Handbolti

Logi: Besta leiðin til að vinna Þjóðverja er að horfa í augu þeirra og segja þeim það

Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar
Ekkert hik.
Ekkert hik. vísir/getty
Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, segir að besta leiðin til að vinna Þjóðverja sé að segja þeim að maður ætli að vinna þá.

Strákarnir okkar hefja einmitt leik á móti Þýskalandi í Lanxess-höllinni í Köln í kvöld klukkan 19.30 þar sem sigur er nauðsynlegur fyrir íslenska liðið ef það ætlar sér að berjast um sjöunda sætið á mótinu.

Logi spilaði lengi með Lemgo í Þýskalandi þegar að Lemgo var stútfullt af þýskum landsliðsmönnum þannig að hann þekkir menninguna og karakterana í kringum þýska liðið betur en flestir.

„Besta leiðin til að sigra Þjóðverja er að segja þeim það. Fara í viðtal og segja að við vinnum. Horfa í augun á þeim kolgeggjaðir. Ég spilaði með bestu handboltamönnum Þjóðverja líklega allra tíma. Treystið mér,“ segir Logi Geirsson á Twitter-síðu sinni.

Íslenska liðið hefur leik í fimmta sæti milliriðils eitt á HM 2019, án stiga, en þarf að enda í fjórða sæti til að leika um sjöunda sætið sem gefur þátttökurétt í Ólympíuumspilinu að ári liðnu.


Tengdar fréttir

Dansa við þá stóru á stærsta sviðinu

Líkt og á EM 2002 og HM 2011 mætir Ísland Þýskalandi og Frakklandi í milliriðli á HM 2019. Aðeins tæpur sólarhringur er á milli leikjanna gegn þessum risaliðum. Ungt íslenskt lið hefur eflst við hverja raun á HM undir styrkri stjórn Guðmundar Guðmundssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×