Þorgeir var áræðinn eins og í síðasta leik, Teitur Örn Einarsson reif þrisvar sinnum gat á netið með sunnlenskum þrumum og Elvar Örn nýtti sömuleiðis öll sín færi. Það var reyndar ekkert sérstaklega erfitt gegn keilunum í marki Barein sem vörðu samtals heil tvö skot. Á meðan mikið er rætt um þessa nýju stráka má samt ekki gleyma að minnast á enn einn FH-inginn sem er að gera vel á þessu móti en reynsluboltinn Ólafur Guðmundsson hefur nánast spilað fullkomlega í vörn og sókn hverja einustu mínútu sem hann hefur verið inn á. Ólafur lætur ekki mikið fyrir sér fara heldur skilar bara fagmannlegu hlutverki þegar hann kemur inn á.Ólafur Guðmundsson er búinn að vera frábær.vísir/GettyFullkomið fyrir framhaldið Guðmundur Guðmundsson hefði ekki getað beðið um betri leik frá sínum strákum því það gekk gjörsamlega allt upp. Leikurinn vannst stórt, strákarnir komnir á blað og vonandi með smá sjálfstraust, Björgvin varði í markinu og þá náði hann að rúlla vel á liðinu. Strákarnir komust heilir í gegnum þennan leik sem var á endanum gönguferð í garðinum gegn arfaslöku og dauðþreyttu liði Barein en auðvitað spilar enginn betur heldur en andstæðingurinn leyfir. Og Barein var ekki leyft að gera nokkurn skapaðna hlut í dag. Orðið EN verður alltaf notað eftir svona sigur. Góður sigur, EN, þetta var bara Barein. Það má enginn ofmetnast þó frammistaðan hafi verið eins góð og hún mögulega gat verið. Þetta var skref í átt að fyrsta markmiðinu sem er að komast til Kölnar í milliriðilinn en gönguferðirnar verða erfiðari en þetta á þeirri leið.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Teitur: Ég vildi sýna mig Teitur Örn Einarsson minnti á sig í leiknum gegn Barein með rosalegum neglum sem markverðir Barein gátu ekki annað en dáðst af. 14. janúar 2019 16:38 Björgvin Páll: Æðislegt að fá boltann í hausinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn maður leiksins gegn Barein á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:40 Sigvaldi: Draumur fyrir mig Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamður, átti fína innkomu í stórsigrinum á Barein. Sigvaldi skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í átján marka sigrinum í Þýskalandi í dag. 14. janúar 2019 16:46 Sérfræðingurinn: Gríðarlega auðvelt en klárað með sóma Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var ánægður með frammistöðu ungu leikmanna Íslands í auðveldum átján marka sigri á Barein í dag á HM 2019 í handbolta. 14. janúar 2019 16:44 Guðmundur: Tveir erfiðir leikir framundan Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. 14. janúar 2019 16:37 Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fleiri fréttir „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Sjá meira
Teitur: Ég vildi sýna mig Teitur Örn Einarsson minnti á sig í leiknum gegn Barein með rosalegum neglum sem markverðir Barein gátu ekki annað en dáðst af. 14. janúar 2019 16:38
Björgvin Páll: Æðislegt að fá boltann í hausinn Björgvin Páll Gústavsson var valinn maður leiksins gegn Barein á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:40
Sigvaldi: Draumur fyrir mig Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamður, átti fína innkomu í stórsigrinum á Barein. Sigvaldi skoraði þrjú mörk úr þremur skotum í átján marka sigrinum í Þýskalandi í dag. 14. janúar 2019 16:46
Sérfræðingurinn: Gríðarlega auðvelt en klárað með sóma Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, var ánægður með frammistöðu ungu leikmanna Íslands í auðveldum átján marka sigri á Barein í dag á HM 2019 í handbolta. 14. janúar 2019 16:44
Guðmundur: Tveir erfiðir leikir framundan Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. 14. janúar 2019 16:37
Einkunnir strákanna okkar á móti Barein: Björgvin Páll og Arnór bestir Vísir fer yfir frammistöðu strákanna okkar í sannfærandi átján marka sigri á Bareinum á HM í handbolta. 14. janúar 2019 17:00