Þegar orð og krónur fara ekki saman Eybjörg H. Hauksdóttir og Sigurður Rúnar Sigurjónsson skrifar 5. júní 2019 16:00 Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024. Eins og þar kemur fram hafa samtökin miklar áhyggjur af því að svo virðist sem áætlunin geri ekki ráð fyrir að rekstrargrundvöllur hjúkrunar- og dagdvalarrýma sem þegar eru í rekstri verði tryggður með fullnægjandi hætti. Að mati samtakanna á það einnig við um fyrirhuguð ný hjúkrunar- og dagdvalarrými sem ríkisstjórnin hefur boðað að verði tekin í notkun á næstu misserum. Boða fjölgun um 717 hjúkrunarrými á sex árum Í fjármálaáætluninni kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í málaflokknum sé áætlun um átak í fjölgun nýrra hjúkrunarrýma með byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Er um að ræða fjölgun um 920 rými þótt hluti þeirra verði til við skipulagsbreytingar á aðbúnaði rýma sem þegar eru í notkun. Er það markmið boðað að fjöldi hjúkrunarrýma fari úr 2716 árið 2018 í 3433 árið 2024. Er því um að ræða 717 ný hjúkrunarrými, eða 26,4% fjölgun frá því sem var á síðasta ári. Kemur fram í fjármálaáætluninni að í kjölfar uppbyggingar nýju hjúkrunarrýmanna verði fjárheimildir auknar til að standa straum af rekstri þeirra. Að mati SFV er langt frá því að gert sé ráð fyrir því í áætluninni vegna þess að á sama tíma og boðuð er 26,4% fjölgun rýma er einungis ætlunin að auka framlög til rekstrarins og annarra tilfærslna um 7,05%. Á þá einnig alveg eftir að taka tillit til þess að á þessum sama tíma er ætlunin að fjölga dagdvalarrýmum um 95, úr 775 í 870, sem væntanlega á líka að rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins.Markmiðin varla raunhæf Rétt er að taka fram að líkt og með fyrri fjármálaáætlanir þá hamlar ógegnsæi í framsetningu upplýsinga og talna því að hægt sé að staðhæfa um það hvernig stendur á þessum mismun á rýmafjölgun og aukningu á rekstrarfé. Ekki er þó hægt að álykta annað en að markmiðin sem stjórnvöld eru að setja fram í fjármálaáætluninni séu ekki fjármögnuð í þessari sömu áætlun. Seinkun hefur orðið á byggingu nýrra hjúkrunarrýma auk þess sem tafist hefur að taka ný hjúkrunarrými í notkun, sem leiðir að vissu marki til minni þarfar á rekstrarfé. Ef slík frávik skýra svo viðamikinn mun á fjármögnun og markmiðssetningu í áætluninni er ljóst að það þarf að endurskoða hlutina og aðlaga markmiðasetningu málefnasviðsins að breyttum aðstæðum. Engum er greiði gerður með því að halda á lofti ófjármögnuðum eða óraunhæfum markmiðum í fjármálaætlun. Þá er nauðsynlegt að rýna betur hvers vegna það er svo miklum vandkvæðum bundið að taka ný hjúkrunarrými í notkun, en fyrir því liggja margar ástæður.Engin styrking á rekstrargrundvelli stofnana Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja þurfi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, dagdvala og endurhæfingarstofnana. Ekki er að sjá neinar vísbendingar um slíkt í áætluninni. Þvert á móti virðist ætlunin að skerða rekstrarfé þeirra á hverju einasta ári til ársins 2023, til viðbótar við þær skerðingar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Á sama tíma hefur rekstrarfé verið aukið til annarra heilbrigðisstofnana. Þessi aðgerð stjórnvalda hefur mikil og margþætt áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila og endurhæfingarstofnana og þá viðkvæmu þjónustu sem þau sinna. Það er nefnilega ekki nóg að byggja ný hjúkrunarheimili, það verður líka að tryggja forsvaranlegar rekstrarforsendur fyrir heimilin til að þau geti sinnt hlutverki sínu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ítrekað bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstur hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrýma eins og skrifað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja þingmenn til að samþykkja ekki nýja fjármálaáætlun nema að við það verði staðið.Höfundar eru framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eybjörg H. Hauksdóttir Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa skilað umsögn um fjármálaáætlun ríkisins fyrir árin 2020 – 2024. Eins og þar kemur fram hafa samtökin miklar áhyggjur af því að svo virðist sem áætlunin geri ekki ráð fyrir að rekstrargrundvöllur hjúkrunar- og dagdvalarrýma sem þegar eru í rekstri verði tryggður með fullnægjandi hætti. Að mati samtakanna á það einnig við um fyrirhuguð ný hjúkrunar- og dagdvalarrými sem ríkisstjórnin hefur boðað að verði tekin í notkun á næstu misserum. Boða fjölgun um 717 hjúkrunarrými á sex árum Í fjármálaáætluninni kemur fram að stærsta verkefni ríkissjóðs í málaflokknum sé áætlun um átak í fjölgun nýrra hjúkrunarrýma með byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Er um að ræða fjölgun um 920 rými þótt hluti þeirra verði til við skipulagsbreytingar á aðbúnaði rýma sem þegar eru í notkun. Er það markmið boðað að fjöldi hjúkrunarrýma fari úr 2716 árið 2018 í 3433 árið 2024. Er því um að ræða 717 ný hjúkrunarrými, eða 26,4% fjölgun frá því sem var á síðasta ári. Kemur fram í fjármálaáætluninni að í kjölfar uppbyggingar nýju hjúkrunarrýmanna verði fjárheimildir auknar til að standa straum af rekstri þeirra. Að mati SFV er langt frá því að gert sé ráð fyrir því í áætluninni vegna þess að á sama tíma og boðuð er 26,4% fjölgun rýma er einungis ætlunin að auka framlög til rekstrarins og annarra tilfærslna um 7,05%. Á þá einnig alveg eftir að taka tillit til þess að á þessum sama tíma er ætlunin að fjölga dagdvalarrýmum um 95, úr 775 í 870, sem væntanlega á líka að rúmast innan fjárheimilda málefnasviðsins.Markmiðin varla raunhæf Rétt er að taka fram að líkt og með fyrri fjármálaáætlanir þá hamlar ógegnsæi í framsetningu upplýsinga og talna því að hægt sé að staðhæfa um það hvernig stendur á þessum mismun á rýmafjölgun og aukningu á rekstrarfé. Ekki er þó hægt að álykta annað en að markmiðin sem stjórnvöld eru að setja fram í fjármálaáætluninni séu ekki fjármögnuð í þessari sömu áætlun. Seinkun hefur orðið á byggingu nýrra hjúkrunarrýma auk þess sem tafist hefur að taka ný hjúkrunarrými í notkun, sem leiðir að vissu marki til minni þarfar á rekstrarfé. Ef slík frávik skýra svo viðamikinn mun á fjármögnun og markmiðssetningu í áætluninni er ljóst að það þarf að endurskoða hlutina og aðlaga markmiðasetningu málefnasviðsins að breyttum aðstæðum. Engum er greiði gerður með því að halda á lofti ófjármögnuðum eða óraunhæfum markmiðum í fjármálaætlun. Þá er nauðsynlegt að rýna betur hvers vegna það er svo miklum vandkvæðum bundið að taka ný hjúkrunarrými í notkun, en fyrir því liggja margar ástæður.Engin styrking á rekstrargrundvelli stofnana Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að styrkja þurfi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila, dagdvala og endurhæfingarstofnana. Ekki er að sjá neinar vísbendingar um slíkt í áætluninni. Þvert á móti virðist ætlunin að skerða rekstrarfé þeirra á hverju einasta ári til ársins 2023, til viðbótar við þær skerðingar sem þegar hefur verið hrint í framkvæmd. Á sama tíma hefur rekstrarfé verið aukið til annarra heilbrigðisstofnana. Þessi aðgerð stjórnvalda hefur mikil og margþætt áhrif á starfsemi hjúkrunarheimila og endurhæfingarstofnana og þá viðkvæmu þjónustu sem þau sinna. Það er nefnilega ekki nóg að byggja ný hjúkrunarheimili, það verður líka að tryggja forsvaranlegar rekstrarforsendur fyrir heimilin til að þau geti sinnt hlutverki sínu. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa ítrekað bent á að nauðsynlegt sé að styrkja rekstur hjúkrunar-, dvalar-, dagdvalar- og endurhæfingarrýma eins og skrifað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Samtökin hvetja þingmenn til að samþykkja ekki nýja fjármálaáætlun nema að við það verði staðið.Höfundar eru framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun