Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 20:28 Það var mikill hiti í leiknum í Eyjum vísir/skjáskot Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Heimi sagði í samtali við Vísi í kvöld að honum hafi brugðið mikið þegar hann sá viðtal við Kára Kristján sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Þar segir Kári Kristján um atvikið að „þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ Heimir Óli upplifði atvikið allt öðruvísi. „Hann brýtur á Atla [Má Bárusyni] í þessu atviki. Hann stendur yfir honum og ég ætla bara að taka hann í burtu frá honum. Vissulega gríp ég í hann og ætla að færa hann í burtu,“ svo lýsir Heimir Óli atvikinu. „Þær fullyrðigar Kára um að ég hafi togað hann niður með mér eru gjörsamlega út í Hróa, eins og sést berlega bæði á Vísismyndbandinu og á ÍBV myndbandinu þá dett ég til hliðar og ég veit ekki hvaða maður væri nógu vitlaus til þess að fá Kára Kristján ofan á sig sjálfviljugur.“ „Hvað þá að fá olnbogann í höfuðið. Hann talar um að bera hendur fyrir sig, ég hef aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honum í andlitið á öðrum manni.“Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Heimir sagðist hafa verið hjá læknum í dag og það sé ekkert vitað hver staðan á sér verði. Hann hafi ekki mátt æfa né gera neitt í dag og fái ekki að vita fyrr en á morgun hvort hann megi vera með í næsta leik liðanna. Kári Kristján fékk rautt spjald fyrir brotið og var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Aganefndin hefur þó ekki lokið málsmeðferð, félögin fengu tækifæri til þess að senda athugasemdir og sjónarmið áður en málið verður aftur tekið fyrir á morgun. „Ég læt dómaranefnd alfarið um það hvernig þeir sjá þetta, en þeir sjá hvað Kári gerir þarna og ég treysti þeim fullkomlega til þess að taka á þessu.“ „Ég vona bara að við förum að spila handbolta og þetta þurfi ekki að fara fram í fjölmiðlum, að maður þurfi að fara að svara fyrir gjörðir annarra inni á velli og það sé verið að draga þetta á internetið.“ „Ég vona að menn læri það að þetta verði síðasti leikurinn þar sem fara fjögur rauð spöld, eða rautt spjald á loft í þessu einvígi. Ég vil bara að menn fari að spila handbolta og hætti þessu rugli,“ sagði Heimir Óli Heimisson. Leikur þrjú í einvíginu fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á sunnudag og hefst hann klukkan 16:00. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en fyrsta liðið í þrjá sigra fer í úrslitaeinvígið. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Heimi sagði í samtali við Vísi í kvöld að honum hafi brugðið mikið þegar hann sá viðtal við Kára Kristján sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Þar segir Kári Kristján um atvikið að „þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ Heimir Óli upplifði atvikið allt öðruvísi. „Hann brýtur á Atla [Má Bárusyni] í þessu atviki. Hann stendur yfir honum og ég ætla bara að taka hann í burtu frá honum. Vissulega gríp ég í hann og ætla að færa hann í burtu,“ svo lýsir Heimir Óli atvikinu. „Þær fullyrðigar Kára um að ég hafi togað hann niður með mér eru gjörsamlega út í Hróa, eins og sést berlega bæði á Vísismyndbandinu og á ÍBV myndbandinu þá dett ég til hliðar og ég veit ekki hvaða maður væri nógu vitlaus til þess að fá Kára Kristján ofan á sig sjálfviljugur.“ „Hvað þá að fá olnbogann í höfuðið. Hann talar um að bera hendur fyrir sig, ég hef aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honum í andlitið á öðrum manni.“Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Heimir sagðist hafa verið hjá læknum í dag og það sé ekkert vitað hver staðan á sér verði. Hann hafi ekki mátt æfa né gera neitt í dag og fái ekki að vita fyrr en á morgun hvort hann megi vera með í næsta leik liðanna. Kári Kristján fékk rautt spjald fyrir brotið og var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Aganefndin hefur þó ekki lokið málsmeðferð, félögin fengu tækifæri til þess að senda athugasemdir og sjónarmið áður en málið verður aftur tekið fyrir á morgun. „Ég læt dómaranefnd alfarið um það hvernig þeir sjá þetta, en þeir sjá hvað Kári gerir þarna og ég treysti þeim fullkomlega til þess að taka á þessu.“ „Ég vona bara að við förum að spila handbolta og þetta þurfi ekki að fara fram í fjölmiðlum, að maður þurfi að fara að svara fyrir gjörðir annarra inni á velli og það sé verið að draga þetta á internetið.“ „Ég vona að menn læri það að þetta verði síðasti leikurinn þar sem fara fjögur rauð spöld, eða rautt spjald á loft í þessu einvígi. Ég vil bara að menn fari að spila handbolta og hætti þessu rugli,“ sagði Heimir Óli Heimisson. Leikur þrjú í einvíginu fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á sunnudag og hefst hann klukkan 16:00. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en fyrsta liðið í þrjá sigra fer í úrslitaeinvígið.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42
Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13
Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15