Hagnaður Sýnar jókst um rúmar 600 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 16:49 Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut Vísir/Hanna Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 670 milljónum króna og hagnaður á hlut því verið 2,26. Þrátt fyrir það lækkuðu tekjur Sýnar um eitt prósent á milli ára og voru tæplega 5 milljarðar króna á fjórðungnum, samanborið við 5030 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Mestu munar þar um lækkun á tekjum vegna notkunar á heimasíma og fyrirtækjasíma í fastlínu, sem lækkaði um 77 milljónir króna á milli ára. Á móti kemur að tekjur af hvers kyns internetþjónustu jukust um 127 milljónir króna. Þá var söluhagnaður Sýnar af samruna Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, 817 milljónir króna. 49,9 prósent hlutur Sýnar í nýju sameinuðu félagi var færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá upphafi árs.Framkvæmdastjórar þurfi ekki langan aðlögunartíma Þá jókst einskiptikostnaður Sýnar vegna starfsloka stjórnenda á fjórðungnum um 22 milljónir króna á milli ára. Eins og fram hefur komið hafa verið miklar breytingar á framkvæmdastjórn félagsins á síðastliðnu ári. Þannig verður ný framkvæmdastjórn Sýnar, sem verður fullmönnuð í lok mánaðar, samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar. Haft er eftir Heiðar Guðjónssyni, sem er sjálfur nýráðinn forstjóri Sýnar, að þau sem koma ný inn í framkvæmdastjórnina þurfi þó ekki mikinn aðlögunartíma. Þau hafi áður unnið sem ráðgjafar fyrir félagið og þekki það vel. „Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi. Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar,“ segir Heiðar og bætir við: „Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við.“ Nánar má fræðast um árshlutareikning Sýnar í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.Vísir er í eigu Sýnar Tengdar fréttir Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03 Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2019, sem samþykktur var á stjórnarfundi í dag, gefur til kynna að hagnaður félagsins hafi aukist um 619 milljónir króna á milli ára. Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 670 milljónum króna og hagnaður á hlut því verið 2,26. Þrátt fyrir það lækkuðu tekjur Sýnar um eitt prósent á milli ára og voru tæplega 5 milljarðar króna á fjórðungnum, samanborið við 5030 milljónir á sama fjórðungi í fyrra. Mestu munar þar um lækkun á tekjum vegna notkunar á heimasíma og fyrirtækjasíma í fastlínu, sem lækkaði um 77 milljónir króna á milli ára. Á móti kemur að tekjur af hvers kyns internetþjónustu jukust um 127 milljónir króna. Þá var söluhagnaður Sýnar af samruna Samruni P/F Hey, dótturfélags Sýnar hf. í Færeyjum og Nema, dótturfélag Tjaldurs, 817 milljónir króna. 49,9 prósent hlutur Sýnar í nýju sameinuðu félagi var færður samkvæmt hlutdeildaraðferð og því ekki hluti af samstæðureikningsskilum Sýnar hf. frá upphafi árs.Framkvæmdastjórar þurfi ekki langan aðlögunartíma Þá jókst einskiptikostnaður Sýnar vegna starfsloka stjórnenda á fjórðungnum um 22 milljónir króna á milli ára. Eins og fram hefur komið hafa verið miklar breytingar á framkvæmdastjórn félagsins á síðastliðnu ári. Þannig verður ný framkvæmdastjórn Sýnar, sem verður fullmönnuð í lok mánaðar, samansett af fjórum nýjum framkvæmdastjórum en í stjórninni sitja alls fimm einstaklingar. Haft er eftir Heiðar Guðjónssyni, sem er sjálfur nýráðinn forstjóri Sýnar, að þau sem koma ný inn í framkvæmdastjórnina þurfi þó ekki mikinn aðlögunartíma. Þau hafi áður unnið sem ráðgjafar fyrir félagið og þekki það vel. „Ég tel félagið einstaklega heppið með samsetningu hinnar nýju framkvæmdastjórnar og hlakka til að taka slaginn á markaði með þessum úrvalshópi. Félagið mun klára stefnumótun og skerpa á rekstrinum strax í júní. Við ætlum að veita viðskiptavinum okkur úrvals þjónustu og vera í fararbroddi með nýjungar,“ segir Heiðar og bætir við: „Vegna árstíðarsveiflu í rekstri verða næstu fjórðungar ársins betri. Við erum enn vissari um að horfur ársins náist og horfum björtum augum fram á við.“ Nánar má fræðast um árshlutareikning Sýnar í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.Vísir er í eigu Sýnar
Tengdar fréttir Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03 Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Signý og Þórhallur nýir framkvæmdastjórar hjá Sýn Sýn hf. hefur ráðið Signýju Magnúsdóttur sem fjármálastjóra Sýnar og Þórhall Gunnarsson sem framkvæmdastjóra Miðla 2. maí 2019 12:03
Heiðar Guðjónsson ráðinn forstjóri Sýnar Lætur af stjórnarformennsku og tekur við forstjórastöðunni. 25. apríl 2019 18:08