Handbolti

Einn besti leikmaður Aftureldingar með slitin krossbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þóra hefur leikið með yngri landsliðum Íslands.
Þóra hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. vísir/daníel
Þóra María Sigurjónsdóttir, þriðji markahæsti leikmaður Aftureldingar í vetur, leikur ekki meira með liðinu í Olís-deild kvenna í handbolta á tímabilinu.

Samkvæmt heimildum Vísis sleit Þóra krossbönd í vinstra hné á æfingu.

Þóra María, sem er 18 ára, hefur skorað 34 mörk og gefið ellefu stoðsendingar í níu deildarleikjum í vetur.

Í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar fyrir fyrsta þriðjung Olís-deildar kvenna var Þóra valin besti ungi leikmaður deildarinnar. Þar var miðað við leikmenn fædda 2000 eða síðar.

Meiðsli Þóru eru mikið áfall fyrir Aftureldingu sem er stigalaust á botni Olís-deildarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×