Allt rafrænt yfir milljón? Björn Berg Gunnarsson skrifar 16. janúar 2019 11:22 Hvernig væru viðbrögðin hérlendis ef fjármálaráðherra tilkynnti landsmönnum að nú yrði bannað að eiga viðskipti með reiðufé umfram milljón krónur? Hætt er við að umræðan myndi einkennast af upphrópunum ef eitthvað er að marka reynsluna. Þegar rætt var á sínum tíma um að 5.000 og 10.000 kr. seðlar yrðu teknir úr umferð fór allt í háa loft. Ekkert rúm var fyrir málefnalega umræðu og lítill áhugi. Það kemur þó að því að við komumst ekki hjá því að ræða um framtíð reiðufjár af fullri alvöru. Þegar fjárlög Ástralíu voru kynnt síðla síðasta árs ræddi fjármálaráðherrann Scott Morrison um mikilvægi þess að ráðast gegn svarta hagkerfinu og fjármögnun glæpastarfsemi. Að því tilefni verði allar peningagreiðslur í reiðufé umfram 10.000 Ástralíudali, eða 869.000 kr., bannaðar frá og með 1. júlí. Þessu verði fylgt eftir af nýjum starfshópi, sem hafi um 26 milljarða króna til umráða í eftirliti sínu næstu fjögur árin. Með þessu er reiknað með að skatttekjur ríkisins á tímabilinu aukist um tífalda þá upphæð. Ef við heimfærum þessa tölu á okkur Íslendinga, með tilliti til skatttekna ríkjanna, jafngildir aukningin um 4,6 milljörðum króna á fjögurra ára tímabili. Í rökstuðningi sínum sagði Morrison þetta vera slæm tíðindi fyrir glæpamenn og þá sem reyna að svíkja undan skatti eða greiða lægra verð fyrir vörur og þjónustu með því að aðstoða aðra við að svindla. Hann bætti við að aðgerðin væri liður í þeirri viðleitni að gera Ástralíu að reiðufjárlausu hagkerfi. Fleiri lönd stefna hraðbyr í þá áttina, hvort sem er vegna opinberrar stefnu eða aukinnar notkunar almennings á öðrum greiðslumiðlum. Sá kostur rafrænna viðskipta að hægt sé að fylgjast með skattsvikum er einnig einn helsti gallinn. Með takmörkun reiðufjárviðskipta skiljum við eftir okkur rafrænt fótspor í öllum okkar viðskiptum. Þó hið opinbera kunni að fullyrða að slíkar upplýsingar séu öruggar er ekki víst að allir treysti því. Því er nauðsynlegt að hefja hér málefnalega og yfirvegaða umræðu um notkun reiðufjár og hvert sé best fyrir okkur að stefna í þeim málum.Björn Berg Gunnarsson er fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig væru viðbrögðin hérlendis ef fjármálaráðherra tilkynnti landsmönnum að nú yrði bannað að eiga viðskipti með reiðufé umfram milljón krónur? Hætt er við að umræðan myndi einkennast af upphrópunum ef eitthvað er að marka reynsluna. Þegar rætt var á sínum tíma um að 5.000 og 10.000 kr. seðlar yrðu teknir úr umferð fór allt í háa loft. Ekkert rúm var fyrir málefnalega umræðu og lítill áhugi. Það kemur þó að því að við komumst ekki hjá því að ræða um framtíð reiðufjár af fullri alvöru. Þegar fjárlög Ástralíu voru kynnt síðla síðasta árs ræddi fjármálaráðherrann Scott Morrison um mikilvægi þess að ráðast gegn svarta hagkerfinu og fjármögnun glæpastarfsemi. Að því tilefni verði allar peningagreiðslur í reiðufé umfram 10.000 Ástralíudali, eða 869.000 kr., bannaðar frá og með 1. júlí. Þessu verði fylgt eftir af nýjum starfshópi, sem hafi um 26 milljarða króna til umráða í eftirliti sínu næstu fjögur árin. Með þessu er reiknað með að skatttekjur ríkisins á tímabilinu aukist um tífalda þá upphæð. Ef við heimfærum þessa tölu á okkur Íslendinga, með tilliti til skatttekna ríkjanna, jafngildir aukningin um 4,6 milljörðum króna á fjögurra ára tímabili. Í rökstuðningi sínum sagði Morrison þetta vera slæm tíðindi fyrir glæpamenn og þá sem reyna að svíkja undan skatti eða greiða lægra verð fyrir vörur og þjónustu með því að aðstoða aðra við að svindla. Hann bætti við að aðgerðin væri liður í þeirri viðleitni að gera Ástralíu að reiðufjárlausu hagkerfi. Fleiri lönd stefna hraðbyr í þá áttina, hvort sem er vegna opinberrar stefnu eða aukinnar notkunar almennings á öðrum greiðslumiðlum. Sá kostur rafrænna viðskipta að hægt sé að fylgjast með skattsvikum er einnig einn helsti gallinn. Með takmörkun reiðufjárviðskipta skiljum við eftir okkur rafrænt fótspor í öllum okkar viðskiptum. Þó hið opinbera kunni að fullyrða að slíkar upplýsingar séu öruggar er ekki víst að allir treysti því. Því er nauðsynlegt að hefja hér málefnalega og yfirvegaða umræðu um notkun reiðufjár og hvert sé best fyrir okkur að stefna í þeim málum.Björn Berg Gunnarsson er fræðslustjóri Íslandsbanka.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun