
Kirkjujarðasamkomulagið - Óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar
Meðan eitt trúfélag nýtur bæði verndar í stjórnarskrá og umtalsvert betri kjara en önnur sambærileg félög, er í raun ekki hægt að fullyrða að í landinu ríki eiginlegt trúfrelsi. Ríkiskirkjan fær á næsta ári rúmlega þremur milljörðum meira í sinn rekstur en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Leggjast þessir þrír milljarðar ofan á sóknargjöldin sem kirkjan fær í sinn hlut, og setur kirkjuna eðli málsins samkvæmt í fjárhagslega yfirburða stöðu gagnvart öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum.
Það skýtur óneitanlega skökku við að íslenska ríkið greiði þessar háu upphæðir til þess að standa undir launagreiðslum presta, sem innheimta engu að síður sérstakar greiðslur fyrir svokölluð „aukaverk“, — svo sem skírnir, fermingarfræðslu, útfarir og hjónavígslu, verk sem flestir myndu sennilega telja til hefðbundinna prestsstarfa. Prestar fá sem sé borgað aukalega fyrir að vinna vinnuna sína, og í ofanálag njóta sumir þeirra einnig hlunninda af jörðum sínum. Á sama tíma reiða önnur trú- og lífsskoðunarfélög nær eingöngu sig á svokölluð sóknargjöld, sem hafa rýrnað um 25% að verðgildi síðan 2003.
Þessar háu fjárhæðir fær kirkjan í krafti einhverra óhagstæðustu samninga Íslandssögunnar. Enginn virðist vita nákvæmlega hverjar forsendur þeirra voru í upphafi, eða hvort greiðslur þeirra vegna eru í samræmi við virði þeirra kirkjujarða sem lagðar voru til grundvallar samningunum á sínum tíma (og eru þá ótaldar efasemdir um eignarrétt hinnar evangelisku lútersku kirkju til þessara jarða í ljósi sögunnar). Íslensk stjórnvöld hafa látið endurskoðun þessara samninga undir höfuð leggjast allt of lengi.
Í ljósi ofangreindara atriða vil ég leggja til að ríkisstjórn Íslands taki af skarið og hrindi eftirfarandi aðgerðum í framkvæmd sem allra fyrst:
1. Ákvæði um þjóðkirkju verði fjarlægt úr stjórnarskrá, enda má því breyta með lögum og þjóðaratkvæðagreiðslu.
2. Opinberri skráningu á trúarskoðunum og lífsskoðunarviðhorfum Íslendinga verði hætt.
3. Innheimta sóknargjalda verði færð til félaganna sjálfra.
Þingmenn fjögurra flokka á Alþingi hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Fagna ég þessu frumkvæði, en geri þó athugasemd við þann langa tíma sem aðskilnaðurinn á að taka, eða 15 ár. Ef vika er langur tími í pólitík, þá hljóta 15 ár að vera heil mannsævi. Skora ég því á alþingismenn að samþykkja þessa tillögu með þeim hætti að ríkisstjórn Íslands hraði ferlinu sem mest, þannig að ljúka megi aðskilnaði ríkis- og kirkju til fulls sem allra fyrst, og tryggja með öllum mögulegum ráðum að hið ótrúlega kirkjujarðasamkomulag sigli inn í sólarlagið án tafar.
Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar, félags Siðrænna húmanista á Íslandi.
Skoðun

Úrræði fyrir þolendur á landsbyggðinni
Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – grundvöllur farsællar framtíðar
Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar

Gjörðir okkar hafa veruleg áhrif á tilfinningar okkar
Ingrid Kuhlman skrifar

Hvers vegna eru biðlistar í fangelsi?
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Frelsi leikskólanna
Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Tilraun um stefnubreytingu í leikskólamálum
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Sjúkraþyrlur
Atli Már Markússon skrifar

Passaðu púlsinn í desember
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Birgir Þórarinsson dragi ummæli sín til baka
Gunnar Waage skrifar

Til stjórnar Breiðabliks
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Að styðja ástvin með ADHD: Ráð fyrir fjölskyldur
Steindór Þórarinsson skrifar

Nektardansstaðirnir og mansal
Drífa Snædal skrifar

Mikilvægi öryggis, tengsla og tilfinninga - opið bréf til ráðherra
Valgerður H. Bjarnadóttir skrifar

Lilja Alfreðsdóttir úti á túni með seðlabankastjóra
Örn Karlsson skrifar

Húsagi – Húsreglur
Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni útsendingu
Urður Hákonardóttir skrifar

Kynbundið ofbeldi og þjóðarmorð
Katrín Harðardóttir skrifar

Evrópudagur sjúkraliða
Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar

Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum
Anna Lára Steindal skrifar

Ljósin eru að slökkna
Ágúst Ásgrímsson skrifar

Er haframjólk full af eiturefnum?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Rósa Líf Darradóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar

Lítum ekki undan
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Það verður að takmarka skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði
Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Samfélagsleg ábyrgð Arnarlax; skaðar handbolta jafnt og náttúruna
Friðleifur E. Guðmundsson skrifar

Kaffi eða jafnrétti?
Stella Samúelsdóttir skrifar

Aukin skilvirkni í samrunamálum
Sævar Þór Jónsson skrifar

Heildarlög um sjávarútveg
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Falleinkunn matvælaráðherra og MAST - hluti II - blóðmerar
Árni Stefán Árnason skrifar

Skammist ykkar, Intuens!
Eyjólfur Þorkelsson skrifar

Aldan í Þorlákshöfn
Óliver Hilmarsson skrifar