Bílastæðin skipta máli Jökull Sólberg Auðunsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Í Reykjavík eru 104 þúsund skráðar fólksbifreiðar og 176 þúsund bílastæði skráð á Bílastæðasjá. Í miðbænum rekur Bílastæðasjóður sjö bílastæðahús með 1.086 bílastæðum. Þegar greinin er rituð um laugardagseftirmiðdegi eru 63% þeirra stæða laus. Utandyra er 3.671 gjaldskylt bílastæði. Ofan á þetta bætast einkarekin bílastæðahús, til dæmis í Hörpu (454), Höfðatorgi (1.300) og Hafnartorgi (1.160). Bílastæði taka hvorki meira né minna en 25,8% af landsvæði Reykjavíkur og skráðum bílum fjölgar hraðar en íbúum í Reykjavík. Tilgangur bílastæða er að geyma bíla þegar þeir eru ekki í notkun. Því nær áfangastað farþega, því hentugra, þar sem það dregur úr þörf fyrir göngu og styttir heildarferðatíma. Bílastæðin sem eru næst inngöngum fyllast yfirleitt fyrst og ökumenn fórna oft eigin tíma og akstri til að freista þess að næla sér í eitt slíkt stæði í stað þess að leggja lengra í burtu. Það er fátt sem gleður augað fyrir gangandi á ferð um bílaplön og ekki hjálpar mengun, hávaði og umferð þeirra sem hafa ekki gómað gott stæði. Fólk hreinlega dýrkar að fá gott bílastæði, sérstaklega fyrir framan World Class í Laugum. Skjáskot úr bílastæðavefsjánni. Fólksbifreiðar sitja ónotaðar 95% af líftíma sínum. Bílastæðaþörfin hefur þó meira með þægindin að gera; þ.e. hversu líklegt það er að laust bílastæði sé nálægt áfangastað bílstjórans — sem er yfirleitt inngangur ýmiss konar bygginga. Þess vegna eru 1,7 bílastæði á hvern skráðan bíl í Reykjavík. Að auki þarf Reykjavík að taka á móti bílum frá nærliggjandi bæjarfélögum oftar en þau taka á móti bílum frá Reykjavík. Þetta ferðamynstur orsakast af fjölda fjölmennra vinnustaða í Reykjavík og hvað íbúðabyggð hefur þanist út í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Ég bý í Barmahlíð. Hverfið markast af Bústaðavegi, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hlíðarenda. Á þessu svæði búa 4.294 manns í 1.610 íbúðum. Hér er pláss fyrir 440 bíla í bílskúrum og 3.303 bílastæði utandyra. Íbúðirnar telja 173 þúsund fermetra. Hér er grunnskóli, leikskóli, skrifstofukjarni við Hlíðarenda, kjörbúð, gleraugnabúð og hárgreiðslustofa. Með öðrum orðum, dæmigert hverfi í Reykjavík þegar litið er til þéttleika og skipulags. Ef við gerum ráð fyrir að eitt bílastæði utandyra sé 14,5 fermetrar dekka bílastæði um 7% af landsvæði hverfisins. Þar eru ekki taldir fermetrar fyrir innkeyrslur, bílskúra og annað svæði sem mótast hefur að kröfum kyrrstæðra bifreiða. Heil 48% af landsvæði Reykjavíkur eru helguð umferðarmannvirkjum með einum eða öðrum hætti; vegir, hraðbrautir, bílastæði, veghelgunarsvæði, mislæg gatnamót og annað sem styður ferðir borgarbúa. Nú stendur til að fækka bílastæðum í borginni. Það er ekki Bjössi í World Class sem vill að fólk hiti upp með rösklegri göngu heldur eru það borgaryfirvöld sem sjá tækifæri til að nýta landsvæði betur. Hlutdeild hjólandi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Aukin hjólamenning kallar á endurskoðun á hönnun gatna með öryggi allra að sjónarmiði. Samkvæmt úttekt Vegagerðarinnar eru alvarlegustu slys hjólandi á gatnamótum þar sem kyrrstæðir bílar aðskilja umferð bíla og gangandi. Í mörgum tilfellum ætti sá sem hjólar að vera bílmegin við bílastæðin, þ.e.a.s. „í umferðinni“, en margir treysta sér síður í þær aðstæður. Slysin sem um ræðir eiga sér þannig stað að hjól þverar veg á milli gangbrauta en bíll beygir inn í götuna, ökumaður sér ekki þann sem hjólar fyrir kyrrstæðum bílum og ekur í veg fyrir hjólið. Á götum sem þessum má fórna bílastæðum í staðinn fyrir auka akrein, hjólastíg, bæta við gróðri eða víkka gangbrautir. Snorrabraut er gott dæmi um hönnun á götu sem gæti breyst við lokun þeirra 90 bílastæða sem liggja meðfram akreinum. Á móti væri hægt að skipuleggja öruggari og vistvænni götu án grindverka og kyrrstæðra bíla. Þetta er gata þar sem bílar keyra oft yfir hámarkshraða sem er 50 km/klst. og skapa hættu fyrir börn sem sækja Austurbæjarskóla líkt og við Hringbraut þar sem íbúar börðust fyrir hægari umferð eftir alvarlegt slys fyrr á árinu. Það eru oft kyrrstæðir bílar sem gefa bílstjórum þá tilfinningu að lítið mannlíf sé í götunni og óhætt sé að auka hraðann. Fyrsta stigs áhrif lokunar bílastæða eru vistvænni og betur skipulagðar götur. Bílstjórar, sem eru í mörgum tilfellum íbúar í nærliggjandi íbúðum, þurfa þá að jafnaði að leggja á sig fleiri spor þegar þeir sækja þetta svæði. En annars stigs áhrif lokunar eru enn áhugaverðari. Þegar götur styðja betur hjól, gangandi og almenningssamgöngur þá fækkar bílferðum á svæðinu. Fleiri sjá sér hag í að taka strætó, hjóla og ganga. Þannig dregur að lokum úr umferð við það eitt að loka bílastæðum og bílstjórar sem voru komnir í harðari samkeppni um færri stæði hafa að lokum færri bíla til að keppa við. Það er að jafnaði nóg af stæðum í borginni. Lokum stæðum þar sem kyrrstæðir bílar eru í vegi fyrir betri og öruggari borg. Höfum í huga hverju er fórnað fyrir bílinn. Höfundur er ráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Jökull Sólberg Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í Reykjavík eru 104 þúsund skráðar fólksbifreiðar og 176 þúsund bílastæði skráð á Bílastæðasjá. Í miðbænum rekur Bílastæðasjóður sjö bílastæðahús með 1.086 bílastæðum. Þegar greinin er rituð um laugardagseftirmiðdegi eru 63% þeirra stæða laus. Utandyra er 3.671 gjaldskylt bílastæði. Ofan á þetta bætast einkarekin bílastæðahús, til dæmis í Hörpu (454), Höfðatorgi (1.300) og Hafnartorgi (1.160). Bílastæði taka hvorki meira né minna en 25,8% af landsvæði Reykjavíkur og skráðum bílum fjölgar hraðar en íbúum í Reykjavík. Tilgangur bílastæða er að geyma bíla þegar þeir eru ekki í notkun. Því nær áfangastað farþega, því hentugra, þar sem það dregur úr þörf fyrir göngu og styttir heildarferðatíma. Bílastæðin sem eru næst inngöngum fyllast yfirleitt fyrst og ökumenn fórna oft eigin tíma og akstri til að freista þess að næla sér í eitt slíkt stæði í stað þess að leggja lengra í burtu. Það er fátt sem gleður augað fyrir gangandi á ferð um bílaplön og ekki hjálpar mengun, hávaði og umferð þeirra sem hafa ekki gómað gott stæði. Fólk hreinlega dýrkar að fá gott bílastæði, sérstaklega fyrir framan World Class í Laugum. Skjáskot úr bílastæðavefsjánni. Fólksbifreiðar sitja ónotaðar 95% af líftíma sínum. Bílastæðaþörfin hefur þó meira með þægindin að gera; þ.e. hversu líklegt það er að laust bílastæði sé nálægt áfangastað bílstjórans — sem er yfirleitt inngangur ýmiss konar bygginga. Þess vegna eru 1,7 bílastæði á hvern skráðan bíl í Reykjavík. Að auki þarf Reykjavík að taka á móti bílum frá nærliggjandi bæjarfélögum oftar en þau taka á móti bílum frá Reykjavík. Þetta ferðamynstur orsakast af fjölda fjölmennra vinnustaða í Reykjavík og hvað íbúðabyggð hefur þanist út í jaðar höfuðborgarsvæðisins. Ég bý í Barmahlíð. Hverfið markast af Bústaðavegi, Miklubraut, Kringlumýrarbraut og Hlíðarenda. Á þessu svæði búa 4.294 manns í 1.610 íbúðum. Hér er pláss fyrir 440 bíla í bílskúrum og 3.303 bílastæði utandyra. Íbúðirnar telja 173 þúsund fermetra. Hér er grunnskóli, leikskóli, skrifstofukjarni við Hlíðarenda, kjörbúð, gleraugnabúð og hárgreiðslustofa. Með öðrum orðum, dæmigert hverfi í Reykjavík þegar litið er til þéttleika og skipulags. Ef við gerum ráð fyrir að eitt bílastæði utandyra sé 14,5 fermetrar dekka bílastæði um 7% af landsvæði hverfisins. Þar eru ekki taldir fermetrar fyrir innkeyrslur, bílskúra og annað svæði sem mótast hefur að kröfum kyrrstæðra bifreiða. Heil 48% af landsvæði Reykjavíkur eru helguð umferðarmannvirkjum með einum eða öðrum hætti; vegir, hraðbrautir, bílastæði, veghelgunarsvæði, mislæg gatnamót og annað sem styður ferðir borgarbúa. Nú stendur til að fækka bílastæðum í borginni. Það er ekki Bjössi í World Class sem vill að fólk hiti upp með rösklegri göngu heldur eru það borgaryfirvöld sem sjá tækifæri til að nýta landsvæði betur. Hlutdeild hjólandi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Aukin hjólamenning kallar á endurskoðun á hönnun gatna með öryggi allra að sjónarmiði. Samkvæmt úttekt Vegagerðarinnar eru alvarlegustu slys hjólandi á gatnamótum þar sem kyrrstæðir bílar aðskilja umferð bíla og gangandi. Í mörgum tilfellum ætti sá sem hjólar að vera bílmegin við bílastæðin, þ.e.a.s. „í umferðinni“, en margir treysta sér síður í þær aðstæður. Slysin sem um ræðir eiga sér þannig stað að hjól þverar veg á milli gangbrauta en bíll beygir inn í götuna, ökumaður sér ekki þann sem hjólar fyrir kyrrstæðum bílum og ekur í veg fyrir hjólið. Á götum sem þessum má fórna bílastæðum í staðinn fyrir auka akrein, hjólastíg, bæta við gróðri eða víkka gangbrautir. Snorrabraut er gott dæmi um hönnun á götu sem gæti breyst við lokun þeirra 90 bílastæða sem liggja meðfram akreinum. Á móti væri hægt að skipuleggja öruggari og vistvænni götu án grindverka og kyrrstæðra bíla. Þetta er gata þar sem bílar keyra oft yfir hámarkshraða sem er 50 km/klst. og skapa hættu fyrir börn sem sækja Austurbæjarskóla líkt og við Hringbraut þar sem íbúar börðust fyrir hægari umferð eftir alvarlegt slys fyrr á árinu. Það eru oft kyrrstæðir bílar sem gefa bílstjórum þá tilfinningu að lítið mannlíf sé í götunni og óhætt sé að auka hraðann. Fyrsta stigs áhrif lokunar bílastæða eru vistvænni og betur skipulagðar götur. Bílstjórar, sem eru í mörgum tilfellum íbúar í nærliggjandi íbúðum, þurfa þá að jafnaði að leggja á sig fleiri spor þegar þeir sækja þetta svæði. En annars stigs áhrif lokunar eru enn áhugaverðari. Þegar götur styðja betur hjól, gangandi og almenningssamgöngur þá fækkar bílferðum á svæðinu. Fleiri sjá sér hag í að taka strætó, hjóla og ganga. Þannig dregur að lokum úr umferð við það eitt að loka bílastæðum og bílstjórar sem voru komnir í harðari samkeppni um færri stæði hafa að lokum færri bíla til að keppa við. Það er að jafnaði nóg af stæðum í borginni. Lokum stæðum þar sem kyrrstæðir bílar eru í vegi fyrir betri og öruggari borg. Höfum í huga hverju er fórnað fyrir bílinn. Höfundur er ráðgjafi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar