Rétt mataræði fyrir alla Teitur Guðmundsson skrifar 6. júní 2019 07:00 Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð vaxa á vestrænum löndum síðastliðna áratugi. Mikil vakning hefur orðið varðandi það að matvæli séu hrein og afurðir sem náttúrulegastar í stað geymsluþolshyggju. Við erum mjög meðvituð um unnar matvörur, ýmis litarefni og önnur uppfylliefni í matvælum. Ekki síst höfum við vaxandi áhyggjur af erfðabreytingu, sýklalyfjanotkun og skordýraeitri við ræktun og vinnslu matvæla. Hafi maður í huga gamla orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ þá er eflaust óþægileg tilfinning að vita til þess að við innbyrðum töluvert af aukaefnum dagsdaglega. Mörg þeirra hafa verið með okkur lengi og deilt er um það hvort þau valdi óþægindum eða viðbragði af einhverjum toga í líkama einstaklinga. Það er erfitt að gera rannsóknir sem tengjast mataræði þar sem venjur okkar eru svo ólíkar. Iðulega byggja gögn á spurningalistum og skoðun á því hvað fólk kaupir og svo framvegis. Erfitt er að gera nákvæmar mælingar líkt og mögulegt er í blóðrannsókn. Samspil þessara þátta er svo mjög mikilvægt í ljósi erfða, umhverfis- og álagsþátta eins og streitu og fleira mætti telja sem auðveldlega getur sett starfsemi líkamans úr skorðum. Læknar eru að sannfærast meir og meir um tengingar sjúkdóma og mataræðis í víðara samhengi en áður. Meiri gagnrýni hefur komið fram á leiðbeiningar um mataræði og skemmst er frá því að segja að ýmsir kúrar sem komast í tísku hafa líka talsvert mikið með sér. Það er þó mín skoðun að enginn einn „kúr“ virki, heldur hljóti þetta alltaf að vera byggt á jafnvægi. Til þess að geta skoðað þessa hluti betur hafa læknar farið að skoða samsetningu garnaflóru og svo virðist sem ónæmiskerfi okkar og virkni þess tengist henni meir en áður var talið. Við höfum til dæmis rannsóknir varðandi bólguþætti og sjúkdóma sem virðast beinlínis tengjast mataræði. Hinn alræmdi hvíti sykur, einföld og auðmeltanleg kolvetni og þess háttar virðast hafa veruleg áhrif á suma einstaklinga. Aðrir finna meira fyrir mjólkurvörum, ýmsum kryddum og náttúrulegum afurðum ekki síður en þeim aukaefnum sem ég minntist á að ofan. Þetta er því flókið samspil margra þátta en það sem við þurfum að geta gert í framtíðinni er að beita einstaklingsmiðaðri nálgun varðandi mataræði og þróun sjúkdóma. Í dag er verið að prófa sig áfram við meðhöndlun þeirra og safnast nú saman gögn varðandi það með hverjum deginum sem líður. En um leið og við fáum alvöru rannsóknir á tengslum mataræðis og sjúkdóma, með það að markmiði að auka vellíðan og bæta heilsufar, þá erum við á réttri leið. Vegferðin er hafin og á næstu árum munu verða miklar breytingar á nálgun í læknisfræði í þessa veru. Við erum þegar komin vel á veg í einstaklingsbundinni krabbameinsmeðferð. Við höfum getað dregið úr aukaverkunum af meðferð með því að finna réttu lyfin til að ná hámarksvirkni gegn krabbanum. Við erum að sjá þetta líka í meðhöndlun sýkinga og við munum sjá þetta í forvörnum og meðhöndlun lífsstílsjúkdóma á sama hátt. Þannig er ljóst að matur er mannsins megin, en það sama hentar ekki öllum og skyldi enginn láta glepjast af sölumennsku og að það sé til einhver ein töfralausn. Þetta er samspil margra þátta og mikilvægt að hafa rétta nálgun á vandann, einstaklingsmiðaðan og studdan rannsóknum, en ekki bara reynsluvísindum þó það sé oft einmitt upphafið að endanlegri niðurstöðu. Framtíðin er að venju að koma, ég hlakka til og það ættir þú líka að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem hafa fylgst með nýjustu upplýsingum úr heimi læknis- og næringarfræði vita að við færumst nær og nær því að meðhöndla sjúkdóma og byrjunarstig þeirra með því að taka á mataræði skjólstæðinga okkar. Það er alveg ljóst að þar liggur ákveðinn grunnur að þeim lífsstílsvanda sem við höfum séð vaxa á vestrænum löndum síðastliðna áratugi. Mikil vakning hefur orðið varðandi það að matvæli séu hrein og afurðir sem náttúrulegastar í stað geymsluþolshyggju. Við erum mjög meðvituð um unnar matvörur, ýmis litarefni og önnur uppfylliefni í matvælum. Ekki síst höfum við vaxandi áhyggjur af erfðabreytingu, sýklalyfjanotkun og skordýraeitri við ræktun og vinnslu matvæla. Hafi maður í huga gamla orðatiltækið „þú ert það sem þú borðar“ þá er eflaust óþægileg tilfinning að vita til þess að við innbyrðum töluvert af aukaefnum dagsdaglega. Mörg þeirra hafa verið með okkur lengi og deilt er um það hvort þau valdi óþægindum eða viðbragði af einhverjum toga í líkama einstaklinga. Það er erfitt að gera rannsóknir sem tengjast mataræði þar sem venjur okkar eru svo ólíkar. Iðulega byggja gögn á spurningalistum og skoðun á því hvað fólk kaupir og svo framvegis. Erfitt er að gera nákvæmar mælingar líkt og mögulegt er í blóðrannsókn. Samspil þessara þátta er svo mjög mikilvægt í ljósi erfða, umhverfis- og álagsþátta eins og streitu og fleira mætti telja sem auðveldlega getur sett starfsemi líkamans úr skorðum. Læknar eru að sannfærast meir og meir um tengingar sjúkdóma og mataræðis í víðara samhengi en áður. Meiri gagnrýni hefur komið fram á leiðbeiningar um mataræði og skemmst er frá því að segja að ýmsir kúrar sem komast í tísku hafa líka talsvert mikið með sér. Það er þó mín skoðun að enginn einn „kúr“ virki, heldur hljóti þetta alltaf að vera byggt á jafnvægi. Til þess að geta skoðað þessa hluti betur hafa læknar farið að skoða samsetningu garnaflóru og svo virðist sem ónæmiskerfi okkar og virkni þess tengist henni meir en áður var talið. Við höfum til dæmis rannsóknir varðandi bólguþætti og sjúkdóma sem virðast beinlínis tengjast mataræði. Hinn alræmdi hvíti sykur, einföld og auðmeltanleg kolvetni og þess háttar virðast hafa veruleg áhrif á suma einstaklinga. Aðrir finna meira fyrir mjólkurvörum, ýmsum kryddum og náttúrulegum afurðum ekki síður en þeim aukaefnum sem ég minntist á að ofan. Þetta er því flókið samspil margra þátta en það sem við þurfum að geta gert í framtíðinni er að beita einstaklingsmiðaðri nálgun varðandi mataræði og þróun sjúkdóma. Í dag er verið að prófa sig áfram við meðhöndlun þeirra og safnast nú saman gögn varðandi það með hverjum deginum sem líður. En um leið og við fáum alvöru rannsóknir á tengslum mataræðis og sjúkdóma, með það að markmiði að auka vellíðan og bæta heilsufar, þá erum við á réttri leið. Vegferðin er hafin og á næstu árum munu verða miklar breytingar á nálgun í læknisfræði í þessa veru. Við erum þegar komin vel á veg í einstaklingsbundinni krabbameinsmeðferð. Við höfum getað dregið úr aukaverkunum af meðferð með því að finna réttu lyfin til að ná hámarksvirkni gegn krabbanum. Við erum að sjá þetta líka í meðhöndlun sýkinga og við munum sjá þetta í forvörnum og meðhöndlun lífsstílsjúkdóma á sama hátt. Þannig er ljóst að matur er mannsins megin, en það sama hentar ekki öllum og skyldi enginn láta glepjast af sölumennsku og að það sé til einhver ein töfralausn. Þetta er samspil margra þátta og mikilvægt að hafa rétta nálgun á vandann, einstaklingsmiðaðan og studdan rannsóknum, en ekki bara reynsluvísindum þó það sé oft einmitt upphafið að endanlegri niðurstöðu. Framtíðin er að venju að koma, ég hlakka til og það ættir þú líka að gera.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun