Nýjasta stjarnan í Formúlu 1 skrökvaði að föður sínum sem lá á dánarbeðinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2019 17:30 Charles Leclerc verður í sviðsljósinu á þessu ári. vísir/getty Charles Leclerc, 21 árs gamall strákur frá Mónakó, er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 en nýtt tímabil þar hefst um helgina og verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leclerc er tekinn við bílstjórasætinu í öðrum bíl Ferrari-liðsins og keyrir því samhliða Sebastian Vettel hjá þessu stærsta Formúluliði sögunnar sem ætlar sér að endurheimta titilinn í ár. Hann keyrði fyrir Sauber í fyrra og vakti mikla athygli en Sauber er í samstarfi við Ferrari. Áður hafði Leclerc unnið bæði GP3-mótaröðina árið 2016 og Formúlu 2 árið 2017 þegar að hann var í Ferrari-skólanum. Hann þreytti svo frumraun sína í Formúlu 1 á síðasta ári og hafnaði í heildina í 13. sæti. Leclerc missti föður sinn í júní árið 2017 en þá var hann á miðju F2-tímabilinu og var búist fastlega við því að hann myndi fá bílstjórasæti í Formúlu 1 árið eftir. Leclerc ákvað því að skrökva að föður sínum að hann væri kominn með stöðu í Formúlu 1 til að gera honum síðustu dagana bærilegri. „Þetta gerðist aðeins áður en ég skrifaði í raun og veru undir en þegar að litið er til baka þá laug í engu því ég er í Formúlu 1 núna og er að keyra fyrir Ferrari sem er ótrúlegt,“ segir Charles Leclerc í viðtali við BBC. „Pabbi vildi alltaf að ég myndi keyra í Formúlu 1 og að ég yrði heimsmeistari. Ég hef ekki afrekað það síðara enn þá en ég mun vinna hart að því að láta drauma hans rætast,“ segir Charles Leclerc. Formúla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Charles Leclerc, 21 árs gamall strákur frá Mónakó, er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 en nýtt tímabil þar hefst um helgina og verður eins og alltaf í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Leclerc er tekinn við bílstjórasætinu í öðrum bíl Ferrari-liðsins og keyrir því samhliða Sebastian Vettel hjá þessu stærsta Formúluliði sögunnar sem ætlar sér að endurheimta titilinn í ár. Hann keyrði fyrir Sauber í fyrra og vakti mikla athygli en Sauber er í samstarfi við Ferrari. Áður hafði Leclerc unnið bæði GP3-mótaröðina árið 2016 og Formúlu 2 árið 2017 þegar að hann var í Ferrari-skólanum. Hann þreytti svo frumraun sína í Formúlu 1 á síðasta ári og hafnaði í heildina í 13. sæti. Leclerc missti föður sinn í júní árið 2017 en þá var hann á miðju F2-tímabilinu og var búist fastlega við því að hann myndi fá bílstjórasæti í Formúlu 1 árið eftir. Leclerc ákvað því að skrökva að föður sínum að hann væri kominn með stöðu í Formúlu 1 til að gera honum síðustu dagana bærilegri. „Þetta gerðist aðeins áður en ég skrifaði í raun og veru undir en þegar að litið er til baka þá laug í engu því ég er í Formúlu 1 núna og er að keyra fyrir Ferrari sem er ótrúlegt,“ segir Charles Leclerc í viðtali við BBC. „Pabbi vildi alltaf að ég myndi keyra í Formúlu 1 og að ég yrði heimsmeistari. Ég hef ekki afrekað það síðara enn þá en ég mun vinna hart að því að láta drauma hans rætast,“ segir Charles Leclerc.
Formúla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira