Eiga lífeyrisþegar að fela peninga? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Kona nokkur var á ruslahaugunum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja fingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðlaformi. Þrátt fyrir þetta virðist nokkuð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna samhliða dvöl á hjúkrunarheimili. En fleiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagnstekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðsfjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunarinnar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekjumarksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríflega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni.Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Kona nokkur var á ruslahaugunum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja fingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðlaformi. Þrátt fyrir þetta virðist nokkuð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna samhliða dvöl á hjúkrunarheimili. En fleiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagnstekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðsfjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunarinnar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekjumarksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríflega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni.Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun