Horfin tíð á Hornströndum Þorvaldur Gylfason skrifar 8. ágúst 2019 08:45 Hesteyri – Margrét Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík sendi Vilmundi Jónssyni landlækni, afa mínum, bréf 1945 og segir þar:Í sárri neyð „Ég sný mér nú til yðar í sárri neyð okkar hér sem á þessum hala landsins búum og bið yður í nafni guðs að senda okkur lækni þó ekki væri nema yfir vetrarmánuðina því þeir eru okkur erfiðastir, bæði hvað tíðarfar og allar samgöngur varðar. Við getum ekki alltaf sótt hjálp til Ísafjarðar þó líf liggi við og þó að við kvörtum og þurfum á hjálp að halda. Það er ekki alltaf hægt að sinna okkur hér sökum veðurfars og annarra aðstæðna. Hér sem annars staðar hefur verið mikið um vesöld í haust. Ég á dreng 12 ára og telpu 10 ára sem bæði hafa verið mikið veik. Fyrst fengu þau einhvers konar taugatruflun eða hjartveiki og voru lengi lasin af því og hafa ekki náð sér enn. Síðar fengu þau uppköst og vellu í hálsinn, verk í höfði sem lagði ofan í hálsinn aftan. Ég veit ekki hvað þetta hefur verið, en fleiri tilfelli hafa komið hér af þessu tagi. Og einn ungur drengur varð hálfmáttlaus í handlegg og var lasleiki hans svipaður og í mínum börnum að öðru leyti en því að þau urðu ekki máttlaus. Við vorum hálfhrædd við þetta og báðum Baldur Johnsen á Ísafirði að koma og athuga þetta, en sökum annríkis gat hann ekki sinnt því, hefur meira en nóg að gera maðurinn sá. Það er ekki alltaf hægt að rjúka með mikið veikt fólk til Ísafjarðar, t.d. konur sem ekki er hægt að hreyfa fyrir blóðlátum. Þetta hefur komið fyrir hér og ekki fyrir löngu síðan. Drengur sem ég á 15 ára gamall sem var við vinnu uppi á fjalli nú um tíma kom heim í dag töluvert meiddur á fæti. Hvern á að sækja til að athuga meiðsli? Mér finnst hann óbrotinn en finn vanmátt minn til að athuga þetta fyllilega þó drengurinn treysti mér fyllilega. Ekki er til neins að síma um svona hluti. Við höfum aðeins einn lækni og það er guð en það er ekki alltaf nóg. Já og nei. Það deyr svo margur að enginn hjálpar. Gætuð þér nú ekki haft einhver áhrif í þá átt að útvega okkur góðan lækni er fengist til að vera hér í vetur þó ekki væri til lengri tíma. Þetta er óbærilegt eins og það hefur verið og er nú.“ Átthagaást „Þér getið sagt sem svo: Það er enginn að biðja fólk að vera þarna þar sem enginn menntaður maður vill vera eða getur þrifist. En það er nú svo. Það hafa ekki allir ástæður né löngun til að rífa sig upp með rótum þaðan sem þeir einu sinni eru búnir að hreiðra um sig bara til að elta fjöldann og læknana. Það getur annað afl verið sterkara sem við köllum átthagaást, en hún getur líka e.t.v. stundum verið of dýru verði keypt, þessi tryggð við það sem við köllum heima og þá lífsvenju að vera okkar eigin húsbændur og sækja ekki vinnu til annarra. Jæja Vilmundur. Þá fer ég að hætta þessum bréfaskriftum. Þetta er orðið lengra en ég hafði hugsað mér í fyrstu. Víkin mín er nú að klæðast haustfötunum og sjórinn er farinn að hækka raustina og sendir freyðandi hvítar öldur upp að grundinni sem húsið okkar stendur á. Þar sat einu sinni lítill drengur og lék sér með ofurlítinn seppa er ég átti. Þá var sól og sumar, ég var að vinna í garðholunni minni og virti unga manninn fyrir mér þar sem hann horfði út á spegilsléttan sjóinn og hversu mjúklega hann lét sér að hundinum mínum. Skyldi honum þykja eins gaman að sjá sjóinn þegar hann er sem reiðastur og víkin öll eitt brot svo að löðrið teygir sig upp á græna, slétta blettinn sem hann hvíldi á þá? Þennan dreng áttuð þér. Þér voruð þá hér á ferð og hann var með yður. Guð blessi hann og yður. Ég hef enga afsökun fyrir þessu masi mínu, get tæplega búist við að þér lesið það til enda, bið velvirðingar á því sem er ábótavant. Ég vona að þér gerið allt sem þér getið til að útvega okkur lækni. Með vinsemd og einlægri virðingu. Margrét Magnúsdóttir, Sæbóli, Aðalvík.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hesteyri – Margrét Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík sendi Vilmundi Jónssyni landlækni, afa mínum, bréf 1945 og segir þar:Í sárri neyð „Ég sný mér nú til yðar í sárri neyð okkar hér sem á þessum hala landsins búum og bið yður í nafni guðs að senda okkur lækni þó ekki væri nema yfir vetrarmánuðina því þeir eru okkur erfiðastir, bæði hvað tíðarfar og allar samgöngur varðar. Við getum ekki alltaf sótt hjálp til Ísafjarðar þó líf liggi við og þó að við kvörtum og þurfum á hjálp að halda. Það er ekki alltaf hægt að sinna okkur hér sökum veðurfars og annarra aðstæðna. Hér sem annars staðar hefur verið mikið um vesöld í haust. Ég á dreng 12 ára og telpu 10 ára sem bæði hafa verið mikið veik. Fyrst fengu þau einhvers konar taugatruflun eða hjartveiki og voru lengi lasin af því og hafa ekki náð sér enn. Síðar fengu þau uppköst og vellu í hálsinn, verk í höfði sem lagði ofan í hálsinn aftan. Ég veit ekki hvað þetta hefur verið, en fleiri tilfelli hafa komið hér af þessu tagi. Og einn ungur drengur varð hálfmáttlaus í handlegg og var lasleiki hans svipaður og í mínum börnum að öðru leyti en því að þau urðu ekki máttlaus. Við vorum hálfhrædd við þetta og báðum Baldur Johnsen á Ísafirði að koma og athuga þetta, en sökum annríkis gat hann ekki sinnt því, hefur meira en nóg að gera maðurinn sá. Það er ekki alltaf hægt að rjúka með mikið veikt fólk til Ísafjarðar, t.d. konur sem ekki er hægt að hreyfa fyrir blóðlátum. Þetta hefur komið fyrir hér og ekki fyrir löngu síðan. Drengur sem ég á 15 ára gamall sem var við vinnu uppi á fjalli nú um tíma kom heim í dag töluvert meiddur á fæti. Hvern á að sækja til að athuga meiðsli? Mér finnst hann óbrotinn en finn vanmátt minn til að athuga þetta fyllilega þó drengurinn treysti mér fyllilega. Ekki er til neins að síma um svona hluti. Við höfum aðeins einn lækni og það er guð en það er ekki alltaf nóg. Já og nei. Það deyr svo margur að enginn hjálpar. Gætuð þér nú ekki haft einhver áhrif í þá átt að útvega okkur góðan lækni er fengist til að vera hér í vetur þó ekki væri til lengri tíma. Þetta er óbærilegt eins og það hefur verið og er nú.“ Átthagaást „Þér getið sagt sem svo: Það er enginn að biðja fólk að vera þarna þar sem enginn menntaður maður vill vera eða getur þrifist. En það er nú svo. Það hafa ekki allir ástæður né löngun til að rífa sig upp með rótum þaðan sem þeir einu sinni eru búnir að hreiðra um sig bara til að elta fjöldann og læknana. Það getur annað afl verið sterkara sem við köllum átthagaást, en hún getur líka e.t.v. stundum verið of dýru verði keypt, þessi tryggð við það sem við köllum heima og þá lífsvenju að vera okkar eigin húsbændur og sækja ekki vinnu til annarra. Jæja Vilmundur. Þá fer ég að hætta þessum bréfaskriftum. Þetta er orðið lengra en ég hafði hugsað mér í fyrstu. Víkin mín er nú að klæðast haustfötunum og sjórinn er farinn að hækka raustina og sendir freyðandi hvítar öldur upp að grundinni sem húsið okkar stendur á. Þar sat einu sinni lítill drengur og lék sér með ofurlítinn seppa er ég átti. Þá var sól og sumar, ég var að vinna í garðholunni minni og virti unga manninn fyrir mér þar sem hann horfði út á spegilsléttan sjóinn og hversu mjúklega hann lét sér að hundinum mínum. Skyldi honum þykja eins gaman að sjá sjóinn þegar hann er sem reiðastur og víkin öll eitt brot svo að löðrið teygir sig upp á græna, slétta blettinn sem hann hvíldi á þá? Þennan dreng áttuð þér. Þér voruð þá hér á ferð og hann var með yður. Guð blessi hann og yður. Ég hef enga afsökun fyrir þessu masi mínu, get tæplega búist við að þér lesið það til enda, bið velvirðingar á því sem er ábótavant. Ég vona að þér gerið allt sem þér getið til að útvega okkur lækni. Með vinsemd og einlægri virðingu. Margrét Magnúsdóttir, Sæbóli, Aðalvík.“
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar