Ríkið sýni gott fordæmi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 8. apríl 2019 07:00 Vitund fólks um loftslagsbreytingar hefur stóraukist á skömmum tíma. Það er mikilvægt hreyfiafl. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á loftslagslögum þar sem gert verður að skyldu að Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og öll fyrirtæki í ríkiseigu setji sér loftslagsstefnu og grípi til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína þannig að þau nái kolefnishlutleysi. Þetta markar tímamót. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum. Síðastliðna mánuði hefur vinna staðið yfir við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og á morgun leggjum við forsætisráðherra hana fyrir ríkisstjórn. Verði loftslagsfrumvarpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráðherra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Aðlögunaráætlun hefur ekki áður verið unnin fyrir Ísland en á þessu verður nú breyting og málið tekið föstum tökum. Í frumvarpinu er í fyrsta skipti kveðið á um loftslagsráð í lögum og að gerðar skuli vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag. Þær skulu m.a. taka mið af reglulegum úttektarskýrslum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), og nýjustu og bestu upplýsingum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni. Stóra verkefnið er auðvitað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda það sem út af stendur með margvíslegum aðgerðum. Til þess þarf skýr markmið og aðgerðir. Mikilvægum aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Nú er sem dæmi skylt að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við allt nýbyggt húsnæði á landinu, kolefnisgjald hefur verið hækkað og Skipulagsstofnun vinnur að viðauka við Landsskipulagsstefnu þar sem flétta á loftslagsmálum inn í skipulag. Meðal stærstu verkefna þessar vikurnar er síðan stofnun Loftslagssjóðs í samvinnu við Rannís, vinna við áætlanir um kolefnisbindingu og nánari útfærsla varðandi orkuskipti í samgöngum. Stjórnvöld hafa tekið loftslagsmálin föstum tökum og svara kalli almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Vitund fólks um loftslagsbreytingar hefur stóraukist á skömmum tíma. Það er mikilvægt hreyfiafl. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á loftslagslögum þar sem gert verður að skyldu að Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og öll fyrirtæki í ríkiseigu setji sér loftslagsstefnu og grípi til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína þannig að þau nái kolefnishlutleysi. Þetta markar tímamót. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum. Síðastliðna mánuði hefur vinna staðið yfir við loftslagsstefnu Stjórnarráðsins og á morgun leggjum við forsætisráðherra hana fyrir ríkisstjórn. Verði loftslagsfrumvarpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráðherra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Aðlögunaráætlun hefur ekki áður verið unnin fyrir Ísland en á þessu verður nú breyting og málið tekið föstum tökum. Í frumvarpinu er í fyrsta skipti kveðið á um loftslagsráð í lögum og að gerðar skuli vísindaskýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag. Þær skulu m.a. taka mið af reglulegum úttektarskýrslum Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC), og nýjustu og bestu upplýsingum um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi hverju sinni. Stóra verkefnið er auðvitað að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og binda það sem út af stendur með margvíslegum aðgerðum. Til þess þarf skýr markmið og aðgerðir. Mikilvægum aðgerðum í aðgerðaáætlun stjórnvalda hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Nú er sem dæmi skylt að gera ráð fyrir hleðslu rafbíla við allt nýbyggt húsnæði á landinu, kolefnisgjald hefur verið hækkað og Skipulagsstofnun vinnur að viðauka við Landsskipulagsstefnu þar sem flétta á loftslagsmálum inn í skipulag. Meðal stærstu verkefna þessar vikurnar er síðan stofnun Loftslagssjóðs í samvinnu við Rannís, vinna við áætlanir um kolefnisbindingu og nánari útfærsla varðandi orkuskipti í samgöngum. Stjórnvöld hafa tekið loftslagsmálin föstum tökum og svara kalli almennings.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar