Nissan kynnir nýjan borgarbíl Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. október 2019 15:00 Nissan IMk er borgarbíll framtíðarinnar að sögn Nissan. Nissan Nissan hefur sent frá sér myndir af hugmyndabílnum Nissan IMk. IMk er ætlað að vera rafdrifinn borgarbíll sem hefur framtíðarmiðað yfirbragð. Bíllinn verður kynntur á bílasýningunni í Tokyo seinna í mánuðinum. Japanski framleiðandinn hefur sagt að IMk sé hugmyndabíll sem byggi á „nýrri stefnu í hönnunartungutaki Nissan“ og blási lífi í snjallbíla Nissan. IMk á að vera útbúinn allri nýjustu tækni til sjálfsaksturs og tenginga við aðra bíla. Bíllinn er eins og myndin gefur til kynna fremur kassalaga. Honum er ætlað að mæta þörfum borgarbúa um litla og þægilega borgarbíla, fyrst í Japan og svo um allan heim. Smella þarf á CC til að texta myndbandið.Eins og stendur er einungis einn hreinn rafbíll í vörulínu Nissan, Nissan Leaf. Ætlunin er að kynna nýja rafbíla á næsta ári, þar á meðal jeppling sem á að vera útblásturslaus, með öðrum orðum rafmagnsbíll. IMk er styttri og grennri en Nissan Micra en þó hærri. Innra rými í IMk á að fanga „stemminguna á kaffihúsi eða biðstofu,“ svo notuð séu orð framleiðandans. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent
Nissan hefur sent frá sér myndir af hugmyndabílnum Nissan IMk. IMk er ætlað að vera rafdrifinn borgarbíll sem hefur framtíðarmiðað yfirbragð. Bíllinn verður kynntur á bílasýningunni í Tokyo seinna í mánuðinum. Japanski framleiðandinn hefur sagt að IMk sé hugmyndabíll sem byggi á „nýrri stefnu í hönnunartungutaki Nissan“ og blási lífi í snjallbíla Nissan. IMk á að vera útbúinn allri nýjustu tækni til sjálfsaksturs og tenginga við aðra bíla. Bíllinn er eins og myndin gefur til kynna fremur kassalaga. Honum er ætlað að mæta þörfum borgarbúa um litla og þægilega borgarbíla, fyrst í Japan og svo um allan heim. Smella þarf á CC til að texta myndbandið.Eins og stendur er einungis einn hreinn rafbíll í vörulínu Nissan, Nissan Leaf. Ætlunin er að kynna nýja rafbíla á næsta ári, þar á meðal jeppling sem á að vera útblásturslaus, með öðrum orðum rafmagnsbíll. IMk er styttri og grennri en Nissan Micra en þó hærri. Innra rými í IMk á að fanga „stemminguna á kaffihúsi eða biðstofu,“ svo notuð séu orð framleiðandans.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent