Upphitun: Ferrari mætir með uppfærðan bíl til Bakú Bragi Þórðarson skrifar 25. apríl 2019 22:00 Ferrari mætir með uppfærðan bíl frá því í kínverska kappakstrinum vísir/getty Fjórða umferðin í Formúlu 1 fer fram í höfuðborg Aserbaídsjan um helgina. Síðastliðin tvö ár hafa keppnirnar í Bakú verið þær allra skrautlegustu á tímabilinu. Í fyrra var það Lewis Hamilton sem fékk sigurinn á silfurfati á götum Bakú eftir að liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, sprengdi dekk á næstsíðasta hring. Fyrr í keppninni klesstu Red Bull bílarnir á hvorn annan og urðu þeir báðir frá að hverfa. Árið 2017 kom Daniel Ricciardo fyrstur á mark á sínum Red Bull. Annar varð Valtteri Bottas þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn heilum hring á eftir fyrsta sætinu í byrjun keppninnar. Það er því óhætt að segja að allt getur gerst í Aserbaídsjan. Mercedes með gott forskotRed Bull bílarnir skullu saman á Bakú brautinni í fyrraGettyTímabilið hefur byrjað vel fyrir Mercedes, liðið hefur klárað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins. Ferrari er nú 57 stigum á eftir þýska liðinu og Sebastian Vettel, aðal ökuþór liðsins, er 31 stigi á eftir Hamilton sem leiðir mót ökuþóra. „Við munum mæta með uppfærðan bíl til Bakú, þetta er fyrsta skrefið í þróunn SF90 bílsins,“ sagði Mattia Binotto, liðsstjóri Ferrari, fyrir keppnina í Aserbaídsjan. Götubrautin í Bakú ætti að henta Ferrari bílnum betur en brautin í Sjanghæ sem keppt var á fyrir tveimur vikum. Þá mun Honda einnig mæta með uppfærða vél fyrir Red Bull liðið. Max Verstappen hefur verið frábær á tímabilinu og gæti farið að berjast um titilinn með aukið afl úr Honda vélinni. Að sjálfsögðu verður sýnt frá keppninni á Stöð 2 Sport ásamt æfingum og tímatökum.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport:27. apríl kl. 09:55 - Æfing 27. apríl kl. 12:50 - Tímataka 28. apríl kl. 11:50 - Keppni Formúla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Fjórða umferðin í Formúlu 1 fer fram í höfuðborg Aserbaídsjan um helgina. Síðastliðin tvö ár hafa keppnirnar í Bakú verið þær allra skrautlegustu á tímabilinu. Í fyrra var það Lewis Hamilton sem fékk sigurinn á silfurfati á götum Bakú eftir að liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, sprengdi dekk á næstsíðasta hring. Fyrr í keppninni klesstu Red Bull bílarnir á hvorn annan og urðu þeir báðir frá að hverfa. Árið 2017 kom Daniel Ricciardo fyrstur á mark á sínum Red Bull. Annar varð Valtteri Bottas þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn heilum hring á eftir fyrsta sætinu í byrjun keppninnar. Það er því óhætt að segja að allt getur gerst í Aserbaídsjan. Mercedes með gott forskotRed Bull bílarnir skullu saman á Bakú brautinni í fyrraGettyTímabilið hefur byrjað vel fyrir Mercedes, liðið hefur klárað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins. Ferrari er nú 57 stigum á eftir þýska liðinu og Sebastian Vettel, aðal ökuþór liðsins, er 31 stigi á eftir Hamilton sem leiðir mót ökuþóra. „Við munum mæta með uppfærðan bíl til Bakú, þetta er fyrsta skrefið í þróunn SF90 bílsins,“ sagði Mattia Binotto, liðsstjóri Ferrari, fyrir keppnina í Aserbaídsjan. Götubrautin í Bakú ætti að henta Ferrari bílnum betur en brautin í Sjanghæ sem keppt var á fyrir tveimur vikum. Þá mun Honda einnig mæta með uppfærða vél fyrir Red Bull liðið. Max Verstappen hefur verið frábær á tímabilinu og gæti farið að berjast um titilinn með aukið afl úr Honda vélinni. Að sjálfsögðu verður sýnt frá keppninni á Stöð 2 Sport ásamt æfingum og tímatökum.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport:27. apríl kl. 09:55 - Æfing 27. apríl kl. 12:50 - Tímataka 28. apríl kl. 11:50 - Keppni
Formúla Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira