Guðmundur fer með 17 á HM: Guðjón Valur ekki með og Haukur verður sautjándi maður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 15:15 Guðjón Valur Sigurðsson. Getty/ Simon Hofmann Guðjón Valur Sigurðsson missir af fyrsta stórmótinu í tvo áratugi og þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson eru allir HM-hópi íslenska handboltalandsliðsins sem var valinn í dag. Haukur Þrastarson fer út sem sautjándi maður. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi í dag HM-hópinn sinn en íslenska liðið spilar á föstudaginn sinn fyrsta leik á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku. . Guðmudur byrjaði blaðamannafundinn á því að tilkynna það að hann hafi þurft að gera tvær breytingar á lokahópnum rétt fyrir fundinn. Aron Rafn Eðvarðsson og Guðjón Valur Sigurðsson duttu báðir út á síðustu stundu. Liðin mega vera með sextán leikmenn í hóp en Guðmundur ákvað að velja einn varamann og fer því með sautján leikmenn út til Þýskalands. Haukur Þrastarason fer út sem sautjándi maður. Guðmundur var búinn að gera ýmsar breytingar á tuttugu manna hópnum sem hann valdi á milli jóla og nýárs en alls hafði hann úr 28 manna lista að velja. Íslenska landsliðið spilaði fimm leiki í lokaundirbúningi sínum fyrir HM, tvo heimaleiki á móti Barein og svo þrjá leiki á æfingamóti í Noregi þar sem íslenska landsliðið náði öðru sætinu. Sex leikmenn sem spiluðu á æfingamótinu í Noregi um síðustu helgi komust ekki í HM-hópinn en það eru þeir Aron Rafn Eðvarðsson, Guðjón Valur Sigurðsson (meiddur), Heimir Óli Heimisson, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Rúnar Kárason. Á mótinu í Noregi þá fór Guðjón Valur Sigurðsson útaf meiddur á hné og í dag kom í ljós að hann er ekki leikfær. Hann hefur verið með á öllum stórmótum frá og með EM 2000 í Króatíu. Guðmundur var líka með þrjá markmenn á mótinu í Noregi en fer bara með tvo markmenn á HM. Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur og fer ekki með.Hópur íslenska landsliðsins á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Ágúst Elí BjörgvinssonVinstra horn: Bjarki Már Elísson Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Haukur Þrastarson (17. maður)Hægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Teitur Örn EinarssonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVarnarmenn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonÞessir leikmenn duttu út (Voru með á Noregsmótinu): Aron Rafn Eðvarðsson (meiddur) Guðjón Valur Sigurðsson (meiddur) Heimir Óli Heimisson Janus Daði Smárason Óðinn Þór Ríkharðsson Rúnar Kárason HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson missir af fyrsta stórmótinu í tvo áratugi og þeir Ágúst Elí Björgvinsson, Bjarki Már Elísson og Teitur Örn Einarsson eru allir HM-hópi íslenska handboltalandsliðsins sem var valinn í dag. Haukur Þrastarson fer út sem sautjándi maður. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi í dag HM-hópinn sinn en íslenska liðið spilar á föstudaginn sinn fyrsta leik á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku. . Guðmudur byrjaði blaðamannafundinn á því að tilkynna það að hann hafi þurft að gera tvær breytingar á lokahópnum rétt fyrir fundinn. Aron Rafn Eðvarðsson og Guðjón Valur Sigurðsson duttu báðir út á síðustu stundu. Liðin mega vera með sextán leikmenn í hóp en Guðmundur ákvað að velja einn varamann og fer því með sautján leikmenn út til Þýskalands. Haukur Þrastarason fer út sem sautjándi maður. Guðmundur var búinn að gera ýmsar breytingar á tuttugu manna hópnum sem hann valdi á milli jóla og nýárs en alls hafði hann úr 28 manna lista að velja. Íslenska landsliðið spilaði fimm leiki í lokaundirbúningi sínum fyrir HM, tvo heimaleiki á móti Barein og svo þrjá leiki á æfingamóti í Noregi þar sem íslenska landsliðið náði öðru sætinu. Sex leikmenn sem spiluðu á æfingamótinu í Noregi um síðustu helgi komust ekki í HM-hópinn en það eru þeir Aron Rafn Eðvarðsson, Guðjón Valur Sigurðsson (meiddur), Heimir Óli Heimisson, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Rúnar Kárason. Á mótinu í Noregi þá fór Guðjón Valur Sigurðsson útaf meiddur á hné og í dag kom í ljós að hann er ekki leikfær. Hann hefur verið með á öllum stórmótum frá og með EM 2000 í Króatíu. Guðmundur var líka með þrjá markmenn á mótinu í Noregi en fer bara með tvo markmenn á HM. Aron Rafn Eðvarðsson er meiddur og fer ekki með.Hópur íslenska landsliðsins á HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku:Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson Ágúst Elí BjörgvinssonVinstra horn: Bjarki Már Elísson Stefán Rafn SigurmannssonVinstri skytta: Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonMiðjumenn: Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Haukur Þrastarson (17. maður)Hægri skytta: Ómar Ingi Magnússon Teitur Örn EinarssonHægra horn: Arnór Þór Gunnarsson Sigvaldi GuðjónssonLína: Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn GíslasonVarnarmenn: Daníel Þór Ingason Ólafur GústafssonÞessir leikmenn duttu út (Voru með á Noregsmótinu): Aron Rafn Eðvarðsson (meiddur) Guðjón Valur Sigurðsson (meiddur) Heimir Óli Heimisson Janus Daði Smárason Óðinn Þór Ríkharðsson Rúnar Kárason
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Fótbolti Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Sjá meira