Upphitun: Ferrari mætir með uppfærðan bíl til Bakú Bragi Þórðarson skrifar 25. apríl 2019 22:00 Ferrari mætir með uppfærðan bíl frá því í kínverska kappakstrinum vísir/getty Fjórða umferðin í Formúlu 1 fer fram í höfuðborg Aserbaídsjan um helgina. Síðastliðin tvö ár hafa keppnirnar í Bakú verið þær allra skrautlegustu á tímabilinu. Í fyrra var það Lewis Hamilton sem fékk sigurinn á silfurfati á götum Bakú eftir að liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, sprengdi dekk á næstsíðasta hring. Fyrr í keppninni klesstu Red Bull bílarnir á hvorn annan og urðu þeir báðir frá að hverfa. Árið 2017 kom Daniel Ricciardo fyrstur á mark á sínum Red Bull. Annar varð Valtteri Bottas þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn heilum hring á eftir fyrsta sætinu í byrjun keppninnar. Það er því óhætt að segja að allt getur gerst í Aserbaídsjan. Mercedes með gott forskotRed Bull bílarnir skullu saman á Bakú brautinni í fyrraGettyTímabilið hefur byrjað vel fyrir Mercedes, liðið hefur klárað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins. Ferrari er nú 57 stigum á eftir þýska liðinu og Sebastian Vettel, aðal ökuþór liðsins, er 31 stigi á eftir Hamilton sem leiðir mót ökuþóra. „Við munum mæta með uppfærðan bíl til Bakú, þetta er fyrsta skrefið í þróunn SF90 bílsins,“ sagði Mattia Binotto, liðsstjóri Ferrari, fyrir keppnina í Aserbaídsjan. Götubrautin í Bakú ætti að henta Ferrari bílnum betur en brautin í Sjanghæ sem keppt var á fyrir tveimur vikum. Þá mun Honda einnig mæta með uppfærða vél fyrir Red Bull liðið. Max Verstappen hefur verið frábær á tímabilinu og gæti farið að berjast um titilinn með aukið afl úr Honda vélinni. Að sjálfsögðu verður sýnt frá keppninni á Stöð 2 Sport ásamt æfingum og tímatökum.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport:27. apríl kl. 09:55 - Æfing 27. apríl kl. 12:50 - Tímataka 28. apríl kl. 11:50 - Keppni Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fjórða umferðin í Formúlu 1 fer fram í höfuðborg Aserbaídsjan um helgina. Síðastliðin tvö ár hafa keppnirnar í Bakú verið þær allra skrautlegustu á tímabilinu. Í fyrra var það Lewis Hamilton sem fékk sigurinn á silfurfati á götum Bakú eftir að liðsfélagi hans, Valtteri Bottas, sprengdi dekk á næstsíðasta hring. Fyrr í keppninni klesstu Red Bull bílarnir á hvorn annan og urðu þeir báðir frá að hverfa. Árið 2017 kom Daniel Ricciardo fyrstur á mark á sínum Red Bull. Annar varð Valtteri Bottas þrátt fyrir að hann hafi verið orðinn heilum hring á eftir fyrsta sætinu í byrjun keppninnar. Það er því óhætt að segja að allt getur gerst í Aserbaídsjan. Mercedes með gott forskotRed Bull bílarnir skullu saman á Bakú brautinni í fyrraGettyTímabilið hefur byrjað vel fyrir Mercedes, liðið hefur klárað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins. Ferrari er nú 57 stigum á eftir þýska liðinu og Sebastian Vettel, aðal ökuþór liðsins, er 31 stigi á eftir Hamilton sem leiðir mót ökuþóra. „Við munum mæta með uppfærðan bíl til Bakú, þetta er fyrsta skrefið í þróunn SF90 bílsins,“ sagði Mattia Binotto, liðsstjóri Ferrari, fyrir keppnina í Aserbaídsjan. Götubrautin í Bakú ætti að henta Ferrari bílnum betur en brautin í Sjanghæ sem keppt var á fyrir tveimur vikum. Þá mun Honda einnig mæta með uppfærða vél fyrir Red Bull liðið. Max Verstappen hefur verið frábær á tímabilinu og gæti farið að berjast um titilinn með aukið afl úr Honda vélinni. Að sjálfsögðu verður sýnt frá keppninni á Stöð 2 Sport ásamt æfingum og tímatökum.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport:27. apríl kl. 09:55 - Æfing 27. apríl kl. 12:50 - Tímataka 28. apríl kl. 11:50 - Keppni
Formúla Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira