Skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 17. október 2019 13:15 Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. Þjónusta borgarinnar skal samkvæmt stefnunni byggja á skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst. Skaðaminnkandi nálgun felur fyrst og fremst í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldna þeirra sem og samfélagið allt. Áherslan er að lágmarka þann skaða sem neyslan veldur. Auk þess er nauðsynlegt að vinna gegn fordómum í samfélaginu með því að viðurkenna mannréttindi allra og tryggja íbúum skilyrðislausan rétt til þjónustu. Húsnæðið fyrst er nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk sem telst gagnreynd og er nú notuð víða um heim. Húsnæði telst til grunnþarfa einstaklinga og til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessarri grunnþörf til að einstaklingurinn sem um ræðir geti unnið áfram við aðrar áskoranir sem viðkomandi glímir við. Því er litið á öruggt heimili sem forsendu til þess að hægt sé að ná árangri í meðferð við vímuefnaneyslu og / eða geðrænum vanda. Skaðaminnkun er bæði notendamiðuð og valdeflandi, sem þýðir að notandinn hefur áhrif á hvar hann vill búa og ákveður hvaða þjónustu hann þiggur. Mikilvægt er að leggja áherslu á auðvelt aðgengi að meðferð og þjónustu til þess að skaðaminnkandi nálgun virki í reynd. Því þarf að bæta meðferðarúrræði og fjölga valkostum fólks sem þarf aðstoð vegna fíknivanda. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða notenda þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og kostnaði samfélagsins. Vinstri græn hafa haft á stefnu sinni að efla þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og er innleiðing þeirrar stefnu hafin á fullu. Reykjavíkurborg setur nú 1.2 miljarð árlega í málaflokkinn og sinnir honum að mörgu leyti mjög vel en ávallt má gera betur. Á næstunni opnar nýtt sérhæft gistiskýli og heimili fyrir tvígreindar konur í Reykjavík. Frú Ragnheiður hefur veitt jaðarsettum hópum lífsnauðsynlega og mikilvæga þjónustu á grundvelli skaðaminnkunar undanfarin ár. Auk þess undirbýr heilbrigðisráðuneytið opnun neyslurýmis í samvinnu við borgina. Ákall er um samvinnu ólíkra kerfa svo sem félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og dómskerfis, mikilvægt er að hlusta á það ákall. Við höfum sammælst í auknum mæli sem samfélag að aðstoða fólk með fíknvanda og veita þeim aðstoð í stað þess að refsa þeim. Mikilvægt er að veita öllum sjálfssagða heilbrigðisþjónustu. Þegar við hverfum frá refsistefnu er litið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál. Með því að tryggja samvinnu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, halda áfram að byggja upp þjónustu í anda skaðaminnkandi nálgunar og húsnæðið fyrst getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að gera betur og tryggja öllum fordómalausa þjónustu sem byggir á mannvirðingu og réttindum allra. Þar munum við í Vinstri grænum standa vaktina, héreftir sem hingað til.Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. Þjónusta borgarinnar skal samkvæmt stefnunni byggja á skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst. Skaðaminnkandi nálgun felur fyrst og fremst í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldna þeirra sem og samfélagið allt. Áherslan er að lágmarka þann skaða sem neyslan veldur. Auk þess er nauðsynlegt að vinna gegn fordómum í samfélaginu með því að viðurkenna mannréttindi allra og tryggja íbúum skilyrðislausan rétt til þjónustu. Húsnæðið fyrst er nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk sem telst gagnreynd og er nú notuð víða um heim. Húsnæði telst til grunnþarfa einstaklinga og til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessarri grunnþörf til að einstaklingurinn sem um ræðir geti unnið áfram við aðrar áskoranir sem viðkomandi glímir við. Því er litið á öruggt heimili sem forsendu til þess að hægt sé að ná árangri í meðferð við vímuefnaneyslu og / eða geðrænum vanda. Skaðaminnkun er bæði notendamiðuð og valdeflandi, sem þýðir að notandinn hefur áhrif á hvar hann vill búa og ákveður hvaða þjónustu hann þiggur. Mikilvægt er að leggja áherslu á auðvelt aðgengi að meðferð og þjónustu til þess að skaðaminnkandi nálgun virki í reynd. Því þarf að bæta meðferðarúrræði og fjölga valkostum fólks sem þarf aðstoð vegna fíknivanda. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða notenda þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og kostnaði samfélagsins. Vinstri græn hafa haft á stefnu sinni að efla þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og er innleiðing þeirrar stefnu hafin á fullu. Reykjavíkurborg setur nú 1.2 miljarð árlega í málaflokkinn og sinnir honum að mörgu leyti mjög vel en ávallt má gera betur. Á næstunni opnar nýtt sérhæft gistiskýli og heimili fyrir tvígreindar konur í Reykjavík. Frú Ragnheiður hefur veitt jaðarsettum hópum lífsnauðsynlega og mikilvæga þjónustu á grundvelli skaðaminnkunar undanfarin ár. Auk þess undirbýr heilbrigðisráðuneytið opnun neyslurýmis í samvinnu við borgina. Ákall er um samvinnu ólíkra kerfa svo sem félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og dómskerfis, mikilvægt er að hlusta á það ákall. Við höfum sammælst í auknum mæli sem samfélag að aðstoða fólk með fíknvanda og veita þeim aðstoð í stað þess að refsa þeim. Mikilvægt er að veita öllum sjálfssagða heilbrigðisþjónustu. Þegar við hverfum frá refsistefnu er litið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál. Með því að tryggja samvinnu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, halda áfram að byggja upp þjónustu í anda skaðaminnkandi nálgunar og húsnæðið fyrst getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að gera betur og tryggja öllum fordómalausa þjónustu sem byggir á mannvirðingu og réttindum allra. Þar munum við í Vinstri grænum standa vaktina, héreftir sem hingað til.Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun