Lýst eftir leiðtoga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 19. janúar 2019 07:45 Vandræðagangur bresku ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðnings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bærilegri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljóslega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugglega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnútinn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli staðreynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Vandræðagangur bresku ríkisstjórnarinnar í Brexit-málinu virðist engan enda ætla að taka. Þingið felldi í vikunni Brexit-samkomulag May forsætisráðherra, en um var að ræða stærsta ósigur sitjandi ríkisstjórnar frá árinu 1924. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, boðaði í kjölfarið vantrauststillögu sem einnig var felld. Staðan er því í meira lagi óljós. Þrátt fyrir þungan skell May í Brexit-kosningunni nýtur hún stuðnings meirihluta þingsins. Hvert skal haldið þá? Einungis örfáar vikur eru þar til frestur Breta til útgöngu rennur út nú í lok mars. Sennilegast hlýtur þó að vera að Evrópusambandið framlengi frestinn og gefi þannig Bretum færi á að ná bærilegri lendingu. Að minnsta kosti virðist ríflegur meirihluti fyrir því í breska þinginu, og meðal ráðamanna í Evrópu, að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Vandi Breta krystallast í þeirri staðreynd að þrátt fyrir útreið samningsins í þinginu varði þingheimur May vantrausti. Er nema von að slík óvissa ríki þegar sjálft þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Enginn leiðtogi sem leitt gæti þjóðina út úr þessum ógöngum virðist í sjónmáli í Bretlandi. Þeir sem fóru fremstir í baráttunni fyrir útgöngu eru rúnir trausti, og ekki að sjá að neinn sé þar augljóslega fremstur meðal jafningja. Michael Gove virðist orðinn dyggur stuðningsmaður May, og Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra, auk þess að hafa komið sér í margvíslegt klandur með orðum sínum og gjörðum. Jacob Rees-Mogg líkist frekar karakter úr bók eftir Charles Dickens en leiðtoga stjórnmálaflokks á 21. öldinni. Þá komum við að Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem er sósíalistaforingi af gamla skólanum. Honum hefur ekki tekist að nýta sér vandræðagang May sem skyldi og heyktist vikum saman við að bera fram vantrauststillögu. Loksins þegar hún kom fram var hún felld örugglega. Nú gera kunnugir því skóna að síðasta hálmstrá Corbyns til að snúa stöðunni sér í hag sé að breyta um kúrs og leggja beinlínis til að ný þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgöngu Breta. Líklegt er að Corbyn þyrfti að halda fyrir vit sér ef svo færi enda er hann enginn stuðningsmaður Evrópusambandsins. Ljóst er þó að eitthvað þarf til að höggva á hnútinn. Kannanir sýna að andstaða eykst í Bretlandi við útgöngu, en þær benda nú til að 16% fleiri vilji vera áfram í Evrópusambandinu. Því skal líka haldið til haga að nú, rúmum tveimur árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, liggur betur fyrir hvað felst í útgöngu. Kjósendur fengju því tækifæri til að gera upp hug sinn á grundvelli staðreynda, en ekki stóryrða eins og sumarið 2016. Lýst er eftir leiðtoga.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar