Til hamingju með háskólaprófið! Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 26. júní 2019 08:00 Júní er tími brautskráninganna. Þá fyllast samfélagsmiðlarnir af myndum af prúðbúnu og brosleitu fólki sem fagnar því að hafa náð þeim merkilega áfanga í lífinu að ljúka háskólanámi. Þessar myndir einkennast af mikilli gleði sem smitar út frá sér. Það er bjartsýni og vor í þessum myndum. Allir sjö háskólar landsins brautskráðu nemendur nú í júní við hátíðlegar athafnir, bæði úr grunnnámi og framhaldsnámi. Samtals tóku meira en 3.300 manns við prófskírteinum að þessu sinni. Menntun þessa stóra hóps er fjölbreytt og góð. Reikna má með því að flest í þessum hópi fari nú að leita sér að föstu starfi. Nú er það vinnumarkaðarins að gefa þeim tækifæri. Sú góða vísa verður aldrei of oft kveðin að menntun og þekking eru lykillinn að framþróun og góðum lífskjörum í landinu. Nýútskrifað háskólafólk sem nú sækir um störf hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins býr yfir verðmætri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist samfélaginu. Það má heldur ekki gleymast að til að einstaklingar séu reiðubúnir að leggja á sig erfitt og dýrt nám þarf það að skila þeim sanngjörnum fjárhagslegum ávinningi. Meginkrafa BHM er og hefur lengi verið sú að menntun sé metin til launa. Því miður vantar enn töluvert upp á að svo sé hér á landi. Sem dæmi má nefna að grunnlaun margra sem lokið hafa fyrstu háskólagráðu eru langt undir því sem eðlilegt og sanngjarnt má teljast. Krafa BHM er að engin/n sem lokið hefur bakkalárgráðu hafi undir 500 þúsund krónum í grunnlaun á mánuði. Margir háskólanemar taka námslán til að fjármagna nám sitt. Afborganir af námslánum reynast mörgum þung byrði, einkum yngri greiðendum sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og stofna fjölskyldu. Í viðræðum við stjórnvöld leggur BHM áherslu á að dregið verði úr endurgreiðslubyrði og að komið verði til móts við greiðendur með ýmsum aðgerðum. BHM óskar öllu nýútskrifuðu háskólafólki til hamingju með áfangann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Námslán Skóla - og menntamál Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Júní er tími brautskráninganna. Þá fyllast samfélagsmiðlarnir af myndum af prúðbúnu og brosleitu fólki sem fagnar því að hafa náð þeim merkilega áfanga í lífinu að ljúka háskólanámi. Þessar myndir einkennast af mikilli gleði sem smitar út frá sér. Það er bjartsýni og vor í þessum myndum. Allir sjö háskólar landsins brautskráðu nemendur nú í júní við hátíðlegar athafnir, bæði úr grunnnámi og framhaldsnámi. Samtals tóku meira en 3.300 manns við prófskírteinum að þessu sinni. Menntun þessa stóra hóps er fjölbreytt og góð. Reikna má með því að flest í þessum hópi fari nú að leita sér að föstu starfi. Nú er það vinnumarkaðarins að gefa þeim tækifæri. Sú góða vísa verður aldrei of oft kveðin að menntun og þekking eru lykillinn að framþróun og góðum lífskjörum í landinu. Nýútskrifað háskólafólk sem nú sækir um störf hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins býr yfir verðmætri þekkingu sem mikilvægt er að nýtist samfélaginu. Það má heldur ekki gleymast að til að einstaklingar séu reiðubúnir að leggja á sig erfitt og dýrt nám þarf það að skila þeim sanngjörnum fjárhagslegum ávinningi. Meginkrafa BHM er og hefur lengi verið sú að menntun sé metin til launa. Því miður vantar enn töluvert upp á að svo sé hér á landi. Sem dæmi má nefna að grunnlaun margra sem lokið hafa fyrstu háskólagráðu eru langt undir því sem eðlilegt og sanngjarnt má teljast. Krafa BHM er að engin/n sem lokið hefur bakkalárgráðu hafi undir 500 þúsund krónum í grunnlaun á mánuði. Margir háskólanemar taka námslán til að fjármagna nám sitt. Afborganir af námslánum reynast mörgum þung byrði, einkum yngri greiðendum sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið og stofna fjölskyldu. Í viðræðum við stjórnvöld leggur BHM áherslu á að dregið verði úr endurgreiðslubyrði og að komið verði til móts við greiðendur með ýmsum aðgerðum. BHM óskar öllu nýútskrifuðu háskólafólki til hamingju með áfangann.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar