Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 20:28 Það var mikill hiti í leiknum í Eyjum vísir/skjáskot Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Heimi sagði í samtali við Vísi í kvöld að honum hafi brugðið mikið þegar hann sá viðtal við Kára Kristján sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Þar segir Kári Kristján um atvikið að „þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ Heimir Óli upplifði atvikið allt öðruvísi. „Hann brýtur á Atla [Má Bárusyni] í þessu atviki. Hann stendur yfir honum og ég ætla bara að taka hann í burtu frá honum. Vissulega gríp ég í hann og ætla að færa hann í burtu,“ svo lýsir Heimir Óli atvikinu. „Þær fullyrðigar Kára um að ég hafi togað hann niður með mér eru gjörsamlega út í Hróa, eins og sést berlega bæði á Vísismyndbandinu og á ÍBV myndbandinu þá dett ég til hliðar og ég veit ekki hvaða maður væri nógu vitlaus til þess að fá Kára Kristján ofan á sig sjálfviljugur.“ „Hvað þá að fá olnbogann í höfuðið. Hann talar um að bera hendur fyrir sig, ég hef aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honum í andlitið á öðrum manni.“Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Heimir sagðist hafa verið hjá læknum í dag og það sé ekkert vitað hver staðan á sér verði. Hann hafi ekki mátt æfa né gera neitt í dag og fái ekki að vita fyrr en á morgun hvort hann megi vera með í næsta leik liðanna. Kári Kristján fékk rautt spjald fyrir brotið og var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Aganefndin hefur þó ekki lokið málsmeðferð, félögin fengu tækifæri til þess að senda athugasemdir og sjónarmið áður en málið verður aftur tekið fyrir á morgun. „Ég læt dómaranefnd alfarið um það hvernig þeir sjá þetta, en þeir sjá hvað Kári gerir þarna og ég treysti þeim fullkomlega til þess að taka á þessu.“ „Ég vona bara að við förum að spila handbolta og þetta þurfi ekki að fara fram í fjölmiðlum, að maður þurfi að fara að svara fyrir gjörðir annarra inni á velli og það sé verið að draga þetta á internetið.“ „Ég vona að menn læri það að þetta verði síðasti leikurinn þar sem fara fjögur rauð spöld, eða rautt spjald á loft í þessu einvígi. Ég vil bara að menn fari að spila handbolta og hætti þessu rugli,“ sagði Heimir Óli Heimisson. Leikur þrjú í einvíginu fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á sunnudag og hefst hann klukkan 16:00. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en fyrsta liðið í þrjá sigra fer í úrslitaeinvígið. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Heimi sagði í samtali við Vísi í kvöld að honum hafi brugðið mikið þegar hann sá viðtal við Kára Kristján sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Þar segir Kári Kristján um atvikið að „þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ Heimir Óli upplifði atvikið allt öðruvísi. „Hann brýtur á Atla [Má Bárusyni] í þessu atviki. Hann stendur yfir honum og ég ætla bara að taka hann í burtu frá honum. Vissulega gríp ég í hann og ætla að færa hann í burtu,“ svo lýsir Heimir Óli atvikinu. „Þær fullyrðigar Kára um að ég hafi togað hann niður með mér eru gjörsamlega út í Hróa, eins og sést berlega bæði á Vísismyndbandinu og á ÍBV myndbandinu þá dett ég til hliðar og ég veit ekki hvaða maður væri nógu vitlaus til þess að fá Kára Kristján ofan á sig sjálfviljugur.“ „Hvað þá að fá olnbogann í höfuðið. Hann talar um að bera hendur fyrir sig, ég hef aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honum í andlitið á öðrum manni.“Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Heimir sagðist hafa verið hjá læknum í dag og það sé ekkert vitað hver staðan á sér verði. Hann hafi ekki mátt æfa né gera neitt í dag og fái ekki að vita fyrr en á morgun hvort hann megi vera með í næsta leik liðanna. Kári Kristján fékk rautt spjald fyrir brotið og var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Aganefndin hefur þó ekki lokið málsmeðferð, félögin fengu tækifæri til þess að senda athugasemdir og sjónarmið áður en málið verður aftur tekið fyrir á morgun. „Ég læt dómaranefnd alfarið um það hvernig þeir sjá þetta, en þeir sjá hvað Kári gerir þarna og ég treysti þeim fullkomlega til þess að taka á þessu.“ „Ég vona bara að við förum að spila handbolta og þetta þurfi ekki að fara fram í fjölmiðlum, að maður þurfi að fara að svara fyrir gjörðir annarra inni á velli og það sé verið að draga þetta á internetið.“ „Ég vona að menn læri það að þetta verði síðasti leikurinn þar sem fara fjögur rauð spöld, eða rautt spjald á loft í þessu einvígi. Ég vil bara að menn fari að spila handbolta og hætti þessu rugli,“ sagði Heimir Óli Heimisson. Leikur þrjú í einvíginu fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á sunnudag og hefst hann klukkan 16:00. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en fyrsta liðið í þrjá sigra fer í úrslitaeinvígið.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42
Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13
Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15