Á Reykjalundi er eflandi umhverfi, þar sem gott er að vinna Jónína Sigurgeirsdóttir skrifar 17. október 2019 15:00 Mig langar að skrifa örfá orð um vinnustaðinn minn, þar sem ég hef starfað í rúm 30 ár, sem er endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi. Þar sem ég byrjaði sem almennur hjúkrunarfræðingur, aflaði mér síðan sérfræðimenntunar og starfa nú sem gæðastjóri. Mér finnst, eins og áreiðanlega flestum, sárt að horfa á fréttirnar sem birst hafa um vinnustaðinn minn síðustu daga. Án þess að ég vilji gera lítið úr upplifun þeirra sem hafa tjáð sig mest og vísað hefur verið til í fjölmiðlum sem talsmanna starfsfólks Reykjalundar, þá langar mig að lýsa örlítið annarri sýn á málið. Mér finnst mjög gott að vinna á Reykjalundi. Í ljósi þess að ég á þar marga góða samstarfsfélaga sem eru með svipaðan starfsaldur og ég, eða lengri, þykist ég vita að sé ekki ein um þá skoðun. Það er kannski skiljanlegt að þegar svo harðar deilur verða á milli þeirra sem stýra stofnuninni, á sviði lækninga annars vegar og stjórnunar hins vegar, bregði fólki við og það verði smeykt um hvort það verði ekki jafn gott og áður að vinna á Reykjalundi. Er það raunveruleg hætta? Nei, ég hygg að þar verði fyrirsagnir fjölmiðla sem betur fer ekki sannspáar. Þau ágreiningsefni sem nefnd hafa verið eru svo sem ekki ný af nálinni og umræðan um þau mun sjálfsagt halda áfram. Ég tel samt að því öfluga fólki sem starfað hefur á Reykjalundi (og mér heyrist að yfirgnæfandi meirihluti hyggist halda því áfram), sé treystandi til að vinna vel úr þeim málum. Um leið og ég vil persónulega þakka fyrri forstjóra og framkvæmdarstjóra lækninga fyrir liðin ár, býð ég Ólaf Þór Ævarsson velkominn í stöðu framkvæmdarstjóra lækninga og Herdísi Gunnarsdóttur í stöðu forstjóra. Þá er Reykjalundur með fullskipaða framkvæmdarstjórn og mér finnst sjálfri, og ég veit um fleiri sem eru mér sammála, að nú sé lag að þétta raðirnar. Ég dáist að því hvernig starfsmenn Reykjalundar hafa að undanförnu haldið áfram að sinna störfum sínum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við, fagfólkið í endurhæfingu, munum halda áfram að sýna hvert öðru og skjólstæðingum okkar virðingu, um leið og við tökumst við það brýna verkefni að sinna endurhæfingu þeirra sem þurfa á henni að halda. Með vinsemd,Jónína Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og gæðastjóri Reykjalundar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga á Reykjalundi Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Mig langar að skrifa örfá orð um vinnustaðinn minn, þar sem ég hef starfað í rúm 30 ár, sem er endurhæfingarmiðstöðin á Reykjalundi. Þar sem ég byrjaði sem almennur hjúkrunarfræðingur, aflaði mér síðan sérfræðimenntunar og starfa nú sem gæðastjóri. Mér finnst, eins og áreiðanlega flestum, sárt að horfa á fréttirnar sem birst hafa um vinnustaðinn minn síðustu daga. Án þess að ég vilji gera lítið úr upplifun þeirra sem hafa tjáð sig mest og vísað hefur verið til í fjölmiðlum sem talsmanna starfsfólks Reykjalundar, þá langar mig að lýsa örlítið annarri sýn á málið. Mér finnst mjög gott að vinna á Reykjalundi. Í ljósi þess að ég á þar marga góða samstarfsfélaga sem eru með svipaðan starfsaldur og ég, eða lengri, þykist ég vita að sé ekki ein um þá skoðun. Það er kannski skiljanlegt að þegar svo harðar deilur verða á milli þeirra sem stýra stofnuninni, á sviði lækninga annars vegar og stjórnunar hins vegar, bregði fólki við og það verði smeykt um hvort það verði ekki jafn gott og áður að vinna á Reykjalundi. Er það raunveruleg hætta? Nei, ég hygg að þar verði fyrirsagnir fjölmiðla sem betur fer ekki sannspáar. Þau ágreiningsefni sem nefnd hafa verið eru svo sem ekki ný af nálinni og umræðan um þau mun sjálfsagt halda áfram. Ég tel samt að því öfluga fólki sem starfað hefur á Reykjalundi (og mér heyrist að yfirgnæfandi meirihluti hyggist halda því áfram), sé treystandi til að vinna vel úr þeim málum. Um leið og ég vil persónulega þakka fyrri forstjóra og framkvæmdarstjóra lækninga fyrir liðin ár, býð ég Ólaf Þór Ævarsson velkominn í stöðu framkvæmdarstjóra lækninga og Herdísi Gunnarsdóttur í stöðu forstjóra. Þá er Reykjalundur með fullskipaða framkvæmdarstjórn og mér finnst sjálfri, og ég veit um fleiri sem eru mér sammála, að nú sé lag að þétta raðirnar. Ég dáist að því hvernig starfsmenn Reykjalundar hafa að undanförnu haldið áfram að sinna störfum sínum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Við, fagfólkið í endurhæfingu, munum halda áfram að sýna hvert öðru og skjólstæðingum okkar virðingu, um leið og við tökumst við það brýna verkefni að sinna endurhæfingu þeirra sem þurfa á henni að halda. Með vinsemd,Jónína Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og gæðastjóri Reykjalundar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar