Með sól í sinni Davíð Stefánsson skrifar 17. júní 2019 10:00 Í dag fögnum við 75 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Með gildistöku lýðveldisstjórnarskrár hinn 17. júní 1944 var konungdæmi á Íslandi endanlega afnumið en það hafði þá ríkt frá samþykkt Gamla sáttmála árið 1262-1264. Það var ekki fjölmenn þjóð sem fagnaði á Þingvöllum fyrir 75 árum. Íslendingar voru þá aðeins um 126 þúsund. Þrátt fyrir það vantaði ekki stórhug og bjartsýni á það hverju sjálfstæð þjóð fengi áorkað. Þetta var forboði fagurs dags. Þá kvað Hulda: „Syng, frelsissöngva, frjálsa þjóð, við fánans bjarta þyt.“ Þroskasaga smáþjóðarinnar hefur einkennst af ótrúlegum breytingum og framförum bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Af því eigum við að vera stolt enda er þjóðrækni ekki þjóðremba. Blómlegt atvinnulíf, menningarlíf og menntakerfi varð okkur aflvaki til að byggja hér farsælt samfélag. Frjálst athafnalíf varð lykill að lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskir leiðtogar og þjóðin sjálf skildu að eyjan Ísland ætti ekki að vera eyland í samfélagi þjóðanna. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar lægju í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Ísland ætti samleið með Evrópu. Í mörgu er Ísland fyrirmynd annarra þjóða. Á Íslandi er til að mynda fyrirmyndarhagkerfi á mælikvörðum hagvaxtar og ýmissa félagslegra þátta. Hér njóta fleiri efnahagslegs ávinnings en víða annars staðar. Hér er auk þess jöfnuður meiri en í flestum ríkjum og fátækt er minni en í velferðarríkjum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar. Jöfnuður milli kynslóða er meiri en víðast hvar. Þá eru Íslendingar leiðandi meðal þjóða í jafnréttismálum. Þjóðhátíðardagur er dagur æskunnar. Þegar horft er til hennar er fullt tilefni til bjartsýni. Heimurinn er allur undir. Unga kynslóðin er uppfull af hugmyndum, baráttugleði og víðsýni með skilning á því að verkefni framtíðarinnar á borð við umhverfismál, verði ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Ekki má þó gleyma þeim sem eldri eru. Það ætti að vera okkur áleitin spurning hvernig við ávöxtum þann arf, sem liðnar kynslóðir hafa skilað okkur. Þær kynslóðir sem lögðu þennan góða grunn mættu njóta meiri virðingar. Við eigum þeirra framfarahug og bjartsýni mikið að þakka. Enda var það svo að þrátt fyrir votviðrið á Þingvöllum þennan dag fyrir 75 árum var sól í sinni. Það er enn litlum þjóðum mikilvægt. Gleðilega þjóðhátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 17. júní Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við 75 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Með gildistöku lýðveldisstjórnarskrár hinn 17. júní 1944 var konungdæmi á Íslandi endanlega afnumið en það hafði þá ríkt frá samþykkt Gamla sáttmála árið 1262-1264. Það var ekki fjölmenn þjóð sem fagnaði á Þingvöllum fyrir 75 árum. Íslendingar voru þá aðeins um 126 þúsund. Þrátt fyrir það vantaði ekki stórhug og bjartsýni á það hverju sjálfstæð þjóð fengi áorkað. Þetta var forboði fagurs dags. Þá kvað Hulda: „Syng, frelsissöngva, frjálsa þjóð, við fánans bjarta þyt.“ Þroskasaga smáþjóðarinnar hefur einkennst af ótrúlegum breytingum og framförum bæði í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Af því eigum við að vera stolt enda er þjóðrækni ekki þjóðremba. Blómlegt atvinnulíf, menningarlíf og menntakerfi varð okkur aflvaki til að byggja hér farsælt samfélag. Frjálst athafnalíf varð lykill að lífskjörum þjóðarinnar. Íslenskir leiðtogar og þjóðin sjálf skildu að eyjan Ísland ætti ekki að vera eyland í samfélagi þjóðanna. Tækifæri smáþjóða til áhrifa og aukinnar hagsældar lægju í frjálsum viðskiptum og samvinnu við aðrar þjóðir. Ísland ætti samleið með Evrópu. Í mörgu er Ísland fyrirmynd annarra þjóða. Á Íslandi er til að mynda fyrirmyndarhagkerfi á mælikvörðum hagvaxtar og ýmissa félagslegra þátta. Hér njóta fleiri efnahagslegs ávinnings en víða annars staðar. Hér er auk þess jöfnuður meiri en í flestum ríkjum og fátækt er minni en í velferðarríkjum Noregs, Finnlands og Svíþjóðar. Jöfnuður milli kynslóða er meiri en víðast hvar. Þá eru Íslendingar leiðandi meðal þjóða í jafnréttismálum. Þjóðhátíðardagur er dagur æskunnar. Þegar horft er til hennar er fullt tilefni til bjartsýni. Heimurinn er allur undir. Unga kynslóðin er uppfull af hugmyndum, baráttugleði og víðsýni með skilning á því að verkefni framtíðarinnar á borð við umhverfismál, verði ekki leyst nema með samvinnu þjóða. Ekki má þó gleyma þeim sem eldri eru. Það ætti að vera okkur áleitin spurning hvernig við ávöxtum þann arf, sem liðnar kynslóðir hafa skilað okkur. Þær kynslóðir sem lögðu þennan góða grunn mættu njóta meiri virðingar. Við eigum þeirra framfarahug og bjartsýni mikið að þakka. Enda var það svo að þrátt fyrir votviðrið á Þingvöllum þennan dag fyrir 75 árum var sól í sinni. Það er enn litlum þjóðum mikilvægt. Gleðilega þjóðhátíð.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar