Fátækt fólk María Bjarnadóttir skrifar 22. febrúar 2019 07:15 Ég hugsa fallega til fólksins sem stendur í kjarasamningastússi um þessar mundir. Þetta er örugglega mjög vanþakklátt starf að sinna þó að við endamarkið séu í boði bætt lífskjör fyrir almenning, stöðugleiki fyrir hagkerfið og vöfflur með rjóma fyrir samningafólkið. Ferlið hlýtur að vera ansi lýjandi fyrir þau sem standa samningavaktina. Allir þessir samningafundir og undirbúningur afstöðu. Rýna í tillögur mótaðila og meta hvernig tillögur ríkisvaldsins hafa áhrif á kröfugerð. Vonir og væntingar félagsmanna á bakinu. Þetta er alveg svolítið puð þó það sé ekkert færiband með fisk á við samningaborðið. Ég fann allavega að ég var aðeins orðin lúin á þessu í gær þegar ég renndi niður í Öxnadalinn og hef þó enga aðkomu að málinu aðra en að fylgjast með fréttum með ómarkvissum hætti. Það er nútíma lúxus að finna fyrir trausti til aðila vinnumarkaðarins um að þau muni komast að lausn sem gætir að réttindum verkafólks og stuðlar um leið að stöðugleika í hagkerfinu. Verandi á söguslóðum bókarinnar Fátækt fólk varð mér hugsað til frásagna Tryggva Emilssonar af kjörum og veruleika verkafólks á Íslandi snemma á síðustu öld. Reyndar hef ég aldrei lesið bókina alla. Óréttlætið og örbirgðin sem þar er lýst er svo yfirþyrmandi að ég hef aldrei komist lengra en þegar kaupmaðurinn tók af þeim kúna upp í skuld. Það eru magnaðar framfarir sem íslenskt samfélag hefur tekið síðan Tryggvi missti móður sína og var komið fyrir hjá ókunnugum barn að aldri. Framfarirnar hafa ekki bara verið í tækni eða hagvexti, heldur líka í mikilvægum félagslegum innviðum sem gera það að verkum að veruleikinn sem Tryggvi lýsti tilheyrir sögunni. Ég treysti kjarasamningafólkinu okkar allra til þess að gæta þess að þannig verði það áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég hugsa fallega til fólksins sem stendur í kjarasamningastússi um þessar mundir. Þetta er örugglega mjög vanþakklátt starf að sinna þó að við endamarkið séu í boði bætt lífskjör fyrir almenning, stöðugleiki fyrir hagkerfið og vöfflur með rjóma fyrir samningafólkið. Ferlið hlýtur að vera ansi lýjandi fyrir þau sem standa samningavaktina. Allir þessir samningafundir og undirbúningur afstöðu. Rýna í tillögur mótaðila og meta hvernig tillögur ríkisvaldsins hafa áhrif á kröfugerð. Vonir og væntingar félagsmanna á bakinu. Þetta er alveg svolítið puð þó það sé ekkert færiband með fisk á við samningaborðið. Ég fann allavega að ég var aðeins orðin lúin á þessu í gær þegar ég renndi niður í Öxnadalinn og hef þó enga aðkomu að málinu aðra en að fylgjast með fréttum með ómarkvissum hætti. Það er nútíma lúxus að finna fyrir trausti til aðila vinnumarkaðarins um að þau muni komast að lausn sem gætir að réttindum verkafólks og stuðlar um leið að stöðugleika í hagkerfinu. Verandi á söguslóðum bókarinnar Fátækt fólk varð mér hugsað til frásagna Tryggva Emilssonar af kjörum og veruleika verkafólks á Íslandi snemma á síðustu öld. Reyndar hef ég aldrei lesið bókina alla. Óréttlætið og örbirgðin sem þar er lýst er svo yfirþyrmandi að ég hef aldrei komist lengra en þegar kaupmaðurinn tók af þeim kúna upp í skuld. Það eru magnaðar framfarir sem íslenskt samfélag hefur tekið síðan Tryggvi missti móður sína og var komið fyrir hjá ókunnugum barn að aldri. Framfarirnar hafa ekki bara verið í tækni eða hagvexti, heldur líka í mikilvægum félagslegum innviðum sem gera það að verkum að veruleikinn sem Tryggvi lýsti tilheyrir sögunni. Ég treysti kjarasamningafólkinu okkar allra til þess að gæta þess að þannig verði það áfram.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar