Lýst eftir leiðtoga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. janúar 2019 07:45 Vandræðagangur bresku ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðnings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bærilegri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljóslega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugglega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnútinn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli staðreynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vandræðagangur bresku ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðnings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bærilegri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljóslega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugglega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnútinn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli staðreynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun