Hin hliðin á Orkupakka 3 Benedikt Lafleur skrifar 28. ágúst 2019 12:31 Á meðan æsingarmenn með og á móti Orkupakka 3 keppast við að koma sjónarmiðum sínum að, oft í einhliða umræðum, fá hógværar en rökfastar hugmyndir ekki alltaf að láta ljós sitt skína. Umræðurnar harðna um Orkupakka 3 og fræðimenn um sæstreng froðufella á opinberum vettvangi. Enginn andmælir, engin gagnrýni heyrist þó að Orkupakkamálið snúist í raun ekki um það hvort megi leggja sæstreng frá landgrunni Íslands eða ekki. Almennt er fólk lítið inn í rafmagnsfræðum og hefur ekki sett sig inn í faglegar og stærðfræðilegar staðreyndir málsins. Samt eru það þær sem sýna okkur svart á hvítu hvaða ákvarðanir við, eða forystumenn þjóðarinnar, eigum að taka fyrir Íslands hönd.Sérstaða raforkunnar Raforka er að því leyti sérstök að ekki er hægt að geyma hana, heldur verður að framleiða hana jafnharðan og hún er notuð. Raforkunotkun er aftur á móti mjög breytileg, bæði yfir daginn og milli árstíða. Almennt er notkunin miklu meiri á daginn en á nóttunni. Langbesta leiðin til að geyma orku sem á að nota sem raforku, er í uppistöðulónum.Það koma alltaf fréttir um að vindorka sé bæði mikil og ódýr, en vandinn er að veðurguðirnir fara eftir eigin duttlungum. En eftirspurnin er mjög harður húsbóndi, því raforka er hornsteinn alls samfélagins, án hennar stöðvast samfélagið algjörlega, engin ljós, engar tölvur, netsamskipti og engar lækningar. Þess vegna verður að framleiða rafmagn þegar þess er þörf, óháð lundarfari veðurguðanna. Rafmagn lýtur auk þess ekki almennum markaðslögmálum, þar sem mjög erfitt er að stjórna venjulegri þörf og algjörlega ómögulegt að neyta sér um hana eins og með flestar aðrar vörur. Því er það mjög umhugsunarvert að einkavæða stóran hluta orkuveranna.Veðurrafmagn Undanfarið hafa fjölmiðlar slegið upp fyrirsögnum um að vindmyllur geti framleitt allt það rafmagn sem fólk þarf. Vandinn er að ekkert samband er á milli eftirspurnar og framleiðslu veðurguðanna. Því þarf að halda gömlu orkuverunum, þótt mikið verði byggt af vindmyllum. Auk þess hefur verið stefna Evrópusambandsins að loka umhverfisverstu orkuverunum (kol), en þau eru yfirleitt þau ódýrustu. Þetta veldur því að meðalverð raforku hækkar, þótt vindmyllur verði ódýrar og geti framleitt næga orku, og eru Danir núna með eitt hæsta raforkuverð Evrópu. Raforka sem er framleidd, þarf einnig að losna við. Vistvænt rafmagn (veður raforka) nýtur forgangs inn á dreifikerfið, því þurfa aðrir að greiða með rafmagninu þegar mikið umframframboð er af því, því oft er ekki hægt að keyra orkuverin hratt niður. Ef ekki er hægt að losna við orkuna sem rafmagn þá þarf að hleypa henni út í umhverfið sem varmi sem er bagalegt í hitabylgjum með tilheyrandi verðsveiflum á rafmagni.Sérstaða Íslands Ísland er í þeirri sérstöðu að hafa þrjú stór uppistöðulón (Þórislón, Hálslón og Blöndulón) sem hafa margra mánaða miðlun. Þetta veldur því að Landsvirkjun getur bæði selt rafmagn á daginn og keypt það á nóttunni og nýtt sér verðsveiflur þegar þær eru hvað mestar með lækkun raforkuverðs án þess að byggja nokkra virkjun þó reyndar gæti þurft að stækka virkjanir til að ná aukaálagi úr þeim þegar verið er að selja rafmagn úr landi. Þótt sett verði í lög að ekki verði lagður sæstrengur nema með samþykkt Alþingis, þá eru svo sterk rök fyrir því að leggja sæstreng að það er fyrirsjáanlegt að hann verður samþykktur einhvern tímann í framtíðinni. Spurningin verður, hver verður þá staða Íslands án eða með innleiðingu orkupakkans.Sæstrengur án orkupakkans.Það er skilyrði í Evrópu að það verði settur upp raforkumarkaður í löndunum. Ef sæstrengur verður lagður án orkupakkanna þá er Landsvirkjun í sjálfsvald sett hvenær og hverjum það selur rafmagn. Þar sem raforkumarkaðurinn er mjög kröfuharður um afhendingu, þá verður Landsvirkjun að miða sínar áætlanir við þurr vatnsár. Yfirleitt fyllast uppistöðulón síðla sumars eða á haustin. Með sæstreng getur Landsvirkjun selt þetta rafmagn á daginn þegar verðið er hæst. Hér er um hreinar viðbótartekjur að ræða sem Landsvirkjun fengi. Með Landsvirkjun í þjóðareigu væri hægt að lækka rafmagnsverð til íslenskra neytenda og stórauka arðgreiðslur til ríkisins.Sæstrengur með orkupakkanum.Einn af meginhornsteinum Evrópusambandsins er sameiginlegur markaður og að ekki megi mismuna kaupendum eða seljendum. Þetta þýðir að orkufyrirtækin á íslandi getur ekki gert upp á milli kaupanda á Íslandi og í Evrópu. Þannig gæti sjúkrahús í Danmörku sem núna greiðir 43 kr/kwst, á meðan Landspítalinn greiðir 20kr/kwst, boðið orkufyrirtækinu 32 kr/kwst með 10 kr/kwst flutningskostnaði og fengið það á 42 krónur. Íslendingar yrðu þá að keppa við dönsk fyrirtæki og kaupa rafmagnið á 32 kr. í stað 20 kr. Ávinningurinn rynni þá í vasa eigenda orkufyrirtækjanna sem í mörgum tilfellum eru einkaaðilar. Það er viðbúið að þeir myndu ekki gæta langtímahagsmuna íslensku þjóðarinnar, frekar skammtíma hagnaðar sem stjórnast m.a. af því hvernig haga þarf efnahagsreikningi fyrir næsta aðalfund, jafnvel sölu fyrirtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þriðji orkupakkinn Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á meðan æsingarmenn með og á móti Orkupakka 3 keppast við að koma sjónarmiðum sínum að, oft í einhliða umræðum, fá hógværar en rökfastar hugmyndir ekki alltaf að láta ljós sitt skína. Umræðurnar harðna um Orkupakka 3 og fræðimenn um sæstreng froðufella á opinberum vettvangi. Enginn andmælir, engin gagnrýni heyrist þó að Orkupakkamálið snúist í raun ekki um það hvort megi leggja sæstreng frá landgrunni Íslands eða ekki. Almennt er fólk lítið inn í rafmagnsfræðum og hefur ekki sett sig inn í faglegar og stærðfræðilegar staðreyndir málsins. Samt eru það þær sem sýna okkur svart á hvítu hvaða ákvarðanir við, eða forystumenn þjóðarinnar, eigum að taka fyrir Íslands hönd.Sérstaða raforkunnar Raforka er að því leyti sérstök að ekki er hægt að geyma hana, heldur verður að framleiða hana jafnharðan og hún er notuð. Raforkunotkun er aftur á móti mjög breytileg, bæði yfir daginn og milli árstíða. Almennt er notkunin miklu meiri á daginn en á nóttunni. Langbesta leiðin til að geyma orku sem á að nota sem raforku, er í uppistöðulónum.Það koma alltaf fréttir um að vindorka sé bæði mikil og ódýr, en vandinn er að veðurguðirnir fara eftir eigin duttlungum. En eftirspurnin er mjög harður húsbóndi, því raforka er hornsteinn alls samfélagins, án hennar stöðvast samfélagið algjörlega, engin ljós, engar tölvur, netsamskipti og engar lækningar. Þess vegna verður að framleiða rafmagn þegar þess er þörf, óháð lundarfari veðurguðanna. Rafmagn lýtur auk þess ekki almennum markaðslögmálum, þar sem mjög erfitt er að stjórna venjulegri þörf og algjörlega ómögulegt að neyta sér um hana eins og með flestar aðrar vörur. Því er það mjög umhugsunarvert að einkavæða stóran hluta orkuveranna.Veðurrafmagn Undanfarið hafa fjölmiðlar slegið upp fyrirsögnum um að vindmyllur geti framleitt allt það rafmagn sem fólk þarf. Vandinn er að ekkert samband er á milli eftirspurnar og framleiðslu veðurguðanna. Því þarf að halda gömlu orkuverunum, þótt mikið verði byggt af vindmyllum. Auk þess hefur verið stefna Evrópusambandsins að loka umhverfisverstu orkuverunum (kol), en þau eru yfirleitt þau ódýrustu. Þetta veldur því að meðalverð raforku hækkar, þótt vindmyllur verði ódýrar og geti framleitt næga orku, og eru Danir núna með eitt hæsta raforkuverð Evrópu. Raforka sem er framleidd, þarf einnig að losna við. Vistvænt rafmagn (veður raforka) nýtur forgangs inn á dreifikerfið, því þurfa aðrir að greiða með rafmagninu þegar mikið umframframboð er af því, því oft er ekki hægt að keyra orkuverin hratt niður. Ef ekki er hægt að losna við orkuna sem rafmagn þá þarf að hleypa henni út í umhverfið sem varmi sem er bagalegt í hitabylgjum með tilheyrandi verðsveiflum á rafmagni.Sérstaða Íslands Ísland er í þeirri sérstöðu að hafa þrjú stór uppistöðulón (Þórislón, Hálslón og Blöndulón) sem hafa margra mánaða miðlun. Þetta veldur því að Landsvirkjun getur bæði selt rafmagn á daginn og keypt það á nóttunni og nýtt sér verðsveiflur þegar þær eru hvað mestar með lækkun raforkuverðs án þess að byggja nokkra virkjun þó reyndar gæti þurft að stækka virkjanir til að ná aukaálagi úr þeim þegar verið er að selja rafmagn úr landi. Þótt sett verði í lög að ekki verði lagður sæstrengur nema með samþykkt Alþingis, þá eru svo sterk rök fyrir því að leggja sæstreng að það er fyrirsjáanlegt að hann verður samþykktur einhvern tímann í framtíðinni. Spurningin verður, hver verður þá staða Íslands án eða með innleiðingu orkupakkans.Sæstrengur án orkupakkans.Það er skilyrði í Evrópu að það verði settur upp raforkumarkaður í löndunum. Ef sæstrengur verður lagður án orkupakkanna þá er Landsvirkjun í sjálfsvald sett hvenær og hverjum það selur rafmagn. Þar sem raforkumarkaðurinn er mjög kröfuharður um afhendingu, þá verður Landsvirkjun að miða sínar áætlanir við þurr vatnsár. Yfirleitt fyllast uppistöðulón síðla sumars eða á haustin. Með sæstreng getur Landsvirkjun selt þetta rafmagn á daginn þegar verðið er hæst. Hér er um hreinar viðbótartekjur að ræða sem Landsvirkjun fengi. Með Landsvirkjun í þjóðareigu væri hægt að lækka rafmagnsverð til íslenskra neytenda og stórauka arðgreiðslur til ríkisins.Sæstrengur með orkupakkanum.Einn af meginhornsteinum Evrópusambandsins er sameiginlegur markaður og að ekki megi mismuna kaupendum eða seljendum. Þetta þýðir að orkufyrirtækin á íslandi getur ekki gert upp á milli kaupanda á Íslandi og í Evrópu. Þannig gæti sjúkrahús í Danmörku sem núna greiðir 43 kr/kwst, á meðan Landspítalinn greiðir 20kr/kwst, boðið orkufyrirtækinu 32 kr/kwst með 10 kr/kwst flutningskostnaði og fengið það á 42 krónur. Íslendingar yrðu þá að keppa við dönsk fyrirtæki og kaupa rafmagnið á 32 kr. í stað 20 kr. Ávinningurinn rynni þá í vasa eigenda orkufyrirtækjanna sem í mörgum tilfellum eru einkaaðilar. Það er viðbúið að þeir myndu ekki gæta langtímahagsmuna íslensku þjóðarinnar, frekar skammtíma hagnaðar sem stjórnast m.a. af því hvernig haga þarf efnahagsreikningi fyrir næsta aðalfund, jafnvel sölu fyrirtækisins.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun