Blindgata Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 11. maí 2019 07:45 Fjölmiðlafrumvarpið margboðaða liggur nú fyrir í endanlegri mynd frá menntamálaráðherra og er til skoðunar í herbúðum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn. Nánast engar breytingar hafa orðið á frumvarpinu eftir yfirlestur ráðherrans á umsögnum hagsmunaaðila, sem mikil vinna var lögð í. Frumvarpið er því sem fyrr hvorki fugl né fiskur. Þó hefur verið bætt inn ákvæði um endurgreiðslu 5,15% af þeim launakostnaði sem fellur í lægra skattþrep. Hið opinbera virðist með því ætla að egna gildru fyrir útgefendur til að festa blaðamannastéttina enn frekar í sessi sem láglaunastétt. Erfitt er að átta sig á hvernig á að laða ungt, vel menntað og efnilegt fólk að starfi á fjölmiðlum, og þar með vandaðri blaðamennsku. Hin viðbótin er sú að bætt hefur verið inn klausu um stöðu RÚV á markaði. Tekið er fram að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, og þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Þá segir að stefnt sé að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Margt bendir til að þessi viðbót sé einungis til málamynda, og til að kasta litlu beini til markaðsaðila sem margir kvörtuðu undan ægivaldi RÚV á markaði í umsögnum sínum. Sporin hræða í þeim efnum. Stjórnvöld hafa í áratugi lofað aðgerðum vegna RÚV en ekkert verið um efndir þegar til kastanna hefur komið. Hvernig má það líka vera að ráðherra virðist fyrst nú vera að huga að stöðu RÚV á markaði – örfáum mánuðum áður en þjónustusamningur milli ríkis og stofnunar rennur út? Ástæðan er auðvitað sú að menntamálaráðherra ætlar að renna á rassinn með málið. Rétt eins og fyrirrennarar hennar. Frumvarp ráðherra er haldið sömu göllum og í öndverðu. Í því felst engin aðstoð við stóru miðlana sem þó halda uppi metnaðarfullum einkareknum fréttastofum í almannaþjónustu sem bera nafn með rentu. Sú starfsemi mun leggjast af verði ekkert að gert, og því bendir flest til þess að ráðherra fljóti sofandi að feigðarósi. Menntamálaráðherra hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í frumvarp sem hvorki er fugl né fiskur. Það mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar ofgnóttar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár og ekkert sem bendir til að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Tíma ráðherrans hefði betur verið varið í eitthvað annað og uppbyggilegra. Fjölmiðlafrumvarp sem ekki tekur á stöðu RÚV öðruvísi en með almennt orðaðri neðanmálsgrein til málamynda ber ekki nafn með rentu. RÚV mun taka til sín um 7 milljarða á þessu ári séu auglýsingatekjur taldar með. Fjölmiðlar þurfa ekki frekari ölmusu. Annaðhvort á að endurúthluta þeim fjármunum sem renna til RÚV eða sleppa þessu alveg. Þessi blanda endar í blindgötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið margboðaða liggur nú fyrir í endanlegri mynd frá menntamálaráðherra og er til skoðunar í herbúðum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn. Nánast engar breytingar hafa orðið á frumvarpinu eftir yfirlestur ráðherrans á umsögnum hagsmunaaðila, sem mikil vinna var lögð í. Frumvarpið er því sem fyrr hvorki fugl né fiskur. Þó hefur verið bætt inn ákvæði um endurgreiðslu 5,15% af þeim launakostnaði sem fellur í lægra skattþrep. Hið opinbera virðist með því ætla að egna gildru fyrir útgefendur til að festa blaðamannastéttina enn frekar í sessi sem láglaunastétt. Erfitt er að átta sig á hvernig á að laða ungt, vel menntað og efnilegt fólk að starfi á fjölmiðlum, og þar með vandaðri blaðamennsku. Hin viðbótin er sú að bætt hefur verið inn klausu um stöðu RÚV á markaði. Tekið er fram að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, og þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Þá segir að stefnt sé að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Margt bendir til að þessi viðbót sé einungis til málamynda, og til að kasta litlu beini til markaðsaðila sem margir kvörtuðu undan ægivaldi RÚV á markaði í umsögnum sínum. Sporin hræða í þeim efnum. Stjórnvöld hafa í áratugi lofað aðgerðum vegna RÚV en ekkert verið um efndir þegar til kastanna hefur komið. Hvernig má það líka vera að ráðherra virðist fyrst nú vera að huga að stöðu RÚV á markaði – örfáum mánuðum áður en þjónustusamningur milli ríkis og stofnunar rennur út? Ástæðan er auðvitað sú að menntamálaráðherra ætlar að renna á rassinn með málið. Rétt eins og fyrirrennarar hennar. Frumvarp ráðherra er haldið sömu göllum og í öndverðu. Í því felst engin aðstoð við stóru miðlana sem þó halda uppi metnaðarfullum einkareknum fréttastofum í almannaþjónustu sem bera nafn með rentu. Sú starfsemi mun leggjast af verði ekkert að gert, og því bendir flest til þess að ráðherra fljóti sofandi að feigðarósi. Menntamálaráðherra hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í frumvarp sem hvorki er fugl né fiskur. Það mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar ofgnóttar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár og ekkert sem bendir til að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Tíma ráðherrans hefði betur verið varið í eitthvað annað og uppbyggilegra. Fjölmiðlafrumvarp sem ekki tekur á stöðu RÚV öðruvísi en með almennt orðaðri neðanmálsgrein til málamynda ber ekki nafn með rentu. RÚV mun taka til sín um 7 milljarða á þessu ári séu auglýsingatekjur taldar með. Fjölmiðlar þurfa ekki frekari ölmusu. Annaðhvort á að endurúthluta þeim fjármunum sem renna til RÚV eða sleppa þessu alveg. Þessi blanda endar í blindgötu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun