Stundaglasið Davíð Þorláksson skrifar 23. október 2019 07:39 Íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til að vilja hafa lög hér aðeins flóknari og aðeins meira íþyngjandi heldur en í öðrum Evrópulöndum. Ein af þeim lögum eru samkeppnislögin. Nú hefur verið lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögin verði færð aðeins nær því sem gerist í Evrópu. Það er gott skref. Samkeppnislög eru til staðar til að vernda almenning annars vegar og minni fyrirtæki hins vegar fyrir stærri fyrirtækjum. Af ríflega 20.000 fyrirtækjum með starfsmenn í landinu eru 99% lítil og meðalstór og langflest með færri en 10 starfsmenn. Virk samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu, almenningi og þjóðarbúinu í heild til hagsbóta. Séu samkeppnislög hins vegar of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu. Það er sérstaklega vont nú þegar gefur á bátinn í efnahagsmálum. Slíkt hefur þveröfug áhrif því það skilar sér óhjákvæmilega á endanum í hærra verði til neytenda. Í þessum efnum, eins og öðrum, borgar sig ekki að við séum að reyna að finna upp hjólið. Langbest er að líta til reynslu annarra þjóða í Evrópu og hafa sömu reglur og þar gilda. Þegar við höfum hlutina aðeins meira íþyngjandi nokkrum sinnum á ári í 25 ár þá sitjum við að lokum uppi með lagaumhverfi sem veldur því að atvinnulífið getur ekki skapað jafn mörg og jafn örugg störf, getur ekki greitt jafn há laun og getur ekki greitt jafn háa skatta til samneyslunnar. Lífsgæði allra versna. Stundaglasið er að fyllast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Samkeppnismál Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til að vilja hafa lög hér aðeins flóknari og aðeins meira íþyngjandi heldur en í öðrum Evrópulöndum. Ein af þeim lögum eru samkeppnislögin. Nú hefur verið lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögin verði færð aðeins nær því sem gerist í Evrópu. Það er gott skref. Samkeppnislög eru til staðar til að vernda almenning annars vegar og minni fyrirtæki hins vegar fyrir stærri fyrirtækjum. Af ríflega 20.000 fyrirtækjum með starfsmenn í landinu eru 99% lítil og meðalstór og langflest með færri en 10 starfsmenn. Virk samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu, almenningi og þjóðarbúinu í heild til hagsbóta. Séu samkeppnislög hins vegar of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu. Það er sérstaklega vont nú þegar gefur á bátinn í efnahagsmálum. Slíkt hefur þveröfug áhrif því það skilar sér óhjákvæmilega á endanum í hærra verði til neytenda. Í þessum efnum, eins og öðrum, borgar sig ekki að við séum að reyna að finna upp hjólið. Langbest er að líta til reynslu annarra þjóða í Evrópu og hafa sömu reglur og þar gilda. Þegar við höfum hlutina aðeins meira íþyngjandi nokkrum sinnum á ári í 25 ár þá sitjum við að lokum uppi með lagaumhverfi sem veldur því að atvinnulífið getur ekki skapað jafn mörg og jafn örugg störf, getur ekki greitt jafn há laun og getur ekki greitt jafn háa skatta til samneyslunnar. Lífsgæði allra versna. Stundaglasið er að fyllast.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar