Volkswagen ætlar að kynna 34 nýja bíla á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. desember 2019 07:00 Volkswagen setur stefnuna hátt í framtíðarplönum sínum. Vísir/Volkswagen Þýski framleiðandinn ætlar sér að kynna 34 nýja bíla á næsta ári, þar af eru tvær nýjar viðbætur í ID raf-línuna ásamt sex öðrum rafbílum. Ætlunin er að kynna ID 3 á sumarmánuðum ársins 2020. Þar skömmu síðar verður ID Next kynntur til sögunnar, sem á að vera miðlungs stór jepplingur. Hann var kynntur sem ID Crozz á hugmyndastigi. Hann byggir væntanlega á ID 4 grunninum og á að hefja innreið á markaði í Evrópu, Kína og Norður-Ameríku. Aðrir rafbílar sem kynna skal á næsta ári eru t.d. nýr Golf GTE sem á að fara í sölu í sumarbyrjun. Enn hafa ekki verið gerð skil öllum 34 bílunum sem á að setja á markað á næsta ári. Þó hefur Volkswagen sagt að 12 þeirra verði jeppar eða jepplingar. Hér að neðan má sjá myndband af ID 3. Lokatölur eru ekki komnar í hús en Volkswagen reiknar með að vera að skila met hagnaði í ár. Þrátt fyrir að sala hafi dalað undanfarið. Volkswagen hefur aukið hlutdeild sína á minnkandi bílamarkaði í heiminum. Ralf Brandstatter, rekstrarstjóri Volkswagen segir að 2019 „verði mjög gott ár“ hjá framleiðandanum. Brandstatter bætti svo við að „áframhaldandi endurskipulagning á kjarnastarfsemi fyrirtækisins, þar með talin breytt áhersla út í framtíðina og gríðarlegur árangur jepplinga sé lykilatriði í þessum góða árangri.“ Hann vísar þar meðal annars til þess að Volkswagen ætlar að leggja mikla áherslu á rafbíla á næstu árum. Bílar Þýskaland Tengdar fréttir Nýr Golf kynntur Áttunda kynslóðin af Volkswagen Golf mun koma á göturnar á næsta ári. Hann verður einungis í boði í fimm dyra útgáfu og verður þónokkuð uppfærður frá því sem áður hefur sést. 25. október 2019 16:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent
Þýski framleiðandinn ætlar sér að kynna 34 nýja bíla á næsta ári, þar af eru tvær nýjar viðbætur í ID raf-línuna ásamt sex öðrum rafbílum. Ætlunin er að kynna ID 3 á sumarmánuðum ársins 2020. Þar skömmu síðar verður ID Next kynntur til sögunnar, sem á að vera miðlungs stór jepplingur. Hann var kynntur sem ID Crozz á hugmyndastigi. Hann byggir væntanlega á ID 4 grunninum og á að hefja innreið á markaði í Evrópu, Kína og Norður-Ameríku. Aðrir rafbílar sem kynna skal á næsta ári eru t.d. nýr Golf GTE sem á að fara í sölu í sumarbyrjun. Enn hafa ekki verið gerð skil öllum 34 bílunum sem á að setja á markað á næsta ári. Þó hefur Volkswagen sagt að 12 þeirra verði jeppar eða jepplingar. Hér að neðan má sjá myndband af ID 3. Lokatölur eru ekki komnar í hús en Volkswagen reiknar með að vera að skila met hagnaði í ár. Þrátt fyrir að sala hafi dalað undanfarið. Volkswagen hefur aukið hlutdeild sína á minnkandi bílamarkaði í heiminum. Ralf Brandstatter, rekstrarstjóri Volkswagen segir að 2019 „verði mjög gott ár“ hjá framleiðandanum. Brandstatter bætti svo við að „áframhaldandi endurskipulagning á kjarnastarfsemi fyrirtækisins, þar með talin breytt áhersla út í framtíðina og gríðarlegur árangur jepplinga sé lykilatriði í þessum góða árangri.“ Hann vísar þar meðal annars til þess að Volkswagen ætlar að leggja mikla áherslu á rafbíla á næstu árum.
Bílar Þýskaland Tengdar fréttir Nýr Golf kynntur Áttunda kynslóðin af Volkswagen Golf mun koma á göturnar á næsta ári. Hann verður einungis í boði í fimm dyra útgáfu og verður þónokkuð uppfærður frá því sem áður hefur sést. 25. október 2019 16:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent
Nýr Golf kynntur Áttunda kynslóðin af Volkswagen Golf mun koma á göturnar á næsta ári. Hann verður einungis í boði í fimm dyra útgáfu og verður þónokkuð uppfærður frá því sem áður hefur sést. 25. október 2019 16:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent