Samtalsmeðferð eða sálfræðiþjónusta Theodór Francis Birgisson skrifar 10. mars 2019 19:52 Ég hef undanfarin ár starfað við samtalsmeðferð sem klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef á þeim árum verið kallaður sálfræðingur. Ég ber mikla virðingu fyrir sálfræðingum og tel þá nauðsynlega fagstétt í heilbrigðismálum. Ég er bara ekki sálfræðingur, ég er klínískur félagsráðgjafi og þætti því í raun betra ef einhver vill kenna mig við fagstétt að það væri þá mín eigin stétt. Ef ég væri háls- nef- og eyrnalæknir myndi ég ekki vilja vera kallaður gigtarlæknir eða öldrunarlæknir, ég myndi bara vilja vera kallaður háls- nef- og eyrnalæknir. Sú afstaða mín yrði seint til vandræða og auðskilin af öllum. Það er því leiðinlega málvenja í okkar samfélagi að eyrnamerkja alla þá sem koma að faglegri þjónustu samtalsmeðferðar sem sálfræðinga eða þeir séu að veita sálfræðiþjónustu. Samtalsmeðferð er ekki eingöngu byggð á sálfræðiþjónustu, þar koma aðrar fagstéttir ekki síður að eins og til dæmis klínískir félagsráðgjafar. Á Íslandi fá ákveðnar fagstéttir opinbera viðurkenningu Landlæknis, svokölluð starfsleyfi, til að sinna samtalsmeðferð. Þeirra á meðal eru félagsráðgjafar og sálfræðingar. Sú málfarsvenja að kalla alla þessa þjónustu sálfræðiþjónustu er því mjög villandi. Það er eins og að kalla alla læknastéttina eins og hún leggur sig öldrunarlækna. Þá myndum við segja, ég þarf að fara með sex ára son minn til öldrunarlæknis og athuga barna exemið sem hann er með. Þessa dagana er til meðferðar á Alþingi frumvarp um greiðsluþátttöku ríkisins á „sálfræðiþjónustu“. Hér kristallast málvenjan með mjög skýrum hætti. Það er skýr krafa félagsráðgjafa að þessu orðalagi verði breytt þannig að um verði að ræða greiðsluþátttöku ríkisins á „samtalsmeðferð sem veitt er af viðurkenndum fagaðilum með starfsréttindi frá Landlækni“. Verði það ekki gert má líkja því við að ríkið muni aðeins niðurgreiða þjónustu háls- nef- og eyrnalækna en ekki almennra heimilislækna. Það sjá allir að það gengur aldrei upp. Klínískir félagsráðgjafar hafa að baki fimm ára háskólanám í félagsvísindum. Þrjú ár í grunnnámi og síðan tveggja ára mastersnám í klínískri félagsráðgjöf, samtals 300 ECTS einingar. Kennslan er í höndum þaulreyndra félagsráðgjafa sem hafa áratuga reynslu í sínu fagi og öll nálgun á viðfagsefninu er mjög dýnamísk. Fagþekking þeirra er því mjög víðáttumikil þegar kemur að líðan einstaklinga og samspili þeirra við umhverfi sitt. Í námskrá Háskóla Íslands er sundur liðað hvað námið felur í sér og þar er þennan texta að finna: “Meistaranám til starfsréttinda í félagsráðgjöf veitir nemendum fræðilega undirstöðu og þjálfun til að starfa við félagsráðgjöf og meðferð einstaklinga, fjölskyldna, barna og hópa. Þá er lögð sérstök áhersla á þjálfun til að stunda rannsóknir á sviði félagsráðgjafar. Í MA-námi til starfsréttinda er lögð áhersla á klíníska starfsþjálfun á vettvangi og starfsþjálfun fer fram undir handleiðslu sér menntaðra starfsþjálfunarkennara”. Ég vona innilega að við náum að leiðrétta þessa leiðu málfarsvenju þannig að engin börn þurfi að fara til öldrunarlæknis til að fá rör í eyrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarin ár starfað við samtalsmeðferð sem klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef á þeim árum verið kallaður sálfræðingur. Ég ber mikla virðingu fyrir sálfræðingum og tel þá nauðsynlega fagstétt í heilbrigðismálum. Ég er bara ekki sálfræðingur, ég er klínískur félagsráðgjafi og þætti því í raun betra ef einhver vill kenna mig við fagstétt að það væri þá mín eigin stétt. Ef ég væri háls- nef- og eyrnalæknir myndi ég ekki vilja vera kallaður gigtarlæknir eða öldrunarlæknir, ég myndi bara vilja vera kallaður háls- nef- og eyrnalæknir. Sú afstaða mín yrði seint til vandræða og auðskilin af öllum. Það er því leiðinlega málvenja í okkar samfélagi að eyrnamerkja alla þá sem koma að faglegri þjónustu samtalsmeðferðar sem sálfræðinga eða þeir séu að veita sálfræðiþjónustu. Samtalsmeðferð er ekki eingöngu byggð á sálfræðiþjónustu, þar koma aðrar fagstéttir ekki síður að eins og til dæmis klínískir félagsráðgjafar. Á Íslandi fá ákveðnar fagstéttir opinbera viðurkenningu Landlæknis, svokölluð starfsleyfi, til að sinna samtalsmeðferð. Þeirra á meðal eru félagsráðgjafar og sálfræðingar. Sú málfarsvenja að kalla alla þessa þjónustu sálfræðiþjónustu er því mjög villandi. Það er eins og að kalla alla læknastéttina eins og hún leggur sig öldrunarlækna. Þá myndum við segja, ég þarf að fara með sex ára son minn til öldrunarlæknis og athuga barna exemið sem hann er með. Þessa dagana er til meðferðar á Alþingi frumvarp um greiðsluþátttöku ríkisins á „sálfræðiþjónustu“. Hér kristallast málvenjan með mjög skýrum hætti. Það er skýr krafa félagsráðgjafa að þessu orðalagi verði breytt þannig að um verði að ræða greiðsluþátttöku ríkisins á „samtalsmeðferð sem veitt er af viðurkenndum fagaðilum með starfsréttindi frá Landlækni“. Verði það ekki gert má líkja því við að ríkið muni aðeins niðurgreiða þjónustu háls- nef- og eyrnalækna en ekki almennra heimilislækna. Það sjá allir að það gengur aldrei upp. Klínískir félagsráðgjafar hafa að baki fimm ára háskólanám í félagsvísindum. Þrjú ár í grunnnámi og síðan tveggja ára mastersnám í klínískri félagsráðgjöf, samtals 300 ECTS einingar. Kennslan er í höndum þaulreyndra félagsráðgjafa sem hafa áratuga reynslu í sínu fagi og öll nálgun á viðfagsefninu er mjög dýnamísk. Fagþekking þeirra er því mjög víðáttumikil þegar kemur að líðan einstaklinga og samspili þeirra við umhverfi sitt. Í námskrá Háskóla Íslands er sundur liðað hvað námið felur í sér og þar er þennan texta að finna: “Meistaranám til starfsréttinda í félagsráðgjöf veitir nemendum fræðilega undirstöðu og þjálfun til að starfa við félagsráðgjöf og meðferð einstaklinga, fjölskyldna, barna og hópa. Þá er lögð sérstök áhersla á þjálfun til að stunda rannsóknir á sviði félagsráðgjafar. Í MA-námi til starfsréttinda er lögð áhersla á klíníska starfsþjálfun á vettvangi og starfsþjálfun fer fram undir handleiðslu sér menntaðra starfsþjálfunarkennara”. Ég vona innilega að við náum að leiðrétta þessa leiðu málfarsvenju þannig að engin börn þurfi að fara til öldrunarlæknis til að fá rör í eyrun.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun