Viljum við spilla meiru? Tryggvi Felixson skrifar 24. október 2019 07:00 Í anddyri Norræna hússins má nú sjá sýningu á fjölmörgum ljósmyndum af náttúruperlum sem þegar hafa verið eyðilagðar eða eru í bráðri hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Er næsta víst að margir eiga erfitt með að trúa eigin augum, þegar þeir sjá þau svæði sem eru nú í hættu. Viljum við virkilega spilla þeim? Þeim má enn bjarga. En þá þarf að stöðva þau öfl og sérhagsmuni sem vilja halda áfram á virkjunarbraut. Sýningin heitir „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Tilefnið er 50 ára afmæli Landverndar en sýningin er haldin í samstarfi við Ólaf Sveinsson kvikmyndagerðarmann, sem jafnframt er sýningarstjóri, og stóran hóp ljósmyndara. Í Landvernd eru í dag yfir 6.000 félagar og um 40 aðildarfélög. Það er traust undirstaða sem byggt verður á til að efla náttúru- og umhverfisvernd á næstu árum. Ekki veitir af. Auk ljósmynda er stór snertiskjár í anddyri Norræna hússins með Náttúrukorti Framtíðarlandsins sem veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi þar sem virkjanir hafa verið byggðar, fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða nýta á annan hátt ásamt ítarlegum upplýsingum. Á stóru tjaldi í ráðstefnu-, tónleika- og bíósal Norræna hússins eru sýndar fjórar stuttar kvikmyndir, þrjár eftir Ólaf Sveinsson sem hann gerði sérstaklega fyrir sýninguna og eru tengdar baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun, þar af ein um Ómar Ragnarsson. Sú fjórða fjallar um fyrirhugaða Hvalárvirkjun á Ströndum. Í barnabókasafni í kjallara Norræna hússins þar sem gengið er í gegnum bókasafnið sjálft hefur verið hengdur upp fjöldi mynda af dýrum sem lifa villt í náttúru Íslands. Myndirnar eru heillandi og höfða ekkert síður til fullorðinna en barna og verða vonandi til að opna augu fleiri fyrir þeirri fegurð sem býr í fánu landsins og horfa á náttúruna, jafnt lifandi sem dauða, sem eina heild. Átökin um nýtingu auðlinda Íslands hafa staðið í áratugi og virðast engan enda ætla að taka. Mikil verðmæti hafa glatast vegna virkjana og ef við spornum ekki við glatast enn meira. Verðmætur náttúruarfur komandi kynslóða er í hættu. Framleiðsla rafmagns er nú þegar fimmfalt meiri en þarf til að mæta almennri eftirspurn. Þrátt fyrir það renna út sífellt fleiri rannsóknarleyfi fyrir virkjanir stórar sem smáar. Á sama tíma virðist sem þær stofnanir sem eiga að fylgja eftir lögum um vernd náttúru og víðerna vanti úrræði til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á náttúru landsins. Stjórnvöld eru eins og þríhöfða þurs; einn segist leggja áherslu á náttúruvernd, annar vill efla ferðaþjónustu sem byggir tilveru sína á náttúruarfi þjóðarinnar en sá þriðji veitir orkufrekum, mengandi fyrirtækjum rausnarlega fyrirgreiðslu. Sýningin stendur til 17. nóvember er opin alla daga frá kl. 10.00 til 17.00.Höfundur er formaður Landverndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tryggvi Felixson Umhverfismál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í anddyri Norræna hússins má nú sjá sýningu á fjölmörgum ljósmyndum af náttúruperlum sem þegar hafa verið eyðilagðar eða eru í bráðri hættu vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda. Er næsta víst að margir eiga erfitt með að trúa eigin augum, þegar þeir sjá þau svæði sem eru nú í hættu. Viljum við virkilega spilla þeim? Þeim má enn bjarga. En þá þarf að stöðva þau öfl og sérhagsmuni sem vilja halda áfram á virkjunarbraut. Sýningin heitir „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“. Tilefnið er 50 ára afmæli Landverndar en sýningin er haldin í samstarfi við Ólaf Sveinsson kvikmyndagerðarmann, sem jafnframt er sýningarstjóri, og stóran hóp ljósmyndara. Í Landvernd eru í dag yfir 6.000 félagar og um 40 aðildarfélög. Það er traust undirstaða sem byggt verður á til að efla náttúru- og umhverfisvernd á næstu árum. Ekki veitir af. Auk ljósmynda er stór snertiskjár í anddyri Norræna hússins með Náttúrukorti Framtíðarlandsins sem veitir yfirsýn yfir þau svæði á Íslandi þar sem virkjanir hafa verið byggðar, fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða nýta á annan hátt ásamt ítarlegum upplýsingum. Á stóru tjaldi í ráðstefnu-, tónleika- og bíósal Norræna hússins eru sýndar fjórar stuttar kvikmyndir, þrjár eftir Ólaf Sveinsson sem hann gerði sérstaklega fyrir sýninguna og eru tengdar baráttunni gegn Kárahnjúkavirkjun, þar af ein um Ómar Ragnarsson. Sú fjórða fjallar um fyrirhugaða Hvalárvirkjun á Ströndum. Í barnabókasafni í kjallara Norræna hússins þar sem gengið er í gegnum bókasafnið sjálft hefur verið hengdur upp fjöldi mynda af dýrum sem lifa villt í náttúru Íslands. Myndirnar eru heillandi og höfða ekkert síður til fullorðinna en barna og verða vonandi til að opna augu fleiri fyrir þeirri fegurð sem býr í fánu landsins og horfa á náttúruna, jafnt lifandi sem dauða, sem eina heild. Átökin um nýtingu auðlinda Íslands hafa staðið í áratugi og virðast engan enda ætla að taka. Mikil verðmæti hafa glatast vegna virkjana og ef við spornum ekki við glatast enn meira. Verðmætur náttúruarfur komandi kynslóða er í hættu. Framleiðsla rafmagns er nú þegar fimmfalt meiri en þarf til að mæta almennri eftirspurn. Þrátt fyrir það renna út sífellt fleiri rannsóknarleyfi fyrir virkjanir stórar sem smáar. Á sama tíma virðist sem þær stofnanir sem eiga að fylgja eftir lögum um vernd náttúru og víðerna vanti úrræði til að koma í veg fyrir frekari eyðileggingu á náttúru landsins. Stjórnvöld eru eins og þríhöfða þurs; einn segist leggja áherslu á náttúruvernd, annar vill efla ferðaþjónustu sem byggir tilveru sína á náttúruarfi þjóðarinnar en sá þriðji veitir orkufrekum, mengandi fyrirtækjum rausnarlega fyrirgreiðslu. Sýningin stendur til 17. nóvember er opin alla daga frá kl. 10.00 til 17.00.Höfundur er formaður Landverndar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun