Really Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 28. mars 2019 12:45 Í alvöru fólk. Haldið þið virkilega að slök lestrarframmistaða á Íslandi sé bara vegna þess að kennarar landsins séu svo illa að sér í lestrarfræðum? Möndlungarnir á mér krulluðust þegar ég keyrði í vinnuna í morgun og hlustaði á viðtal á Bylgjunni um slaka lestrarfærni íslenskra barna og þá sér í lagi drengja. Það skiptir ekki máli við hvern var rætt því að viðkomandi þylur upp sömu tugguna og margir aðrir hafa gert um hver orsök lestrarvandans sé. Kastljósinu er helst beint að skólunum, hvað sé eiginlega í gangi þar og hvort ekki þurfi að mennta kennara betur í lestrarkennslu. Jú það var eitthvað minnst á það að þetta væri jú líka eitthvað sem samfélagið þyrfti að skoða í heild sinni og að foreldrar gætu haft einhver áhrif. En háværustu raddirnar hafa bent á það að meinið sé eflaust lestrarkennslan í grunnskólum landsins og menntun kennara. Ég sem kennari á gólfinu sem útskrifaðist fyrir rúmum tuttugu og fimm árum síðan verð að segja að það vantar ekki upp á að við kennarar séum fræddir um lestrarfræðin og hvað rannsóknir sýna að gefist best varðandi lestrarkennslu barna. Ég tel þetta frekar vera samfélagslegt mein. Mín skoðun er sú að kennarar hafa alltaf haft metnað til að gera sitt besta svo að nemendur þeirra verði betri í lestri og nái að nýta þá þekkingu sér til gagns og gamans. En það er bara alls ekki nóg að þjálfa lesturinn í skólanum á starfstíma skólans. Það verður að þjálfa hann allt árið, líka utan starfstíma skólans og þar koma heimilin inn í. Ég sé mikinn mun á nemendum í dag og þegar ég byrjaði að kenna fyrir um aldarfjórðungi síðan. Það er farið að breikka ansi mikið bilið á milli þeirra nemenda sem hafa góðar lestrarfyrirmyndir heima fyrir, lesið er fyrir og hugtök útskýrð með uppbyggilegu samtali, og þeirra sem hafa þær ekki. Því miður þá finnst mér þeim börnum alltaf fjölga með hverju árinu sem líður sem eru ekki bara illa læs á bókina heldur umhverfi sitt almennt, eins börnum sem hafa lítinn áhuga á öðru en því að komast heim úr skólanum til að spila tölvuleiki. Kemur það einhverju okkar á óvart hvað lestrarfærni drengja hefur hrakað mikið ? Rannsóknir sýna að drengir sækja meira í tölvuleiki en stúlkur og rannsóknir sýna einnig að mikil skjánotkun hefur áhrif á einbeitingu og svefn sem eru mikilvægir þættir hvað varðar nám. Menntamálaráðherra lét nýverið hafa eftir sér eftirfarandi varðandi það hversu mikið íslensk börn eru fjarverandi vegna leyfa á skólatíma: „Ég lít það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda líkt og könnunin gefur vísbendingar um. Að mínu mati þurfum við að ræða þessa þróun og samfélagið í heild sinni þarf að taka hana til sín. Við þurfum ákveðna viðhorfsbreytingu gagnvart mikilvægu hlutverki skólanna og hvernig við sem samfélag metum menntun og störf kennara að verðleikum. Þar skiptir góð skólamenning lykilmáli og að gott samstarf, traust og virðing sé milli heimila og skólasamfélagsins,“ er haft eftir ráðherra. Þetta er nefnilega heila málið. Það er ekki borin nógu mikil virðing fyrir menntun. Það er ekki nóg að kenna hlutina, nemendur verða líka að vilja tileinka sér þá. Þrátt fyrir góðan vilja þá er lífið ekki tölvuleikur, það verður að hafa fyrir hlutunum eins og áður. Of mörg börn gefast of fljótt upp ef þeim tekst ekki að ná árangri í fyrstu atrennu, það vantar seigluna. Svo við tölum nú ekki um öll börnin sem eru alin upp af þroskaþjófum sem leyfa þeim ekki að takast á við neitt, börnin sem eru sjálfala og alin upp af öðrum börnum því að íslensk vinnumenning hefur foreldra þeirra í þrælahaldi, börnin sem eru í svo stífu prógrammi varðandi íþróttir og tómstundir að þau eru örmagna. Horfumst í augu við það. Niðurstöður í lestri endurspegla bara það samfélag sem við búum í á Íslandi í dag, það er barnfjandsamlegt á margan hátt. Skólarnir hafa enga burði til að taka að sér öll þau hlutverk sem kallað er eftir að þeir sinni og eiga ekki að gera það. Hafið þið prófað að halda barnaafmæli með tæplega þrjátíu börnum ? Vegna agaleysis samfélagsins þá hegða íslensk börn sér stundum þannig í kennslustundum, þau vilja að þeim sé skemmt því annars missa þau áhugann og hætta að hlusta. Að þjálfa lestrarfærni við þannig aðstæður er kúnst og oft veruleiki okkar kennaranna á gólfinu. Þetta er áunninn lestrarvandi sem við erum að glíma við hér á landi og legg ég fram eftirfarandi bón: Ráðamenn/konur búið til fjölskylduvænt samfélag. Foreldrar talið við börnin ykkar, gefið þeim tíma, lesið fyrir þau og einfaldið líf ykkar allra. Munum að við berum öll ábyrgð og réttindum fylgja skyldur. Það er engu barni hollt að fara í gegnum lífið eins og það sé einn allsherjar skemmtiþáttur, dagskráin má ekki vera of einhæf og flöt.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í alvöru fólk. Haldið þið virkilega að slök lestrarframmistaða á Íslandi sé bara vegna þess að kennarar landsins séu svo illa að sér í lestrarfræðum? Möndlungarnir á mér krulluðust þegar ég keyrði í vinnuna í morgun og hlustaði á viðtal á Bylgjunni um slaka lestrarfærni íslenskra barna og þá sér í lagi drengja. Það skiptir ekki máli við hvern var rætt því að viðkomandi þylur upp sömu tugguna og margir aðrir hafa gert um hver orsök lestrarvandans sé. Kastljósinu er helst beint að skólunum, hvað sé eiginlega í gangi þar og hvort ekki þurfi að mennta kennara betur í lestrarkennslu. Jú það var eitthvað minnst á það að þetta væri jú líka eitthvað sem samfélagið þyrfti að skoða í heild sinni og að foreldrar gætu haft einhver áhrif. En háværustu raddirnar hafa bent á það að meinið sé eflaust lestrarkennslan í grunnskólum landsins og menntun kennara. Ég sem kennari á gólfinu sem útskrifaðist fyrir rúmum tuttugu og fimm árum síðan verð að segja að það vantar ekki upp á að við kennarar séum fræddir um lestrarfræðin og hvað rannsóknir sýna að gefist best varðandi lestrarkennslu barna. Ég tel þetta frekar vera samfélagslegt mein. Mín skoðun er sú að kennarar hafa alltaf haft metnað til að gera sitt besta svo að nemendur þeirra verði betri í lestri og nái að nýta þá þekkingu sér til gagns og gamans. En það er bara alls ekki nóg að þjálfa lesturinn í skólanum á starfstíma skólans. Það verður að þjálfa hann allt árið, líka utan starfstíma skólans og þar koma heimilin inn í. Ég sé mikinn mun á nemendum í dag og þegar ég byrjaði að kenna fyrir um aldarfjórðungi síðan. Það er farið að breikka ansi mikið bilið á milli þeirra nemenda sem hafa góðar lestrarfyrirmyndir heima fyrir, lesið er fyrir og hugtök útskýrð með uppbyggilegu samtali, og þeirra sem hafa þær ekki. Því miður þá finnst mér þeim börnum alltaf fjölga með hverju árinu sem líður sem eru ekki bara illa læs á bókina heldur umhverfi sitt almennt, eins börnum sem hafa lítinn áhuga á öðru en því að komast heim úr skólanum til að spila tölvuleiki. Kemur það einhverju okkar á óvart hvað lestrarfærni drengja hefur hrakað mikið ? Rannsóknir sýna að drengir sækja meira í tölvuleiki en stúlkur og rannsóknir sýna einnig að mikil skjánotkun hefur áhrif á einbeitingu og svefn sem eru mikilvægir þættir hvað varðar nám. Menntamálaráðherra lét nýverið hafa eftir sér eftirfarandi varðandi það hversu mikið íslensk börn eru fjarverandi vegna leyfa á skólatíma: „Ég lít það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda líkt og könnunin gefur vísbendingar um. Að mínu mati þurfum við að ræða þessa þróun og samfélagið í heild sinni þarf að taka hana til sín. Við þurfum ákveðna viðhorfsbreytingu gagnvart mikilvægu hlutverki skólanna og hvernig við sem samfélag metum menntun og störf kennara að verðleikum. Þar skiptir góð skólamenning lykilmáli og að gott samstarf, traust og virðing sé milli heimila og skólasamfélagsins,“ er haft eftir ráðherra. Þetta er nefnilega heila málið. Það er ekki borin nógu mikil virðing fyrir menntun. Það er ekki nóg að kenna hlutina, nemendur verða líka að vilja tileinka sér þá. Þrátt fyrir góðan vilja þá er lífið ekki tölvuleikur, það verður að hafa fyrir hlutunum eins og áður. Of mörg börn gefast of fljótt upp ef þeim tekst ekki að ná árangri í fyrstu atrennu, það vantar seigluna. Svo við tölum nú ekki um öll börnin sem eru alin upp af þroskaþjófum sem leyfa þeim ekki að takast á við neitt, börnin sem eru sjálfala og alin upp af öðrum börnum því að íslensk vinnumenning hefur foreldra þeirra í þrælahaldi, börnin sem eru í svo stífu prógrammi varðandi íþróttir og tómstundir að þau eru örmagna. Horfumst í augu við það. Niðurstöður í lestri endurspegla bara það samfélag sem við búum í á Íslandi í dag, það er barnfjandsamlegt á margan hátt. Skólarnir hafa enga burði til að taka að sér öll þau hlutverk sem kallað er eftir að þeir sinni og eiga ekki að gera það. Hafið þið prófað að halda barnaafmæli með tæplega þrjátíu börnum ? Vegna agaleysis samfélagsins þá hegða íslensk börn sér stundum þannig í kennslustundum, þau vilja að þeim sé skemmt því annars missa þau áhugann og hætta að hlusta. Að þjálfa lestrarfærni við þannig aðstæður er kúnst og oft veruleiki okkar kennaranna á gólfinu. Þetta er áunninn lestrarvandi sem við erum að glíma við hér á landi og legg ég fram eftirfarandi bón: Ráðamenn/konur búið til fjölskylduvænt samfélag. Foreldrar talið við börnin ykkar, gefið þeim tíma, lesið fyrir þau og einfaldið líf ykkar allra. Munum að við berum öll ábyrgð og réttindum fylgja skyldur. Það er engu barni hollt að fara í gegnum lífið eins og það sé einn allsherjar skemmtiþáttur, dagskráin má ekki vera of einhæf og flöt.Höfundur er kennari.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun