Samtalsmeðferð eða sálfræðiþjónusta Theodór Francis Birgisson skrifar 10. mars 2019 19:52 Ég hef undanfarin ár starfað við samtalsmeðferð sem klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef á þeim árum verið kallaður sálfræðingur. Ég ber mikla virðingu fyrir sálfræðingum og tel þá nauðsynlega fagstétt í heilbrigðismálum. Ég er bara ekki sálfræðingur, ég er klínískur félagsráðgjafi og þætti því í raun betra ef einhver vill kenna mig við fagstétt að það væri þá mín eigin stétt. Ef ég væri háls- nef- og eyrnalæknir myndi ég ekki vilja vera kallaður gigtarlæknir eða öldrunarlæknir, ég myndi bara vilja vera kallaður háls- nef- og eyrnalæknir. Sú afstaða mín yrði seint til vandræða og auðskilin af öllum. Það er því leiðinlega málvenja í okkar samfélagi að eyrnamerkja alla þá sem koma að faglegri þjónustu samtalsmeðferðar sem sálfræðinga eða þeir séu að veita sálfræðiþjónustu. Samtalsmeðferð er ekki eingöngu byggð á sálfræðiþjónustu, þar koma aðrar fagstéttir ekki síður að eins og til dæmis klínískir félagsráðgjafar. Á Íslandi fá ákveðnar fagstéttir opinbera viðurkenningu Landlæknis, svokölluð starfsleyfi, til að sinna samtalsmeðferð. Þeirra á meðal eru félagsráðgjafar og sálfræðingar. Sú málfarsvenja að kalla alla þessa þjónustu sálfræðiþjónustu er því mjög villandi. Það er eins og að kalla alla læknastéttina eins og hún leggur sig öldrunarlækna. Þá myndum við segja, ég þarf að fara með sex ára son minn til öldrunarlæknis og athuga barna exemið sem hann er með. Þessa dagana er til meðferðar á Alþingi frumvarp um greiðsluþátttöku ríkisins á „sálfræðiþjónustu“. Hér kristallast málvenjan með mjög skýrum hætti. Það er skýr krafa félagsráðgjafa að þessu orðalagi verði breytt þannig að um verði að ræða greiðsluþátttöku ríkisins á „samtalsmeðferð sem veitt er af viðurkenndum fagaðilum með starfsréttindi frá Landlækni“. Verði það ekki gert má líkja því við að ríkið muni aðeins niðurgreiða þjónustu háls- nef- og eyrnalækna en ekki almennra heimilislækna. Það sjá allir að það gengur aldrei upp. Klínískir félagsráðgjafar hafa að baki fimm ára háskólanám í félagsvísindum. Þrjú ár í grunnnámi og síðan tveggja ára mastersnám í klínískri félagsráðgjöf, samtals 300 ECTS einingar. Kennslan er í höndum þaulreyndra félagsráðgjafa sem hafa áratuga reynslu í sínu fagi og öll nálgun á viðfagsefninu er mjög dýnamísk. Fagþekking þeirra er því mjög víðáttumikil þegar kemur að líðan einstaklinga og samspili þeirra við umhverfi sitt. Í námskrá Háskóla Íslands er sundur liðað hvað námið felur í sér og þar er þennan texta að finna: “Meistaranám til starfsréttinda í félagsráðgjöf veitir nemendum fræðilega undirstöðu og þjálfun til að starfa við félagsráðgjöf og meðferð einstaklinga, fjölskyldna, barna og hópa. Þá er lögð sérstök áhersla á þjálfun til að stunda rannsóknir á sviði félagsráðgjafar. Í MA-námi til starfsréttinda er lögð áhersla á klíníska starfsþjálfun á vettvangi og starfsþjálfun fer fram undir handleiðslu sér menntaðra starfsþjálfunarkennara”. Ég vona innilega að við náum að leiðrétta þessa leiðu málfarsvenju þannig að engin börn þurfi að fara til öldrunarlæknis til að fá rör í eyrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég hef undanfarin ár starfað við samtalsmeðferð sem klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef á þeim árum verið kallaður sálfræðingur. Ég ber mikla virðingu fyrir sálfræðingum og tel þá nauðsynlega fagstétt í heilbrigðismálum. Ég er bara ekki sálfræðingur, ég er klínískur félagsráðgjafi og þætti því í raun betra ef einhver vill kenna mig við fagstétt að það væri þá mín eigin stétt. Ef ég væri háls- nef- og eyrnalæknir myndi ég ekki vilja vera kallaður gigtarlæknir eða öldrunarlæknir, ég myndi bara vilja vera kallaður háls- nef- og eyrnalæknir. Sú afstaða mín yrði seint til vandræða og auðskilin af öllum. Það er því leiðinlega málvenja í okkar samfélagi að eyrnamerkja alla þá sem koma að faglegri þjónustu samtalsmeðferðar sem sálfræðinga eða þeir séu að veita sálfræðiþjónustu. Samtalsmeðferð er ekki eingöngu byggð á sálfræðiþjónustu, þar koma aðrar fagstéttir ekki síður að eins og til dæmis klínískir félagsráðgjafar. Á Íslandi fá ákveðnar fagstéttir opinbera viðurkenningu Landlæknis, svokölluð starfsleyfi, til að sinna samtalsmeðferð. Þeirra á meðal eru félagsráðgjafar og sálfræðingar. Sú málfarsvenja að kalla alla þessa þjónustu sálfræðiþjónustu er því mjög villandi. Það er eins og að kalla alla læknastéttina eins og hún leggur sig öldrunarlækna. Þá myndum við segja, ég þarf að fara með sex ára son minn til öldrunarlæknis og athuga barna exemið sem hann er með. Þessa dagana er til meðferðar á Alþingi frumvarp um greiðsluþátttöku ríkisins á „sálfræðiþjónustu“. Hér kristallast málvenjan með mjög skýrum hætti. Það er skýr krafa félagsráðgjafa að þessu orðalagi verði breytt þannig að um verði að ræða greiðsluþátttöku ríkisins á „samtalsmeðferð sem veitt er af viðurkenndum fagaðilum með starfsréttindi frá Landlækni“. Verði það ekki gert má líkja því við að ríkið muni aðeins niðurgreiða þjónustu háls- nef- og eyrnalækna en ekki almennra heimilislækna. Það sjá allir að það gengur aldrei upp. Klínískir félagsráðgjafar hafa að baki fimm ára háskólanám í félagsvísindum. Þrjú ár í grunnnámi og síðan tveggja ára mastersnám í klínískri félagsráðgjöf, samtals 300 ECTS einingar. Kennslan er í höndum þaulreyndra félagsráðgjafa sem hafa áratuga reynslu í sínu fagi og öll nálgun á viðfagsefninu er mjög dýnamísk. Fagþekking þeirra er því mjög víðáttumikil þegar kemur að líðan einstaklinga og samspili þeirra við umhverfi sitt. Í námskrá Háskóla Íslands er sundur liðað hvað námið felur í sér og þar er þennan texta að finna: “Meistaranám til starfsréttinda í félagsráðgjöf veitir nemendum fræðilega undirstöðu og þjálfun til að starfa við félagsráðgjöf og meðferð einstaklinga, fjölskyldna, barna og hópa. Þá er lögð sérstök áhersla á þjálfun til að stunda rannsóknir á sviði félagsráðgjafar. Í MA-námi til starfsréttinda er lögð áhersla á klíníska starfsþjálfun á vettvangi og starfsþjálfun fer fram undir handleiðslu sér menntaðra starfsþjálfunarkennara”. Ég vona innilega að við náum að leiðrétta þessa leiðu málfarsvenju þannig að engin börn þurfi að fara til öldrunarlæknis til að fá rör í eyrun.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun