Gerbreyttur smár Peugeot 208 Finnur Thorlacius skrifar 15. mars 2019 22:30 Nýr Peugeot 208 stendur nú á pöllunum í Genf. Peugeot Peugeot hefur svift hulunni af nýjum og gerbreyttum 208 bíl sínum áður en hann verður sýndur á bílasýningunni í Genf, sem opnar 7. mars. Eins og sést á myndinni af bílnum eru miklar útlitsbreytingar á þessum netta bíl sem fellur í B-stærðarflokk bíla. Óhætt er að fullyrða að með þessari breytingu sé kominn einn mest aðlaðandi bíllinn í þessum flokki, enda hefur hann fengið ýmis útlitseinkenni frá hinum mun stærri Peugeot 508 bíl, sem er forkunnafagur. Bíllinn kemur nú á 17 tommu felgum, með LED-aðalljós og svörtu þaki.Takkaleysi og snertiskjár Að innan hefur Peugeot fækkað mjög tökkunum og flestu er stjórnað á snertiskjá sem reyndar er af margvíslegri stærð eftir útfærslum bílsins. Fyrir vikið virkar hann miklu framúrstefnulegri en keppinautar hans. Þessi nýja kynslóð Peugeot 208 er 30 kílóum léttari en forverinn og með mun betra loftflæði og klýfur hann nú vindinn betur. Fyrir vikið er hann miklu hljóðlátari og stífni bílsins er líka miklu meiri og minnkar það allan titring í honum til muna. Bíllinn verður í boði með 1,2 lítra 75, 100 eða 130 hestafla bensínvélum með forþjöppu eða 100 hestafla 1,5 lítra dísilvél, en með henni fæst bíllinn aðeins beinskiptur, en með bensínvélunum má velja milli beinskiptingar og sjálfskiptingar. Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent
Peugeot hefur svift hulunni af nýjum og gerbreyttum 208 bíl sínum áður en hann verður sýndur á bílasýningunni í Genf, sem opnar 7. mars. Eins og sést á myndinni af bílnum eru miklar útlitsbreytingar á þessum netta bíl sem fellur í B-stærðarflokk bíla. Óhætt er að fullyrða að með þessari breytingu sé kominn einn mest aðlaðandi bíllinn í þessum flokki, enda hefur hann fengið ýmis útlitseinkenni frá hinum mun stærri Peugeot 508 bíl, sem er forkunnafagur. Bíllinn kemur nú á 17 tommu felgum, með LED-aðalljós og svörtu þaki.Takkaleysi og snertiskjár Að innan hefur Peugeot fækkað mjög tökkunum og flestu er stjórnað á snertiskjá sem reyndar er af margvíslegri stærð eftir útfærslum bílsins. Fyrir vikið virkar hann miklu framúrstefnulegri en keppinautar hans. Þessi nýja kynslóð Peugeot 208 er 30 kílóum léttari en forverinn og með mun betra loftflæði og klýfur hann nú vindinn betur. Fyrir vikið er hann miklu hljóðlátari og stífni bílsins er líka miklu meiri og minnkar það allan titring í honum til muna. Bíllinn verður í boði með 1,2 lítra 75, 100 eða 130 hestafla bensínvélum með forþjöppu eða 100 hestafla 1,5 lítra dísilvél, en með henni fæst bíllinn aðeins beinskiptur, en með bensínvélunum má velja milli beinskiptingar og sjálfskiptingar.
Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent