Samtalsmeðferð eða sálfræðiþjónusta Theodór Francis Birgisson skrifar 10. mars 2019 19:52 Ég hef undanfarin ár starfað við samtalsmeðferð sem klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef á þeim árum verið kallaður sálfræðingur. Ég ber mikla virðingu fyrir sálfræðingum og tel þá nauðsynlega fagstétt í heilbrigðismálum. Ég er bara ekki sálfræðingur, ég er klínískur félagsráðgjafi og þætti því í raun betra ef einhver vill kenna mig við fagstétt að það væri þá mín eigin stétt. Ef ég væri háls- nef- og eyrnalæknir myndi ég ekki vilja vera kallaður gigtarlæknir eða öldrunarlæknir, ég myndi bara vilja vera kallaður háls- nef- og eyrnalæknir. Sú afstaða mín yrði seint til vandræða og auðskilin af öllum. Það er því leiðinlega málvenja í okkar samfélagi að eyrnamerkja alla þá sem koma að faglegri þjónustu samtalsmeðferðar sem sálfræðinga eða þeir séu að veita sálfræðiþjónustu. Samtalsmeðferð er ekki eingöngu byggð á sálfræðiþjónustu, þar koma aðrar fagstéttir ekki síður að eins og til dæmis klínískir félagsráðgjafar. Á Íslandi fá ákveðnar fagstéttir opinbera viðurkenningu Landlæknis, svokölluð starfsleyfi, til að sinna samtalsmeðferð. Þeirra á meðal eru félagsráðgjafar og sálfræðingar. Sú málfarsvenja að kalla alla þessa þjónustu sálfræðiþjónustu er því mjög villandi. Það er eins og að kalla alla læknastéttina eins og hún leggur sig öldrunarlækna. Þá myndum við segja, ég þarf að fara með sex ára son minn til öldrunarlæknis og athuga barna exemið sem hann er með. Þessa dagana er til meðferðar á Alþingi frumvarp um greiðsluþátttöku ríkisins á „sálfræðiþjónustu“. Hér kristallast málvenjan með mjög skýrum hætti. Það er skýr krafa félagsráðgjafa að þessu orðalagi verði breytt þannig að um verði að ræða greiðsluþátttöku ríkisins á „samtalsmeðferð sem veitt er af viðurkenndum fagaðilum með starfsréttindi frá Landlækni“. Verði það ekki gert má líkja því við að ríkið muni aðeins niðurgreiða þjónustu háls- nef- og eyrnalækna en ekki almennra heimilislækna. Það sjá allir að það gengur aldrei upp. Klínískir félagsráðgjafar hafa að baki fimm ára háskólanám í félagsvísindum. Þrjú ár í grunnnámi og síðan tveggja ára mastersnám í klínískri félagsráðgjöf, samtals 300 ECTS einingar. Kennslan er í höndum þaulreyndra félagsráðgjafa sem hafa áratuga reynslu í sínu fagi og öll nálgun á viðfagsefninu er mjög dýnamísk. Fagþekking þeirra er því mjög víðáttumikil þegar kemur að líðan einstaklinga og samspili þeirra við umhverfi sitt. Í námskrá Háskóla Íslands er sundur liðað hvað námið felur í sér og þar er þennan texta að finna: “Meistaranám til starfsréttinda í félagsráðgjöf veitir nemendum fræðilega undirstöðu og þjálfun til að starfa við félagsráðgjöf og meðferð einstaklinga, fjölskyldna, barna og hópa. Þá er lögð sérstök áhersla á þjálfun til að stunda rannsóknir á sviði félagsráðgjafar. Í MA-námi til starfsréttinda er lögð áhersla á klíníska starfsþjálfun á vettvangi og starfsþjálfun fer fram undir handleiðslu sér menntaðra starfsþjálfunarkennara”. Ég vona innilega að við náum að leiðrétta þessa leiðu málfarsvenju þannig að engin börn þurfi að fara til öldrunarlæknis til að fá rör í eyrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarin ár starfað við samtalsmeðferð sem klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef á þeim árum verið kallaður sálfræðingur. Ég ber mikla virðingu fyrir sálfræðingum og tel þá nauðsynlega fagstétt í heilbrigðismálum. Ég er bara ekki sálfræðingur, ég er klínískur félagsráðgjafi og þætti því í raun betra ef einhver vill kenna mig við fagstétt að það væri þá mín eigin stétt. Ef ég væri háls- nef- og eyrnalæknir myndi ég ekki vilja vera kallaður gigtarlæknir eða öldrunarlæknir, ég myndi bara vilja vera kallaður háls- nef- og eyrnalæknir. Sú afstaða mín yrði seint til vandræða og auðskilin af öllum. Það er því leiðinlega málvenja í okkar samfélagi að eyrnamerkja alla þá sem koma að faglegri þjónustu samtalsmeðferðar sem sálfræðinga eða þeir séu að veita sálfræðiþjónustu. Samtalsmeðferð er ekki eingöngu byggð á sálfræðiþjónustu, þar koma aðrar fagstéttir ekki síður að eins og til dæmis klínískir félagsráðgjafar. Á Íslandi fá ákveðnar fagstéttir opinbera viðurkenningu Landlæknis, svokölluð starfsleyfi, til að sinna samtalsmeðferð. Þeirra á meðal eru félagsráðgjafar og sálfræðingar. Sú málfarsvenja að kalla alla þessa þjónustu sálfræðiþjónustu er því mjög villandi. Það er eins og að kalla alla læknastéttina eins og hún leggur sig öldrunarlækna. Þá myndum við segja, ég þarf að fara með sex ára son minn til öldrunarlæknis og athuga barna exemið sem hann er með. Þessa dagana er til meðferðar á Alþingi frumvarp um greiðsluþátttöku ríkisins á „sálfræðiþjónustu“. Hér kristallast málvenjan með mjög skýrum hætti. Það er skýr krafa félagsráðgjafa að þessu orðalagi verði breytt þannig að um verði að ræða greiðsluþátttöku ríkisins á „samtalsmeðferð sem veitt er af viðurkenndum fagaðilum með starfsréttindi frá Landlækni“. Verði það ekki gert má líkja því við að ríkið muni aðeins niðurgreiða þjónustu háls- nef- og eyrnalækna en ekki almennra heimilislækna. Það sjá allir að það gengur aldrei upp. Klínískir félagsráðgjafar hafa að baki fimm ára háskólanám í félagsvísindum. Þrjú ár í grunnnámi og síðan tveggja ára mastersnám í klínískri félagsráðgjöf, samtals 300 ECTS einingar. Kennslan er í höndum þaulreyndra félagsráðgjafa sem hafa áratuga reynslu í sínu fagi og öll nálgun á viðfagsefninu er mjög dýnamísk. Fagþekking þeirra er því mjög víðáttumikil þegar kemur að líðan einstaklinga og samspili þeirra við umhverfi sitt. Í námskrá Háskóla Íslands er sundur liðað hvað námið felur í sér og þar er þennan texta að finna: “Meistaranám til starfsréttinda í félagsráðgjöf veitir nemendum fræðilega undirstöðu og þjálfun til að starfa við félagsráðgjöf og meðferð einstaklinga, fjölskyldna, barna og hópa. Þá er lögð sérstök áhersla á þjálfun til að stunda rannsóknir á sviði félagsráðgjafar. Í MA-námi til starfsréttinda er lögð áhersla á klíníska starfsþjálfun á vettvangi og starfsþjálfun fer fram undir handleiðslu sér menntaðra starfsþjálfunarkennara”. Ég vona innilega að við náum að leiðrétta þessa leiðu málfarsvenju þannig að engin börn þurfi að fara til öldrunarlæknis til að fá rör í eyrun.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun