Guðmundur: Tveir erfiðir leikir framundan Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2019 16:37 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með leikinn, sér í lagi í síðari hálfleik, svaraði Guðmundur: „Ég er líka ánægður með fyrri hálfleikinn. Sóknarnýtingin í fyrri hálfleik var einstaklega góð,“ sagði hann í samtali við Tómas Þór Þórðarson. „Ég held að við höfum misnotað sóknir en sóknirnar í heild voru ekki margar því þeir héngu mjög lengi á boltanum. Það var erfitt að halda einbeitingu.“ „Það var rétt smá kafli varnarlega sem við misstum þá af og til en svo bættum við bara í eftir því sem á leið og að halda út svona leik sýnir sterkann og mikinn karakter í liðinu.“ „Það er ekki einfalt að halda einbeitingu og svo rúlluðum við á liðinu. Við náðum að hvíla menn sem er mjög mikilvægt. Þetta gekk áfram og virkilega gaman að upplifa þetta.“ Guðmundur segir að það hafi verið mikilvægt að ná aðeins að rúlla á liðinu og þeir sem hafi fengið nasaþefinn í gær hafi komið enn sterkari inn í leikinn í dag. „Við byrjuðum að rótera liðinu í gær og það var mjög mikilvægt að fá nasaþefinn, taka úr skrekkinn. Síðan gerðum við það sama núna og við rúlluðum vel á þessu og ég er mjög ánægður með það.“ „Það veitir ekki af. Það eru erfiðir tveir leikir framundan en ég er ánægður með innkomu allra sem koma að þessu. Það eru allir sem skila sínu mjög vel. Það var líka fínt að fá á sig þessar sjö á móti sex sóknir þeirra.“ „Það er fínt að reyna sig við það og á stórum köflum leistum við það mjög vel. Við getum fengið það á okkur í öðrum leikjum,“ en Ólafur Gústafsson fór snemma af velli. Guðmundur bjóst ekki við alvarlegum meiðslum. „Nei, ég held ekki. Hann snéri sig aðeins og ef að hann hefði þurft að koma inn þá hefði hann komið inn en við ákváðum að hvíla hann. Daníel gerði þetta frábærlega vel.“ Ætlar hann að gera einhverjar breytingar á hópnum fyrir komandi leiki en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson situr upp í stúku sem sautjándi maður? „Nei, það stendur ekki til. Nú er bara aðeins að ná endurheimt á kröftum. Þetta er búið að vera gríðarlega erfiðir átján tímar eftir leikinn gegn Spáni. Það er ekki sjálfgefið að koma af þessum krafti í þennan leik.“ „Við erum búnir að sjá Barein spila og hjá mörgum öðrum liðum hefur þeim ekkert gengið sérstaklega vel með þá. Það þarf mikið til að ná þessu,“ sagði Guðmundur að lokum.Klippa: Guðmundur: Næstu tveir leikir verða erfiðir HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09 Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26 Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27 Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Barein. Hann var sér í lagi ánægður með ákefðina sem hélt út allan leikinn. Aðspurður hvort að hann hafi ekki verið ánægður með leikinn, sér í lagi í síðari hálfleik, svaraði Guðmundur: „Ég er líka ánægður með fyrri hálfleikinn. Sóknarnýtingin í fyrri hálfleik var einstaklega góð,“ sagði hann í samtali við Tómas Þór Þórðarson. „Ég held að við höfum misnotað sóknir en sóknirnar í heild voru ekki margar því þeir héngu mjög lengi á boltanum. Það var erfitt að halda einbeitingu.“ „Það var rétt smá kafli varnarlega sem við misstum þá af og til en svo bættum við bara í eftir því sem á leið og að halda út svona leik sýnir sterkann og mikinn karakter í liðinu.“ „Það er ekki einfalt að halda einbeitingu og svo rúlluðum við á liðinu. Við náðum að hvíla menn sem er mjög mikilvægt. Þetta gekk áfram og virkilega gaman að upplifa þetta.“ Guðmundur segir að það hafi verið mikilvægt að ná aðeins að rúlla á liðinu og þeir sem hafi fengið nasaþefinn í gær hafi komið enn sterkari inn í leikinn í dag. „Við byrjuðum að rótera liðinu í gær og það var mjög mikilvægt að fá nasaþefinn, taka úr skrekkinn. Síðan gerðum við það sama núna og við rúlluðum vel á þessu og ég er mjög ánægður með það.“ „Það veitir ekki af. Það eru erfiðir tveir leikir framundan en ég er ánægður með innkomu allra sem koma að þessu. Það eru allir sem skila sínu mjög vel. Það var líka fínt að fá á sig þessar sjö á móti sex sóknir þeirra.“ „Það er fínt að reyna sig við það og á stórum köflum leistum við það mjög vel. Við getum fengið það á okkur í öðrum leikjum,“ en Ólafur Gústafsson fór snemma af velli. Guðmundur bjóst ekki við alvarlegum meiðslum. „Nei, ég held ekki. Hann snéri sig aðeins og ef að hann hefði þurft að koma inn þá hefði hann komið inn en við ákváðum að hvíla hann. Daníel gerði þetta frábærlega vel.“ Ætlar hann að gera einhverjar breytingar á hópnum fyrir komandi leiki en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson situr upp í stúku sem sautjándi maður? „Nei, það stendur ekki til. Nú er bara aðeins að ná endurheimt á kröftum. Þetta er búið að vera gríðarlega erfiðir átján tímar eftir leikinn gegn Spáni. Það er ekki sjálfgefið að koma af þessum krafti í þennan leik.“ „Við erum búnir að sjá Barein spila og hjá mörgum öðrum liðum hefur þeim ekkert gengið sérstaklega vel með þá. Það þarf mikið til að ná þessu,“ sagði Guðmundur að lokum.Klippa: Guðmundur: Næstu tveir leikir verða erfiðir
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09 Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26 Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27 Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Stemningin létt hjá fólki á Twitter yfir leiknum Strákarnir okkar léku sér að Barein á HM í handbolta í dag og eru þar með búnir að vinna sinn fyrsta leik á mótinu. 14. janúar 2019 16:09
Topparnir í tölfræðinni á móti Barein: Björgvin Páll varði fjögur víti Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi og Danmörku 2019 og það var stórsigur. Íslenska liðið skoraði tvöfalt fleiri mörk en Bareinar og vann 18 marka sigur, 36-18. 14. janúar 2019 16:26
Ólafur: Þetta var einn „god morgen“ og áfram gakk Ólafur Guðmundsson átti fínan leik annan leikinn í röð er Ísland vann öruggan sigur á Barein í þriðja leik liðsins á HM í handbolta. 14. janúar 2019 16:27
Aron: Komu nánast slefandi út af Aron Kristjánsson segir að hans menn í Barein hafi orðið virkilega þreyttir í átján marka tapi gegn Íslandi á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2019 16:26