Handbolti

Seinni bylgjan: Ásgeir Örn gaus en var líklega heppinn að sleppa við rautt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Olnbogaskotið.
Olnbogaskotið. Skjámynd/S2 Sport
Haukamaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson var rekinn af velli í leiknum á móti Aftureldingu fyrir að gefa olnbogaskot í sókninni.

„Við eigum meiri læti og þetta gerðist á svipuðum tíma og Adam fékk rauða spjaldið því þá lenti Ásgeir Örn Hallgrímsson í því að vera rekinn af velli,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.

Haukar eru í sókn og Ásgeir Örn Hallgrímsson fer inn á línu. Þar gefur hann Mosfellingnum Gunnari Malmquist Þórssyni olnbogaskot í andlitið.

„Við sjáum hér hvað gerðist með olnboganum á honum. Óviljandi segir Ásgeir og hann er fljótur að biðjast afsökunar. Var hann að ýta frá sér,“ spyr Henry Birgir.

„Ef þeir hefðu farið í Varsjána þá hugsa sé að hann hefði heppinn að fá ekki rautt spjald,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon.

„Hann er brjálaður yfir því að fá þessar tvær mínútur,“ sagði Henry Birgir.

„Auðvitað er þetta algjör óviljaverk en þetta snýst ekki alltaf um það. Ef Gunnar og Bjarki hefðu farið í Varsjána þá hefðu þeir gefið honum rautt spjald,“ sagði Halldór Jóhann.

„Orðspor Ásgeirs er þannig að hann er ekki maður sem er mikið að rífa kjaft. Hann fær hér tvisvar sinnum tvær mínútur,“ sagði Henry Birgir.

„Ég er hundrað prósent viss um að hann ætlaði ekki að fara með hendina í andlitið á honum en þetta lítur illa út þegar þú horfir á þetta aftur og aftur,“ sagði Halldór Jóhann.

Það má sjá allt innslagið, með brotinu, eftirmálum þess og umræðunni í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Seinni Bylgjan: Ásgeir Örn gaus en var líklega heppinn að sleppa við rauttFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.