Kirkjujarðasamkomulagið - Óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar Siggeir F. Ævarsson skrifar 21. október 2019 10:00 Sem trúlaus skattgreiðandi til íslenska ríkisins vil ég koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera við ríkiskirkjuna nýjan samning þar sem forréttindastaða hennar fram yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög er tryggð til næstu 15 ára. Meðan eitt trúfélag nýtur bæði verndar í stjórnarskrá og umtalsvert betri kjara en önnur sambærileg félög, er í raun ekki hægt að fullyrða að í landinu ríki eiginlegt trúfrelsi. Ríkiskirkjan fær á næsta ári rúmlega þremur milljörðum meira í sinn rekstur en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Leggjast þessir þrír milljarðar ofan á sóknargjöldin sem kirkjan fær í sinn hlut, og setur kirkjuna eðli málsins samkvæmt í fjárhagslega yfirburða stöðu gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum. Það skýtur óneitanlega skökku við að íslenska ríkið greiði þessar háu upphæðir til þess að standa undir launagreiðslum presta, sem innheimta engu að síður sérstakar greiðslur fyrir svokölluð „aukaverk“, — svo sem skírnir, fermingarfræðslu, útfarir og hjónavígslu, verk sem flestir myndu sennilega telja til hefðbundinna prestsstarfa. Prestar fá sem sé borgað aukalega fyrir að vinna vinnuna sína, og í ofanálag njóta sumir þeirra einnig hlunninda af jörðum sínum. Á sama tíma reiða önnur trú- og lífsskoðunarfélög nær eingöngu sig á svokölluð sóknargjöld, sem hafa rýrnað um 25% að verðgildi síðan 2003. Þessar háu fjárhæðir fær kirkjan í krafti einhverra óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Enginn virðist vita nákvæmlega hverjar forsendur þeirra voru í upphafi, eða hvort greiðslur þeirra vegna eru í samræmi við virði þeirra kirkjujarða sem lagðar voru til grundvallar samningunum á sínum tíma (og eru þá ótaldar efasemdir um eignarrétt hinnar evangelisku lútersku kirkju til þessara jarða í ljósi sögunnar). Íslensk stjórnvöld hafa látið endurskoðun þessara samninga undir höfuð leggjast allt of lengi. Í ljósi ofangreindara atriða vil ég leggja til að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og hrindi eftirfarandi aðgerðum í framkvæmd sem allra fyrst: 1. Ákvæði um þjóðkirkju verði fjarlægt úr stjórnarskrá, enda má því breyta með lögum og þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. Opinberri skráningu á trúarskoðunum og lífsskoðunarviðhorfum Íslendinga verði hætt. 3. Innheimta sóknargjalda verði færð til félaganna sjálfra. Þingmenn fjögurra flokka á Alþingi hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Fagna ég þessu frumkvæði, en geri þó athugasemd við þann langa tíma sem aðskilnaðurinn á að taka, eða 15 ár. Ef vika er langur tími í pólitík, þá hljóta 15 ár að vera heil mannsævi. Skora ég því á alþingismenn að samþykkja þessa tillögu með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands hraði ferlinu sem mest, þannig að ljúka megi aðskilnaði ríkis- og kirkju til fulls sem allra fyrst, og tryggja með öllum mögulegum ráðum að hið ótrúlega kirkjujarðasamkomulag sigli inn í sólarlagið án tafar.Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags Siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sem trúlaus skattgreiðandi til íslenska ríkisins vil ég koma á framfæri alvarlegum athugasemdum við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera við ríkiskirkjuna nýjan samning þar sem forréttindastaða hennar fram yfir önnur trú- og lífsskoðunarfélög er tryggð til næstu 15 ára. Meðan eitt trúfélag nýtur bæði verndar í stjórnarskrá og umtalsvert betri kjara en önnur sambærileg félög, er í raun ekki hægt að fullyrða að í landinu ríki eiginlegt trúfrelsi. Ríkiskirkjan fær á næsta ári rúmlega þremur milljörðum meira í sinn rekstur en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Leggjast þessir þrír milljarðar ofan á sóknargjöldin sem kirkjan fær í sinn hlut, og setur kirkjuna eðli málsins samkvæmt í fjárhagslega yfirburða stöðu gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum. Það skýtur óneitanlega skökku við að íslenska ríkið greiði þessar háu upphæðir til þess að standa undir launagreiðslum presta, sem innheimta engu að síður sérstakar greiðslur fyrir svokölluð „aukaverk“, — svo sem skírnir, fermingarfræðslu, útfarir og hjónavígslu, verk sem flestir myndu sennilega telja til hefðbundinna prestsstarfa. Prestar fá sem sé borgað aukalega fyrir að vinna vinnuna sína, og í ofanálag njóta sumir þeirra einnig hlunninda af jörðum sínum. Á sama tíma reiða önnur trú- og lífsskoðunarfélög nær eingöngu sig á svokölluð sóknargjöld, sem hafa rýrnað um 25% að verðgildi síðan 2003. Þessar háu fjárhæðir fær kirkjan í krafti einhverra óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Enginn virðist vita nákvæmlega hverjar forsendur þeirra voru í upphafi, eða hvort greiðslur þeirra vegna eru í samræmi við virði þeirra kirkjujarða sem lagðar voru til grundvallar samningunum á sínum tíma (og eru þá ótaldar efasemdir um eignarrétt hinnar evangelisku lútersku kirkju til þessara jarða í ljósi sögunnar). Íslensk stjórnvöld hafa látið endurskoðun þessara samninga undir höfuð leggjast allt of lengi. Í ljósi ofangreindara atriða vil ég leggja til að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og hrindi eftirfarandi aðgerðum í framkvæmd sem allra fyrst: 1. Ákvæði um þjóðkirkju verði fjarlægt úr stjórnarskrá, enda má því breyta með lögum og þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. Opinberri skráningu á trúarskoðunum og lífsskoðunarviðhorfum Íslendinga verði hætt. 3. Innheimta sóknargjalda verði færð til félaganna sjálfra. Þingmenn fjögurra flokka á Alþingi hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Fagna ég þessu frumkvæði, en geri þó athugasemd við þann langa tíma sem aðskilnaðurinn á að taka, eða 15 ár. Ef vika er langur tími í pólitík, þá hljóta 15 ár að vera heil mannsævi. Skora ég því á alþingismenn að samþykkja þessa tillögu með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands hraði ferlinu sem mest, þannig að ljúka megi aðskilnaði ríkis- og kirkju til fulls sem allra fyrst, og tryggja með öllum mögulegum ráðum að hið ótrúlega kirkjujarðasamkomulag sigli inn í sólarlagið án tafar.Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags Siðrænna húmanista á Íslandi.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar