Rafdraumar Þórarinn Þórarinsson. skrifar 4. janúar 2019 06:45 Líf hvers og eins er línulaga saga sem hefst við fæðingu og lýkur með dauðanum. Með alls konar útúrdúrum, endurlitum, áföllum, óvæntum gleðistundum, eftirsjá, bakþönkum og þessu óþolandi „ef ég hefði bara …“. Í ljósi þessarar sögulegu samfellu er mér meinilla við mót vikna, mánaða og ekki síst ára enda ganga þau fyrst og fremst út á að halda utan um alls konar leiðindi; telja saman daga og reikna á okkur vexti og dráttarvexti. Sonur minn flutti til Danmerkur 2010 þannig að ég er búinn að sakna hans, með stuttum og stopulum hléum, í átta ár. Vel rúmlega 2.500 daga. Helvíti bratt. Móðir hans var besti vinur minn löngu áður en hún varð kærastan mín, síðar eiginkona, að lokum fyrrverandi eiginkona og strax að loknum grunnskóla tók hún upp á þeirri skelfingu að gerast skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár. Það var langt og erfitt ár enda var þetta í fyrndinni þegar flöskuskeyti, sendibréf og fokdýr millilandasímtöl voru einu leiðirnar til þess að eiga samskipti milli landa. Strákurinn minn reyndi að hughreysta mig á köldum janúarmorgni fyrir átta árum þegar hann kvaddi með þeim orðum að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur: „We’ll always be together in electric dreams,“ með vísan í titillag 80s-myndar um þunglynda tölvu. Þó að þú sért órafjarri/ég sé þig sérhvern dag/ég þarf ekki að reyna/ég loka augunum/Við verðum alltaf saman/þó löng sé þessi leið/Við verðum alltaf saman/ saman í rafdraumum. (Þýðing: Gísli Ásgeirsson.) Enn er þetta huggun harmi gegn og ósköp má maður vera þakklátur fyrir Skype, Facetime, tölvupósta og Facebook-spjallið og allt þetta tölvudót þegar kemur að kveðjustund eftir gott jólafrí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Líf hvers og eins er línulaga saga sem hefst við fæðingu og lýkur með dauðanum. Með alls konar útúrdúrum, endurlitum, áföllum, óvæntum gleðistundum, eftirsjá, bakþönkum og þessu óþolandi „ef ég hefði bara …“. Í ljósi þessarar sögulegu samfellu er mér meinilla við mót vikna, mánaða og ekki síst ára enda ganga þau fyrst og fremst út á að halda utan um alls konar leiðindi; telja saman daga og reikna á okkur vexti og dráttarvexti. Sonur minn flutti til Danmerkur 2010 þannig að ég er búinn að sakna hans, með stuttum og stopulum hléum, í átta ár. Vel rúmlega 2.500 daga. Helvíti bratt. Móðir hans var besti vinur minn löngu áður en hún varð kærastan mín, síðar eiginkona, að lokum fyrrverandi eiginkona og strax að loknum grunnskóla tók hún upp á þeirri skelfingu að gerast skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár. Það var langt og erfitt ár enda var þetta í fyrndinni þegar flöskuskeyti, sendibréf og fokdýr millilandasímtöl voru einu leiðirnar til þess að eiga samskipti milli landa. Strákurinn minn reyndi að hughreysta mig á köldum janúarmorgni fyrir átta árum þegar hann kvaddi með þeim orðum að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur: „We’ll always be together in electric dreams,“ með vísan í titillag 80s-myndar um þunglynda tölvu. Þó að þú sért órafjarri/ég sé þig sérhvern dag/ég þarf ekki að reyna/ég loka augunum/Við verðum alltaf saman/þó löng sé þessi leið/Við verðum alltaf saman/ saman í rafdraumum. (Þýðing: Gísli Ásgeirsson.) Enn er þetta huggun harmi gegn og ósköp má maður vera þakklátur fyrir Skype, Facetime, tölvupósta og Facebook-spjallið og allt þetta tölvudót þegar kemur að kveðjustund eftir gott jólafrí.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar