Fagra Flórída á Hringbraut Pétur Sigurðsson skrifar 29. október 2019 15:55 Hvorki Guðbergur Guðbergsson, né neinn af fasteignasölunum á Fasteignasölunni Bæ, eru með réttindi til þess að selja fasteignir í Flórída. Þeir mega tengja saman fasteignasala í Flórída og mögulega kaupendur frá Íslandi og fær þá fasteignasalan Bær tilvísunargjald fyrir þá þjónustu. Þeim er ekki heimilt að tjá sig um ágæti fasteigna í Flórída, en mega lesa af blaði það sem Löggiltur fasteignasali hefur ritað. Þeir mega ekki fylla út eða skrifa kaupsamning fyrir eign í Flórída. Öllum fasteignasölum ber skilda að bera á sér skírteini útvegið af fylkinu, þegar þeir eru að vinna. Það er rétt að það er eftirspurn eftir húsum í Flórída, en of margir eru að leigja út húsin sína og það er yfirframboð á leiguhúsnæði. Þannig að það er ekki raunhæft að ætlast til að þú getir haft 4% ávöxtun eða hærra af eigninni. Að eitthvað hús sem byggt er í dag skili sér til baka í leigu á 10 til 15 árum eða þaðan af skemmri tíma er óraunhæfur draumur. Einu tilfellin sem þetta hefur gengið er þegar menn keyptu hús á brunaútsölu í hruninu, þ.e. um það bil einum þriðja af eðlilegu verði. Sögulega séð þá hækkar verð í Flórída um 3% á ári en í Bandaríkjunum í heild um 4%. Það er óraunhæft að miða við einhverja hækkun milli einstakra ára. Frá því ég byrjaði í fasteignasölu fyrir rúmum 19 árum, þá hefur verð hækkað og lækkað frá 33% hækkun með niður í 66% lækkun minnst. Rétt fyrir hrun komust menn upp með það að nefna bara tekjurnar sem þeir höfðu, í dag þurfa allir að sanna (yfirleitt með skattskýrslum) hvaða tekjur þeir hafa. Einu líkurnar á því að þeir sleppi við það er að þeir greiði mjög há útborgun, líklega 50% eða hærra. Vextir eru aldrei nefndir í þættinum en þeir eru fyrir Ameríkana með háar tekjur og frábæra greiðslusögu 3.96% í dag. Þó það sé staðhæft að allt sé innifalið þá vantar samt öll húsgögn, lín, borðbúnað, skreitingar, smátæki og fleira. Þetta getur verið góður biti ef vel á að gera, en það er ekkert minnst á þetta í kynningunni. Í dag koma öll hús fullbúin sama hver byggingaraðilinn er, stundum vantar ísskáp, þvottavél og þurrkara en það er undantekning. Það er sleppt því að tala um að þegar byggingaraðilar selja hús þá láta þeir kaupandann greiða fyrir sig það sem er hér hefðbundinn kostnaður seljanda við sölu. Eins og lögfræðikostnað $500 til $1000, stimpilgjald $7 af hverjum $1,000 af verðmæti kaupsamnings og svo tryggingu sem tryggir hreint veðbókarvottorð $5.75 af hverjum 1,000 af verðmæti kaupsamnings. VHC Hospitality hóf starfsemi í janúar 2017 og er nýlegt fyrirtæki með litla reynslu. Sjáið hvað gerist ef það er óskað eftir skriflegri tryggingu fyrir hagnaði af leigunni. Það er talað um traustan samstarfsaðila, sjá tengil: https://www.consumeraffairs.com/housing/aaa_builders.html# Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Hvorki Guðbergur Guðbergsson, né neinn af fasteignasölunum á Fasteignasölunni Bæ, eru með réttindi til þess að selja fasteignir í Flórída. Þeir mega tengja saman fasteignasala í Flórída og mögulega kaupendur frá Íslandi og fær þá fasteignasalan Bær tilvísunargjald fyrir þá þjónustu. Þeim er ekki heimilt að tjá sig um ágæti fasteigna í Flórída, en mega lesa af blaði það sem Löggiltur fasteignasali hefur ritað. Þeir mega ekki fylla út eða skrifa kaupsamning fyrir eign í Flórída. Öllum fasteignasölum ber skilda að bera á sér skírteini útvegið af fylkinu, þegar þeir eru að vinna. Það er rétt að það er eftirspurn eftir húsum í Flórída, en of margir eru að leigja út húsin sína og það er yfirframboð á leiguhúsnæði. Þannig að það er ekki raunhæft að ætlast til að þú getir haft 4% ávöxtun eða hærra af eigninni. Að eitthvað hús sem byggt er í dag skili sér til baka í leigu á 10 til 15 árum eða þaðan af skemmri tíma er óraunhæfur draumur. Einu tilfellin sem þetta hefur gengið er þegar menn keyptu hús á brunaútsölu í hruninu, þ.e. um það bil einum þriðja af eðlilegu verði. Sögulega séð þá hækkar verð í Flórída um 3% á ári en í Bandaríkjunum í heild um 4%. Það er óraunhæft að miða við einhverja hækkun milli einstakra ára. Frá því ég byrjaði í fasteignasölu fyrir rúmum 19 árum, þá hefur verð hækkað og lækkað frá 33% hækkun með niður í 66% lækkun minnst. Rétt fyrir hrun komust menn upp með það að nefna bara tekjurnar sem þeir höfðu, í dag þurfa allir að sanna (yfirleitt með skattskýrslum) hvaða tekjur þeir hafa. Einu líkurnar á því að þeir sleppi við það er að þeir greiði mjög há útborgun, líklega 50% eða hærra. Vextir eru aldrei nefndir í þættinum en þeir eru fyrir Ameríkana með háar tekjur og frábæra greiðslusögu 3.96% í dag. Þó það sé staðhæft að allt sé innifalið þá vantar samt öll húsgögn, lín, borðbúnað, skreitingar, smátæki og fleira. Þetta getur verið góður biti ef vel á að gera, en það er ekkert minnst á þetta í kynningunni. Í dag koma öll hús fullbúin sama hver byggingaraðilinn er, stundum vantar ísskáp, þvottavél og þurrkara en það er undantekning. Það er sleppt því að tala um að þegar byggingaraðilar selja hús þá láta þeir kaupandann greiða fyrir sig það sem er hér hefðbundinn kostnaður seljanda við sölu. Eins og lögfræðikostnað $500 til $1000, stimpilgjald $7 af hverjum $1,000 af verðmæti kaupsamnings og svo tryggingu sem tryggir hreint veðbókarvottorð $5.75 af hverjum 1,000 af verðmæti kaupsamnings. VHC Hospitality hóf starfsemi í janúar 2017 og er nýlegt fyrirtæki með litla reynslu. Sjáið hvað gerist ef það er óskað eftir skriflegri tryggingu fyrir hagnaði af leigunni. Það er talað um traustan samstarfsaðila, sjá tengil: https://www.consumeraffairs.com/housing/aaa_builders.html#
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun