Ólögmætu ástandi aflétt Kristján Þór Júlíusson skrifar 20. júní 2019 07:00 Alþingi samþykkti í þessari viku frumvarp mitt um afnám hinnar svokölluðu frystiskyldu á m.a. kjöti sem flutt er til Íslands frá Evrópska efnahagssvæðinu. Með frumvarpinu er brugðist við skýrum dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands um að leyfisveitingakerfið og þar með frystiskyldan séu brot á skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Leyfisveitingakerfið felur í sér að óheimilt er að flytja inn tilteknar vörur, m.a. kjöt, nema með heimild Matvælastofnunar. Slík heimild er ekki veitt nema að lagt sé fram vottorð sem m.a. staðfestir að vörurnar hafi verið geymdar við a.m.k. -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Ég hef á undanförnum 18 mánuðum lagt á það áherslu að brugðist sé við niðurstöðu dómstóla. Vinnan hefur ekki einungis verið einfalt lögfræðilegt viðfangsefni heldur hefur stærstur hluti hennar falist í að að móta umfangsmikla og nauðsynlega aðgerðaáætlun til að tryggja öflugar varnir og öryggi matvæla og búfjárstofna. Jafnframt hafa verið undirbúnar aðgerðir til að styrkja samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Samhliða samþykkt frumvarpsins var aðgerðaáætlunin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum sem sérstök þingsályktun til að undirstrika mikilvægi þeirra aðgerða sem þar er að finna. Afraksturinn er samstillt átak þar sem ólögmætt leyfiskerfi er afnumið á sama tíma og öryggi matvæla og vernd búfjárstofna er treyst enn frekar. Þetta eru tímamót í mínum huga og fagnaðarefni. Fyrir íslenskan landbúnað verða til ný tækifæri um leið og áskorunum er mætt. Verkefni næstu mánaða verður að framfylgja aðgerðaáætluninni af festu og geng ég bjartsýnn til þess verks. Með samþykkt frumvarpsins mun leyfisveitingakerfið verða fellt niður frá og með 1. janúar nk. Með því verður loks framfylgt þeirri skuldbindingu sem Alþingi samþykkti og tók gildi árið 2011. Þannig verður hinu ólögmæta ástandi, sem nú hefur varað í um átta ár, aflétt og endi bundinn á ótakmarkaða skaðabótaskyldu íslenska ríkisins.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Landbúnaður Mest lesið Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi samþykkti í þessari viku frumvarp mitt um afnám hinnar svokölluðu frystiskyldu á m.a. kjöti sem flutt er til Íslands frá Evrópska efnahagssvæðinu. Með frumvarpinu er brugðist við skýrum dómum EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar Íslands um að leyfisveitingakerfið og þar með frystiskyldan séu brot á skuldbindingum Íslands samkvæmt EES-samningnum. Leyfisveitingakerfið felur í sér að óheimilt er að flytja inn tilteknar vörur, m.a. kjöt, nema með heimild Matvælastofnunar. Slík heimild er ekki veitt nema að lagt sé fram vottorð sem m.a. staðfestir að vörurnar hafi verið geymdar við a.m.k. -18°C í einn mánuð fyrir tollafgreiðslu. Ég hef á undanförnum 18 mánuðum lagt á það áherslu að brugðist sé við niðurstöðu dómstóla. Vinnan hefur ekki einungis verið einfalt lögfræðilegt viðfangsefni heldur hefur stærstur hluti hennar falist í að að móta umfangsmikla og nauðsynlega aðgerðaáætlun til að tryggja öflugar varnir og öryggi matvæla og búfjárstofna. Jafnframt hafa verið undirbúnar aðgerðir til að styrkja samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Samhliða samþykkt frumvarpsins var aðgerðaáætlunin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum sem sérstök þingsályktun til að undirstrika mikilvægi þeirra aðgerða sem þar er að finna. Afraksturinn er samstillt átak þar sem ólögmætt leyfiskerfi er afnumið á sama tíma og öryggi matvæla og vernd búfjárstofna er treyst enn frekar. Þetta eru tímamót í mínum huga og fagnaðarefni. Fyrir íslenskan landbúnað verða til ný tækifæri um leið og áskorunum er mætt. Verkefni næstu mánaða verður að framfylgja aðgerðaáætluninni af festu og geng ég bjartsýnn til þess verks. Með samþykkt frumvarpsins mun leyfisveitingakerfið verða fellt niður frá og með 1. janúar nk. Með því verður loks framfylgt þeirri skuldbindingu sem Alþingi samþykkti og tók gildi árið 2011. Þannig verður hinu ólögmæta ástandi, sem nú hefur varað í um átta ár, aflétt og endi bundinn á ótakmarkaða skaðabótaskyldu íslenska ríkisins.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun