Fagra Flórída á Hringbraut Pétur Sigurðsson skrifar 29. október 2019 15:55 Hvorki Guðbergur Guðbergsson, né neinn af fasteignasölunum á Fasteignasölunni Bæ, eru með réttindi til þess að selja fasteignir í Flórída. Þeir mega tengja saman fasteignasala í Flórída og mögulega kaupendur frá Íslandi og fær þá fasteignasalan Bær tilvísunargjald fyrir þá þjónustu. Þeim er ekki heimilt að tjá sig um ágæti fasteigna í Flórída, en mega lesa af blaði það sem Löggiltur fasteignasali hefur ritað. Þeir mega ekki fylla út eða skrifa kaupsamning fyrir eign í Flórída. Öllum fasteignasölum ber skilda að bera á sér skírteini útvegið af fylkinu, þegar þeir eru að vinna. Það er rétt að það er eftirspurn eftir húsum í Flórída, en of margir eru að leigja út húsin sína og það er yfirframboð á leiguhúsnæði. Þannig að það er ekki raunhæft að ætlast til að þú getir haft 4% ávöxtun eða hærra af eigninni. Að eitthvað hús sem byggt er í dag skili sér til baka í leigu á 10 til 15 árum eða þaðan af skemmri tíma er óraunhæfur draumur. Einu tilfellin sem þetta hefur gengið er þegar menn keyptu hús á brunaútsölu í hruninu, þ.e. um það bil einum þriðja af eðlilegu verði. Sögulega séð þá hækkar verð í Flórída um 3% á ári en í Bandaríkjunum í heild um 4%. Það er óraunhæft að miða við einhverja hækkun milli einstakra ára. Frá því ég byrjaði í fasteignasölu fyrir rúmum 19 árum, þá hefur verð hækkað og lækkað frá 33% hækkun með niður í 66% lækkun minnst. Rétt fyrir hrun komust menn upp með það að nefna bara tekjurnar sem þeir höfðu, í dag þurfa allir að sanna (yfirleitt með skattskýrslum) hvaða tekjur þeir hafa. Einu líkurnar á því að þeir sleppi við það er að þeir greiði mjög há útborgun, líklega 50% eða hærra. Vextir eru aldrei nefndir í þættinum en þeir eru fyrir Ameríkana með háar tekjur og frábæra greiðslusögu 3.96% í dag. Þó það sé staðhæft að allt sé innifalið þá vantar samt öll húsgögn, lín, borðbúnað, skreitingar, smátæki og fleira. Þetta getur verið góður biti ef vel á að gera, en það er ekkert minnst á þetta í kynningunni. Í dag koma öll hús fullbúin sama hver byggingaraðilinn er, stundum vantar ísskáp, þvottavél og þurrkara en það er undantekning. Það er sleppt því að tala um að þegar byggingaraðilar selja hús þá láta þeir kaupandann greiða fyrir sig það sem er hér hefðbundinn kostnaður seljanda við sölu. Eins og lögfræðikostnað $500 til $1000, stimpilgjald $7 af hverjum $1,000 af verðmæti kaupsamnings og svo tryggingu sem tryggir hreint veðbókarvottorð $5.75 af hverjum 1,000 af verðmæti kaupsamnings. VHC Hospitality hóf starfsemi í janúar 2017 og er nýlegt fyrirtæki með litla reynslu. Sjáið hvað gerist ef það er óskað eftir skriflegri tryggingu fyrir hagnaði af leigunni. Það er talað um traustan samstarfsaðila, sjá tengil: https://www.consumeraffairs.com/housing/aaa_builders.html# Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvorki Guðbergur Guðbergsson, né neinn af fasteignasölunum á Fasteignasölunni Bæ, eru með réttindi til þess að selja fasteignir í Flórída. Þeir mega tengja saman fasteignasala í Flórída og mögulega kaupendur frá Íslandi og fær þá fasteignasalan Bær tilvísunargjald fyrir þá þjónustu. Þeim er ekki heimilt að tjá sig um ágæti fasteigna í Flórída, en mega lesa af blaði það sem Löggiltur fasteignasali hefur ritað. Þeir mega ekki fylla út eða skrifa kaupsamning fyrir eign í Flórída. Öllum fasteignasölum ber skilda að bera á sér skírteini útvegið af fylkinu, þegar þeir eru að vinna. Það er rétt að það er eftirspurn eftir húsum í Flórída, en of margir eru að leigja út húsin sína og það er yfirframboð á leiguhúsnæði. Þannig að það er ekki raunhæft að ætlast til að þú getir haft 4% ávöxtun eða hærra af eigninni. Að eitthvað hús sem byggt er í dag skili sér til baka í leigu á 10 til 15 árum eða þaðan af skemmri tíma er óraunhæfur draumur. Einu tilfellin sem þetta hefur gengið er þegar menn keyptu hús á brunaútsölu í hruninu, þ.e. um það bil einum þriðja af eðlilegu verði. Sögulega séð þá hækkar verð í Flórída um 3% á ári en í Bandaríkjunum í heild um 4%. Það er óraunhæft að miða við einhverja hækkun milli einstakra ára. Frá því ég byrjaði í fasteignasölu fyrir rúmum 19 árum, þá hefur verð hækkað og lækkað frá 33% hækkun með niður í 66% lækkun minnst. Rétt fyrir hrun komust menn upp með það að nefna bara tekjurnar sem þeir höfðu, í dag þurfa allir að sanna (yfirleitt með skattskýrslum) hvaða tekjur þeir hafa. Einu líkurnar á því að þeir sleppi við það er að þeir greiði mjög há útborgun, líklega 50% eða hærra. Vextir eru aldrei nefndir í þættinum en þeir eru fyrir Ameríkana með háar tekjur og frábæra greiðslusögu 3.96% í dag. Þó það sé staðhæft að allt sé innifalið þá vantar samt öll húsgögn, lín, borðbúnað, skreitingar, smátæki og fleira. Þetta getur verið góður biti ef vel á að gera, en það er ekkert minnst á þetta í kynningunni. Í dag koma öll hús fullbúin sama hver byggingaraðilinn er, stundum vantar ísskáp, þvottavél og þurrkara en það er undantekning. Það er sleppt því að tala um að þegar byggingaraðilar selja hús þá láta þeir kaupandann greiða fyrir sig það sem er hér hefðbundinn kostnaður seljanda við sölu. Eins og lögfræðikostnað $500 til $1000, stimpilgjald $7 af hverjum $1,000 af verðmæti kaupsamnings og svo tryggingu sem tryggir hreint veðbókarvottorð $5.75 af hverjum 1,000 af verðmæti kaupsamnings. VHC Hospitality hóf starfsemi í janúar 2017 og er nýlegt fyrirtæki með litla reynslu. Sjáið hvað gerist ef það er óskað eftir skriflegri tryggingu fyrir hagnaði af leigunni. Það er talað um traustan samstarfsaðila, sjá tengil: https://www.consumeraffairs.com/housing/aaa_builders.html#
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar