Einokunarsalar Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 09:00 Þegar kemur að kaupum og sölu fyrirtækja er að mörgu að huga og ýmis álitaefni blasa við á fjölbreyttum sérsviðum, mörg hver sem eðli málsins samkvæmt skipta gríðarlega miklu máli fyrir aðila beggja vegna borðsins. Þá er nauðsynlegt að hafa til taks bestu fáanlegu sérfræðinga til að gæta þess að rétt sé staðið að málum. Stjórnvöld vilja nú meina að það séu eingöngu fasteignasalar, þrátt fyrir að álitaefnin sem blasi við geti verið ótengd þeirra sérsviði og sérþekkingu.Afturhvarf til fortíðar Árið 2015 var einkaréttur fasteignasala til sölumeðferðar fyrirtækja afnuminn með þeim rökum að vandséð væri að menntun og reynsla fasteignasala veitti þeim meiri sérfræðiþekkingu til sölu atvinnufyrirtækja. Ekki þótti því rétt að útiloka aðra sérfræðinga, svo sem endurskoðendur og viðskiptafræðinga, frá því að veita milligöngu við sölu fyrirtækja. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nú hyggjast stjórnvöld hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags að hluta. Ný áform leggja til að fasteignasalar öðlist einkarétt á sölu félaga þar sem megineign hins selda félags er fasteign eða fasteignir. Hér virðist horft framhjá því að með breytingunni öðlast fasteignasalar mögulega einkarétt á sölu margra íslenskra fyrirtækja sem standa ekki beinlínis í fasteignarekstri, enda nokkuð algengt að stærsta einstaka eign félaga sé fasteign. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis fyrir 2019 var 1.116 milljarðar króna og til samanburðar voru allir rekstrarfjármunir allra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu metnir á 3.327 milljarða króna árið 2017. Því má varlega áætla að um þriðjungur allra rekstrarfjármuna íslenskra fyrirtækja sé fólginn í fasteignum og í ljósi þess hve hátt hlutfallið er, er ekki hægt að útiloka að einkarétturinn nái til fyrirtækja sem eiga stóran hluta fjármuna sinna bundinn í fasteign en stundi og hafi tekjur fyrst og fremst af annarri starfsemi en rekstri fasteigna. Ekki er hægt að sjá að það hafi orðið einhverjar breytingar frá árinu 2015 sem víkja til hliðar þeim sjónarmiðum sem þá stóðu fyrir afnámi einkaréttarins. Meginrök stjórnvalda fyrir því að endurvekja þennan einkarétt að hluta eru þó þau að verið sé að draga úr áhættu á peningaþvætti, þar sem fasteignasalar eru tilkynningarskyldir aðilar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Illa rökstudd fórn Þessar röksemdir standast þó ekki skoðun. Lögmenn, endurskoðendur og fjöldi annarra starfsstétta er einnig tilkynningarskyldur samkvæmt fyrrgreindum lögum. Þetta eru starfsstéttir sem koma að stórum hluta í dag að sölu þeirra fyrirtækja er færa á undir einkaréttinn og ekki þótti rétt að útiloka á grundvelli sérfræðiþekkingar er einkarétturinn var afnuminn. Ekki er því að sjá að lagasetningin myndi hafa í för með sér neina breytingu frá núverandi vernd gegn peningaþvætti, en þrátt fyrir það telja stjórnvöld mögulega fækkun peningaþvættismála vega þyngra en áhrif lagasetningarinnar á samkeppni um sölu félaga. Slík fórn verður að teljast afar illa rökstudd. Ef fyrirhugaðar breytingar þjóna engum samfélagslegum tilgangi, hvaða ályktun má draga aðra en þá að hér sé verið að gæta hagsmuna fámennrar stéttar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agla Eir Vilhjálmsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að kaupum og sölu fyrirtækja er að mörgu að huga og ýmis álitaefni blasa við á fjölbreyttum sérsviðum, mörg hver sem eðli málsins samkvæmt skipta gríðarlega miklu máli fyrir aðila beggja vegna borðsins. Þá er nauðsynlegt að hafa til taks bestu fáanlegu sérfræðinga til að gæta þess að rétt sé staðið að málum. Stjórnvöld vilja nú meina að það séu eingöngu fasteignasalar, þrátt fyrir að álitaefnin sem blasi við geti verið ótengd þeirra sérsviði og sérþekkingu.Afturhvarf til fortíðar Árið 2015 var einkaréttur fasteignasala til sölumeðferðar fyrirtækja afnuminn með þeim rökum að vandséð væri að menntun og reynsla fasteignasala veitti þeim meiri sérfræðiþekkingu til sölu atvinnufyrirtækja. Ekki þótti því rétt að útiloka aðra sérfræðinga, svo sem endurskoðendur og viðskiptafræðinga, frá því að veita milligöngu við sölu fyrirtækja. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nú hyggjast stjórnvöld hverfa aftur til fyrra fyrirkomulags að hluta. Ný áform leggja til að fasteignasalar öðlist einkarétt á sölu félaga þar sem megineign hins selda félags er fasteign eða fasteignir. Hér virðist horft framhjá því að með breytingunni öðlast fasteignasalar mögulega einkarétt á sölu margra íslenskra fyrirtækja sem standa ekki beinlínis í fasteignarekstri, enda nokkuð algengt að stærsta einstaka eign félaga sé fasteign. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis fyrir 2019 var 1.116 milljarðar króna og til samanburðar voru allir rekstrarfjármunir allra fyrirtækja í viðskiptahagkerfinu metnir á 3.327 milljarða króna árið 2017. Því má varlega áætla að um þriðjungur allra rekstrarfjármuna íslenskra fyrirtækja sé fólginn í fasteignum og í ljósi þess hve hátt hlutfallið er, er ekki hægt að útiloka að einkarétturinn nái til fyrirtækja sem eiga stóran hluta fjármuna sinna bundinn í fasteign en stundi og hafi tekjur fyrst og fremst af annarri starfsemi en rekstri fasteigna. Ekki er hægt að sjá að það hafi orðið einhverjar breytingar frá árinu 2015 sem víkja til hliðar þeim sjónarmiðum sem þá stóðu fyrir afnámi einkaréttarins. Meginrök stjórnvalda fyrir því að endurvekja þennan einkarétt að hluta eru þó þau að verið sé að draga úr áhættu á peningaþvætti, þar sem fasteignasalar eru tilkynningarskyldir aðilar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.Illa rökstudd fórn Þessar röksemdir standast þó ekki skoðun. Lögmenn, endurskoðendur og fjöldi annarra starfsstétta er einnig tilkynningarskyldur samkvæmt fyrrgreindum lögum. Þetta eru starfsstéttir sem koma að stórum hluta í dag að sölu þeirra fyrirtækja er færa á undir einkaréttinn og ekki þótti rétt að útiloka á grundvelli sérfræðiþekkingar er einkarétturinn var afnuminn. Ekki er því að sjá að lagasetningin myndi hafa í för með sér neina breytingu frá núverandi vernd gegn peningaþvætti, en þrátt fyrir það telja stjórnvöld mögulega fækkun peningaþvættismála vega þyngra en áhrif lagasetningarinnar á samkeppni um sölu félaga. Slík fórn verður að teljast afar illa rökstudd. Ef fyrirhugaðar breytingar þjóna engum samfélagslegum tilgangi, hvaða ályktun má draga aðra en þá að hér sé verið að gæta hagsmuna fámennrar stéttar?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun