Dýpkun skuldabréfamarkaðar Birgir Haraldsson skrifar 25. september 2019 07:00 Samhliða versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu á þessu ári hafa langtímavextir á skuldabréfamörkuðum hríðlækkað víðsvegar um heiminn og fjöldi seðlabanka keyrt stýrivexti niður. Þessa þróun má glögglega sjá í hlutdeild skuldabréfa í heiminum sem bera neikvæða vexti en hún hafði aukist í tæp 30% í lok ágúst úr 12% seint á síðasta ári, samkvæmt bandaríska fjárfestingarbankanum J.P. Morgan. Aldrei hefur þessi hlutdeild mælst hærri áður en hún nær yfir 24 lönd, bæði iðnaðar- og nýmarkaðslönd, og meðal annars skuldabréf ríkja, opinberra stofnana og fyrirtækja. Vaxtagrunnur upp á 3,5% líkt og á Íslandi í dag er því „vara“ sem er að verða af skornum skammti á heimsvísu. Í þessu ljósi er áhugavert að sjá að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfamarkaði er engu að síður við sögulegt lágmark um þessar mundir en samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins áttu alþjóðafjárfestar eingöngu 14,6% af útistandandi ríkisskuldabréfum í ágúst. Þetta hlutfall var um tvöfalt hærra rétt fyrir innleiðingu innflæðishaftanna í júní 2016 en til samanburðar má nefna að nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hlutdeild erlendra fjárfesta í skuldum nýmarkaðsríkja í eigin gjaldmiðli sýna hana um 18% að meðaltali. Lönd eins og Pólland og Mexíkó standa í 30% (bæði voru í 40% fyrir fjórum árum), Suður-Afríka í 38%, Indónesía í 40% og Perú situr efst með hlutdeild erlendra fjárfesta í 44% (fór hæst í 57% í lok árs 2013). Segja má að rýmið til að tvöfalda og jafnvel þrefalda þátttöku alþjóðafjárfesta í íslenskum skuldabréfum sé til staðar en það tryggir á engan hátt að slík þróun muni eiga sér stað. Helsta áskorunin er smæð markaðarins en heildarvirði allra íslenskra skuldabréfa samsvarar útistandandi skuldabréfaútgáfu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing (21 milljarðar Bandaríkjadala). Sömuleiðis myndi tvöföldun á þátttöku erlendra aðila í ríkisskuldabréfum eingöngu þýða innflæði upp á 800 milljónir Bandaríkjadala – upphæð sem sjóðsstjóri innan meðalstórs vogunarsjóðs í New York eða London stýrir. Vaxtagrunnur upp á 3,5% ætti því eingöngu að vera nauðsynlegt skilyrði til að vekja áhuga erlendra aðila í dag en ekki endilega nægjanlegt því að smæðin setur ákveðnar hömlur á íslensk skuldabréfatækifæri fyrir alþjóðafjárfesta. Það er því einkar áhugavert að fylgjast með markaðnum fyrir íslensk fyrirtækjaskuldabréf um þessar mundir en ákveðnar sviptingar eru að eiga sér stað sem benda til þess að útgáfa skuldabréfa fyrirtækja gæti aukist á komandi misserum. Nýverið í þessum miðli lýsti til að mynda bankastjóri eins af viðskiptabönkunum því yfir að fjármögnun stærri fyrirtækja myndi í auknum mæli leita út á skuldabréfamarkaðinn þar sem bankarnir væru ekki lengur samkeppnishæfir í kjörum til þessa hóps. Þessi þróun er nú hafin með skuldabréfaútgáfu Haga* í þessum mánuði og ef staflinn af bankalánum sem situr á efnahagsreikningum skráðra fyrirtækja myndi færast inn á skuldabréfamarkaðinn myndu stoðir hans styrkjast til muna. Innlendir togkraftar fyrir alþjóðafjárfesta gætu því mögulega aukist ef fyrirtækjahluti skuldabréfamarkaðarins dýpkar í náinni framtíð á meðan markaðsaðstæður erlendis ættu að að ýta fjárfestum í fræknari landkannanir. Tíminn mun leiða í ljós hvort og hversu hratt þessi þróun á sér stað en það væri til mikils að vinna fyrir íslenskan skuldabréfamarkað ef fjölbreytileiki í fjárfestingarkostum og fjárfestahópnum myndi aukast.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance *Arctica Finance sér um framkvæmd skuldabréfaútgáfu Haga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Samhliða versnandi horfum í alþjóðahagkerfinu á þessu ári hafa langtímavextir á skuldabréfamörkuðum hríðlækkað víðsvegar um heiminn og fjöldi seðlabanka keyrt stýrivexti niður. Þessa þróun má glögglega sjá í hlutdeild skuldabréfa í heiminum sem bera neikvæða vexti en hún hafði aukist í tæp 30% í lok ágúst úr 12% seint á síðasta ári, samkvæmt bandaríska fjárfestingarbankanum J.P. Morgan. Aldrei hefur þessi hlutdeild mælst hærri áður en hún nær yfir 24 lönd, bæði iðnaðar- og nýmarkaðslönd, og meðal annars skuldabréf ríkja, opinberra stofnana og fyrirtækja. Vaxtagrunnur upp á 3,5% líkt og á Íslandi í dag er því „vara“ sem er að verða af skornum skammti á heimsvísu. Í þessu ljósi er áhugavert að sjá að þátttaka erlendra fjárfesta á íslenskum skuldabréfamarkaði er engu að síður við sögulegt lágmark um þessar mundir en samkvæmt markaðsupplýsingum Lánamála ríkisins áttu alþjóðafjárfestar eingöngu 14,6% af útistandandi ríkisskuldabréfum í ágúst. Þetta hlutfall var um tvöfalt hærra rétt fyrir innleiðingu innflæðishaftanna í júní 2016 en til samanburðar má nefna að nýlegar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um hlutdeild erlendra fjárfesta í skuldum nýmarkaðsríkja í eigin gjaldmiðli sýna hana um 18% að meðaltali. Lönd eins og Pólland og Mexíkó standa í 30% (bæði voru í 40% fyrir fjórum árum), Suður-Afríka í 38%, Indónesía í 40% og Perú situr efst með hlutdeild erlendra fjárfesta í 44% (fór hæst í 57% í lok árs 2013). Segja má að rýmið til að tvöfalda og jafnvel þrefalda þátttöku alþjóðafjárfesta í íslenskum skuldabréfum sé til staðar en það tryggir á engan hátt að slík þróun muni eiga sér stað. Helsta áskorunin er smæð markaðarins en heildarvirði allra íslenskra skuldabréfa samsvarar útistandandi skuldabréfaútgáfu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing (21 milljarðar Bandaríkjadala). Sömuleiðis myndi tvöföldun á þátttöku erlendra aðila í ríkisskuldabréfum eingöngu þýða innflæði upp á 800 milljónir Bandaríkjadala – upphæð sem sjóðsstjóri innan meðalstórs vogunarsjóðs í New York eða London stýrir. Vaxtagrunnur upp á 3,5% ætti því eingöngu að vera nauðsynlegt skilyrði til að vekja áhuga erlendra aðila í dag en ekki endilega nægjanlegt því að smæðin setur ákveðnar hömlur á íslensk skuldabréfatækifæri fyrir alþjóðafjárfesta. Það er því einkar áhugavert að fylgjast með markaðnum fyrir íslensk fyrirtækjaskuldabréf um þessar mundir en ákveðnar sviptingar eru að eiga sér stað sem benda til þess að útgáfa skuldabréfa fyrirtækja gæti aukist á komandi misserum. Nýverið í þessum miðli lýsti til að mynda bankastjóri eins af viðskiptabönkunum því yfir að fjármögnun stærri fyrirtækja myndi í auknum mæli leita út á skuldabréfamarkaðinn þar sem bankarnir væru ekki lengur samkeppnishæfir í kjörum til þessa hóps. Þessi þróun er nú hafin með skuldabréfaútgáfu Haga* í þessum mánuði og ef staflinn af bankalánum sem situr á efnahagsreikningum skráðra fyrirtækja myndi færast inn á skuldabréfamarkaðinn myndu stoðir hans styrkjast til muna. Innlendir togkraftar fyrir alþjóðafjárfesta gætu því mögulega aukist ef fyrirtækjahluti skuldabréfamarkaðarins dýpkar í náinni framtíð á meðan markaðsaðstæður erlendis ættu að að ýta fjárfestum í fræknari landkannanir. Tíminn mun leiða í ljós hvort og hversu hratt þessi þróun á sér stað en það væri til mikils að vinna fyrir íslenskan skuldabréfamarkað ef fjölbreytileiki í fjárfestingarkostum og fjárfestahópnum myndi aukast.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance *Arctica Finance sér um framkvæmd skuldabréfaútgáfu Haga.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun